Feykir - 22.11.2017, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
44
TBL
22. nóvember 2017 37. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Gagnvirkur
sýningargripur
Selasetur Íslands á Hvammstanga
Haustið 2016 merktu vísindamenn á vegum
Selasetursins útselskópa. Nú hefur þeim GPS
gögnum verið breytt í gagnvirkan sýningargrip í
góðri samvinnu við Gagarín.
Þann 1. desember nk. milli klukkan 17 og 19 er
öllum boðið að kíkja við og prófa gripinn. Í tilkynn-
ingu frá Selasetrinu segir að léttar veitingar verði í
boði. /FE
Leitaðu ekki langt yfir skammt því þjónustan er innan seilingar.
Það eru fjölmargir stórfínir veitingastaðir á Norðurlandi vestra.
Hvernig væri að skella sér út að borða í heimabyggð?
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
VEITINGASTAÐUR Staðsetning Upplýsingar
Verum snjöll
verZlum
heima
„VANTAR VERKFÆRI!“
HÆG ERU HEIMATÖKIN. VERSLUM HEIMA Á
NORÐURLANDI VESTRA, ÞAR SEM VIÐ BÚUM.
GERUM GOTT BETRA.
N
ÝPR
EN
T EH
F
Nemendur kynna sér iðn-,
raun- og tæknigreinar
Vel heppnuð Starfakynning
Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á
Norðurlandi vestra var boðið að sækja
Starfakynningu í Bóknámshúsi FNV á miðvikudag
í síðustu viku en þar kynntu um 30 fyrirtæki
starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi
hjá þeim. Verkefninu var ætlað að beina
kastljósinu sérstaka á iðn-, raun- og tæknigreinar.
Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri verkefnisins,
sagði að markmiðið hafi verið að fá sem flest fyrir-
tæki til að taka þátt og kynna sín störf og hvatinn hafi
verið sú umræða sem verið hafi í samfélaginu að víða
vanti starfsfólk í þessar greinar. „Ef maður skoðar
atvinnuauglýsingar þá sést að stanslaust er verið að
auglýsa eftir fólki í akkúrat þessar greinar. Bæði hafa
samtök atvinnulífsins og iðnaðarins verið að hvetja
skóla og fyrirtæki til að kynna greinarnar,“ segir
Margrét og bætir við að frumkvæðið komi frá
Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem kostar verk-
efnið. /PF
...og snyrtifræðin ungar stúlkur.
Palli Sighvats einbeittur í sinni kynningu. MYNDIR: PF
Addi Kjarr í stuði.
Múrarar liggja ekki á lausu þessa dagana.
Löggan heillar alltaf unga drengi...