Feykir


Feykir - 20.12.2017, Qupperneq 9

Feykir - 20.12.2017, Qupperneq 9
48/2017 9 Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á liðnu ári. KJARNANUM AÐ HESTEYRI 2 Á SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 7900 www.tengil lehf. is Skaga og Reykjastrandarveg. Tökum nú höndum saman komum vegakerfinu á Norðurlandi vestra í ásættanlegt horf. Aukum einnig framboð á afþreyingu á svæðinu, tökum á móti fleiri gestum og sköpum okkur um leið aukna atvinnumöguleika. - - - - - - Ég skora á Þórarin Br. Ingvarsson veitingamann á Borginni á Hótel Blöndu á Blönduósi að rita næsta pistil. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað geysilega hér á Íslandi síðustu árin. Svo er komið að á háannatíma eru vinsælustu staðirnir, þ.e. ákveðinn radíus umhverfis Reykjavík, orðnir yfirhlaðnir af ferðalöngum og vinsælustu staðirnir anna vart þessum aukna fjölda. Vissulega hefur ferðamönnum fjölgað hér á Norðurlandi vestra á undanförnum árum, en við ættum að vera í góðu færi að taka á móti fleirum. Framboð á gistingu hefur aukist og nú á að vera hægt að kaupa veitingar á öllum helstu þéttbýlisstöðum allt árið. Það sem einkum vantar upp á er framboð á aukinni afþreyingu á okkar ágæta svæði. Margs konar söfn og setur taka nú á móti ferðamönnum og færst hefur í vöxt að þau séu opin allt árið. Það sem nær algerlega virðist vanta hér á Norðurland vestra eru skipulagðar hópferðir með leiðsögn allan ársins hring. Hugsa má sér dagsferðir út frá Reykjavík allt árið einkum í Húnavatnssýslurnar. Við höfum fullt af áhugaverðum stöðum til að heimsækja, sem dæmi: Illugastaði, Hvítserk, Borgarvirki, Kolugljúfur, Vatnsdalshóla, Þingeyrar og Kálfshamarsvík. Þessir staðir eru að mínu viti engu síðri en þeir sem boðið er upp á í Gullhring, Suðurstrandarferðum eða Snæfellsneshring. Dagsferð norður í Húnaþing er mun þægilegri ferð en að flengjast á einum degi alla leið austur í Jökulsárlón. Eins mætti hugsa sér ferðir út frá Akureyri í Skagafjörð og Húnavatnssýslur t.d. í tengslum við beint flug erlendis frá til Akureyrar. Eins mætti bjóða upp á ferðir allt upp í fjóra til fimm daga þar sem gist yrði á Norðurlandi vestra. Síðan yrðu farnar dagsferðir bæði um Norðurland vestra og jafnframt er auðvelt að fara ferðir héðan bæði til austurs og vesturs til að skoða áhugverða staði á Norðurlandi eystra og Vesturlandi. Á veturna mætti sem dæmi leggja áherslu á að skoða norðurljósin, jafnframt því að njóta náttúru og menningar. Eitt er það sem aftrar aukinni ferðamennsku á Norðurlandi vestra en það eru slæmir vegir. Vonandi komast illfærir útvegir inn á lista þeirra innviða sem ný ríkisstjórn ætlar að styrkja á næsta kjörtímabili. Sem dæmi um fjölfarna vegi sem eru orðnir stórhættulegir má nefna: Vatnsnesveg, veginn fyrir ÁSKORENDAPENNINN Guðmundur Haukur Sigurðsson Hvammstanga Tækifæri á Norðurlandi vestra UMSJÓN palli@feykir.is Guðmundur Haukur segir slæma vegi einkum aftra aukinni ferðamennsku á Norðurlandi vestra. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.