Feykir


Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 24.01.2018, Blaðsíða 3
STARF FORSTÖÐUMANNS Þekkingarsetrið á Blönduósi auglýsir eftir forstöðumanni í 100% starf. Þekkingarsetrið er rannsókna- og fræðasetur staðsett í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sérsvið setursins eru textíll og strandmenning. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Að veita Þekkingarsetrinu forstöðu og vinna m.a. að samþættingu stofnana í Kvennaskólanum á Blönduósi • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi stofnunarinnar • Stefnumótun og áætlanagerð • Vinna að verkefnaþróun og samstarfsverkefnum sem Þekkingarsetrið tekur þátt í • Afla styrkja úr samkeppnissjóðum, innlendum og erlendum • Mynda tengsl við innlenda og erlenda aðila á sérsviðum setursins Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Fagleg þekking og góð reynsla af stjórnun • Samskiptahæfni og jákvætt viðmót • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Nánari upplýsingar veitir Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnar í síma 455 4700 eða í netfangi arnar@blonduos.is Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018 Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Þekkingarsetrið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Þekkingarsetur á Blönduósi Árbraut 31 540 Blönduós & 452 4030 tsb@tsb.is N ÝP R EN T eh f / 01 20 18 Við óskum Tindastóli til hamingju með bikarinn Hnjúkabyggð 33 540 Blönduósi Sími 455 4700 www.blonduos.is Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7176 www.feykir.is Borgarröst 8 550 Sauðárkróki Sími 453 5088 Eftirlæti ehf • Aðalgata 4 • sími 571-4070 www.facebook.com/eftirlaeti Aðalgötu 4 550 Sauðárkróki Sími 571 4070 CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / merki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is Kindur sóttar á afrétt Smalað í þorrabyrjun Síðasta sunnudag voru farnir a.m.k. tveir leiðangrar eftir kindum sem ekki skiluðu sér heim úr afrétt sl. haust. Annars vegar var farið í Staðarfjöllin í Skagafirði og hins vegar í Vesturárdal í Miðfirði. Þrír menn á sleðum renndu upp í Molduxaskarð- ið og fram Rangalann og rákust á tíu kindur. Náðu þeir að mynda slóð með sleðunum sem kindurnar voru reknar eftir og niður Ganginn svokallaða, fyrir ofan Staðarrétt, þar sem kerra beið þeirra og var kindunum komið til síns heima. „Mig grunaði að þær væru niðri á Ytri-Rangalanum enda ná þær beit og rennandi vatni þar. Ekki voru þær þar svo við héldum áfram til suðurs, skömmu seinna rákumst við á þær og ákváðum að reyna að koma þeim til austurs og niður Ganginn þar sem það væri styttra en norður í Molduxaskarðið og mun betra færi fyrir kindurnar,“ segir Ingólfur Jón Geirsson einn leið- angursmanna. Hann segir ferðina hafa gengið nokkuð vel enda hægt farið. Bjarki Haraldsson á Hvammstanga tók þátt í öðrum leiðangri sem gerður var út í Vesturárdal í Miðfirði. Þangað var einnig farið á sleðum og jeppa og voru fjórar kindur sem þar voru sóttar. Þær Í Staðarfjöllum fundu þeir bræður Ingólfur Jón og Eyberg Geirssynir, ásamt Helga Ingimarssyni, tíu kindur og komu þeim til byggða. MYND: IJG reyndust vera frá Uppsölum í Miðfirði. „Við vorum ekki lengi að finna þær og koma þeim í kerru. Og af því að við vorum þarna vorum við beðnir um að ná í hrossin upp á Hálsana og koma með þau niður líka,“ sagði Bjarki í samtali við Feyki. /PF Skagaströnd Nýtt gistiheimili tekur til starfa Nýtt gistiheimili, Salthús, verður formlega opnað á Skagaströnd á föstudaginn kemur. Er það staðsett nyrst í bænum, á Einbúastíg 3, með útsýni yfir Húnaflóann til suðurs og norðurs en í austri er fjallasýn þar sem Spákonukonufellið ber hæst. Hrafnanes ehf. er eigandi hússins en Salthús gistiheimili ehf. mun sjá um rekstur gisti- heimilisins. Framkvæmda- stjóri þess er Hrafnhildur Sigurðardóttir. Salthús gisti- heimili er á tveimur hæðum og býður upp á fjórtán vel útbúin herbergi með sturtu, salerni og vaski. Þar er einnig sameiginleg eldhúsaðstaða á hvorri hæð. Nú þegar hafa fyrstu gestirnir dvalið í húsinu, bæði íslenskir og erlendir, en formleg opnun verður föstu- daginn 26. janúar klukkan 17-19 þegar eigandi hússins, Hrafnanes ehf., mun afhenda Salthúsi gistiheimili húsið formlega til rekstrar. /FE MYND: SALTHUS.IS 04/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.