Feykir


Feykir - 20.12.2017, Page 20

Feykir - 20.12.2017, Page 20
20 48/2017 Söngur vonar Útgáfukynningar : Sólmundur Friðriksson Sólmundur segist vera Aust- firðingur í húð og hár, alinn upp á Stöðvarfirði en fór þaðan eftir barnaskóla og hefur búið víðs vegar t.d. á Sauðárkróki, í Reykjavík, á Þingeyri og Flúðum; Noregi og svo í Keflavík, þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár. Hann er giftur Hafdísi Lúðvíksdóttur og eiga þau saman eina fósturdóttur, Petreu Mist, en einnig á hann tvær eldri dætur af fyrra hjónabandi, Þær Hildi og Agnesi. Sólmundur er menntaður grunnskólakennari en vinnur nú sem öryggisvörður á Keflavíkurflugvelli. Hvað getur þú sagt mér frá disknum? -Platan mín, Söngur vonar, er mín fyrsta sólóplata og inniheldur 11 lög sem eru Austfirðingurinn og fyrrverandi bassaleikari í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Sólmundur Friðriksson, stundaði nám við FNV vel fyrir síðustu aldamót og er mörgum Norðlendingum kunnur. Fyrir skömmu gaf hann út sinn fyrsta hljómdisk, Söngur vonar, sem inniheldur ellefu lög sem eru flest samin á þessari öld, að undanskildu einu lagi sem varð til þegar hann var um 12 ára. Tónlistin er frekar í mýkri kantinum og hefur verið skilgreind af gagnrýnanda sem „soft rock“. flest samin á þessari öld, að undanskildu einu lagi sem varð til þegar ég var um 12 ára. Tónlistin er frekar í mýkri kantinum og hefur verið skilgreind af gagnrýnanda sem „soft rock“. Textarnir eru persónulegir, fjalla um lífið og tilveruna á eins heiðarlegan og opinskáan hátt og mér hefur verið unnt. Á plötunni fæ ég til liðs við mig góða og vel valda tónlistarmenn sem flestir tengjast mér á einn eða annan hátt böndum fjölskyldu, vina eða samstarfs. Það eru þeir Arnór Vilbergsson á hammond, Ingvar Alfreðsson á píanó og orgel og Þorvaldur Halldórsson á trommur, einnig blásararnir Matthías Birgir Nardeau á óbó og Ari Bragi Þorsteinsson á trompet. Ég spila allan bassa og syng flest lögin en dætur mínar Hildur og Agnes, syngja sitt lagið hvor, auk þess sem Birta Sigurjónsdóttir jazzsöngkona syngur eitt lag. En sá sem stendur fremst í þessum hópi er snillingurinn Davíð Sigurgeirs- son, sem heldur utan um allar útsetningar og hljóðvinnslu, auk þess að sjá um nær allan gítarleik. Hann fékk svo pabba sinn, hinn alkunna rokkara, Sigurgeir Sigmunds, til að spila með sér dúett í instrumental laginu „Blús fyrir Agga“. Hvað hefur þú unnið lengi við diskinn? -Aðdragandinn er búinn að vera rúm 10 ár en hin eiginlega vinna hófst nú í vor, þegar ég settist fyrst yfir þetta með Davíð. Upptökur fór svo fram í sumar og lauk um það leyti sem titillagið kom út, sem var á Youtube 28. ágúst. Var eitthvað sem kom þér á óvart við gerð disksins? -Alveg furðu margt, verð ég að segja. Ég hafði aðeins komið að vinnu við upptökur áður og taldi mig vita vel að hverju ég gengi, en þessi heimur hefur breyst svo mikið á síðustu árum, og þar á ég aðallega við vinnubrögðin við hljóðvinnsluna og alla möguleikana sem þar eru í boði. Svo er þetta ferli líka búið að vera mjög gagnlegt fyrir mig sem söngvara. Maður er sífellt að hlusta og pæla í röddinni meðan á þessu stendur, eiginlega að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, og svo heldur þetta áfram eftir að platan er komin út, þegar maður fer að hlusta. Eins og mér líður í dag þá finnst mér ég koma út úr þessu sem betri söngvari. En svo kemur bara í ljós hvað öðrum finnst. Hefur þú gefið eitthvað út áður? -Nei, þetta eru fyrstu skrefin mín í að gefa út tónlist en ekki þau síðustu ef ég fæ einhverju um það ráðið, því ég á nóg eftir í pokahorninu. Sólmundur Friðriksson. MYNDIR ÚR EINKASAFNI VIÐTAL Páll Friðriksson Söngur vonar er eiguleg plata. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði Dominosdeildin í körfu :: Stjarnan - Tindastóll 80-86 Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ sl. fimmtu- dagskvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfu- bolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur. Leikurinn fór líflega af stað og skyttur beggja liða fengu að spreyta sig. Pétur, Arnar og Viðar voru heitir hjá Stólunum en í liði Stjörnunnar voru Róbert, Tómas og Eysteinn atkvæðamestir. Stjörnumenn kláruðu fyrsta leikhluta betur og mestu munaði um flautuþrist frá Tómasi og staðan 28-23 fyrir heimamenn. Stólarnir voru arfaslakir í öðrum leikhluta. Sóknarleikurinn gekk brösug- lega og mikið um mistök. Virt- ust Stólarnir eitthvað annars hugar – kannski ætlað í jólainn- kaup í Costco – og Stjörnumenn gengu á lagið, röðuðu niður körfum og fóru með 14 stiga forystu inn í hlé. Staðan 53-39. Sem segir okkur að varnar- leikur Tindastóls hafi ekki verið til fyrirmyndar. Israel Martin, þjálfari Stólanna, sagði kampa- kátur að leik loknum að hann vissi að liðið sitt gæti spilað frá- bæra vörn en sóknarleikurinn væri stundum meiri höfuðverk- ur. Hvoru tveggja hrökk í gang í byrjun þriðja leikhluta. Á fyrstu fimm mínútunum gerðu Stól- arnir 20 stig en Stjarnan tvö og staðan skyndilega 55-59. Að sjálfsögðu fór fyrirliðinn af Fagranesætt fyrir sínum mönn- um í varnarbaráttunni á þessum kafla en hann fékk sína fjórðu villu skömmu eftir þetta og leikurinn komst í meira jafn- vægi á ný. Þegar þriðja leikhluta lauk munaði tveimur stigum, staðan 66-68 fyrir Tindastól. Stjarnan náði forystunni á ný í byrjun fjórða leikhluta, 70- 68, en fallegur þristur frá Arnari kom Stólunum aftur á bragðið og Pétur bætti við fimm stigum í kjölfarið. Stólarnir náðu 12 stiga áhlaupi, komust í 70-80, og eftir það var ljóst að róðurinn mundi reynast heimamönnum erfiður. Þá munaði talsvert um að Hlynur Bærings sá vart til sólar í leiknum, var aðeins kominn með eitt stig þegar sjö mínútur voru til leiksloka, og spiluðu Stólarnir frábæra vörn á hann. Það sem eftir lifði leiks reyndu heimamenn hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á ný en þrátt fyrir mistækan sóknarleik Stólanna síðustu fimm mínútur leiksins þá hélt vörnin vel og Stjarnan náði mest að minnka muninn í sex stig þegar rúm ein og hálf mínúta var til leiksloka. Góður sigur og frábær end- urkoma Stólanna gladdi fjöl- menna stuðningsmannasveit Tindastóls sem var mætt í Garðabæinn. Pétur var frábær í leiknum og var stigahæstur með 26 stig og tók þar að auki flest fráköst Tindastólsmanna, sjö stykki. Sigtryggur Arnar skilaði 17 stigum og Hester var með 12 stig. Aðrir leikmenn stóðu vel fyrir sínu. /ÓAB Helgi Rafn, Sigrryggur Arnar og Pétur spiluðu vel gegn Stjörnunni. Hér eru þeir í leik gegn Haukum fyrr í vetur. MYND: HJALTI ÁRNA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.