Feykir


Feykir - 24.01.2018, Síða 12

Feykir - 24.01.2018, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 04 TBL 24. janúar 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Fá hrós fyrir flokkun Húnaþing vestra Íbúar Húnaþings vestra fá sérstakt hrós á vefsíðu sveitarfélagsins nú á dögunum en þar kemur fram að á fundum með sorphirðuverktaka hafi það ítrekað komið fram hve vel sé flokkað í sveitarfélaginu og að mikið magn skili sér til þeirra. Á þetta jafnt við um þéttbýli og dreifbýli en sérstakt hrós fá þó bændur fyrir frágang á áburðarsekkjum og rúlluplasti. „Það er greinilegt að íbúar Húnaþings vestra hafa metnað til þess að gera vel þegar kemur að flokkun og endurvinnslu og fylgjast vel með þeim leiðbeiningum sem sveitarfélagið hefur sett fram í málaflokknum á undan- förnum árum,“ segir á vef sveitarfélagsins. Vinalegt vetrarveður í Skagafirði Svipmyndir frá sunnudeginum Síðastliðinn sunnudag lék veðrið við Skagfirðinga og margir nýttu daginn til útivistar. Ljósmyndari Feykis lét duga að fara smá rúnt um fjörðinn, lengstum í blanka- logni undir bláhimni. Dagana á undan hafði ríkt óvenju þrálátt vetrarveður með nánast látlausri snjókomu og frosti og blíðan því vel þegin. Veðurstofan gerir ráð fyrir ansi hvössu að norðan í dag (miðvikudag) en síðan stilltara veðri fram að helgi með nokkr- um sérvöldum éljaköstum og ekki er annað að sjá en framhald verði á frostveðri út næstu viku í það minnsta /ÓAB Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700 Blönduósbær www.blonduos . i s Álagning fasteignaskatts: A-hluti fasteignaskatts (íbúðarhúsnæði) er 0,48% af hús- og lóðarmati A-hluti fasteignaskatts (hesthús og gripahús í þéttbýli) er 0,48% af hús- og lóðamati B-hluti fasteignaskatts (opinbert húsnæði) er 1,32% af hús- og lóðarmati C-hluti fasteignaskatts (atvinnuhúsnæði og annað en að neðan greinir) er 1,6% af hús- og lóðamati Vatnsgjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,30% af hús- og lóðarmati Holræsagjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,275% af hús- og lóðarmati Lóðarleiga fyrir A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 2,0% af fasteignamati lóðar, fyrir ræktunarlóðir 6.600 kr. á hektara, að lágmarki 8.800 kr. Sorpgjöld: Innheimt á hverja íbúð vegna sorphirðu: kr. 21.500,- Innheimt á hverja íbúð vegna sorpeyðingar: kr. 21.500,- Innheimt á sumarhús, hesthús og gripahús í þéttbýli vegna sorpeyðingar: kr. 21.500,- Reglur um afslátt fasteignaskatts 2018. 1. gr. Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í Blönduósbæ 1. desember 2017. 2. gr. Rétt til afsláttar hafa elli- og örorkulífeyrisþegar, á grundvelli 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. 3. gr. Niðurfelling á fasteignaskatti er tekjutengd og getur mest orðið kr. 54.325,- 4. gr. Tekjumörk á árinu 2017 eru: Einstaklingar með skattskyldar tekjur allt að............ kr. 2.767.500 fá 100% afslátt. Einstaklingar með skattskyldar tekjur allt að............ kr. 3.382.500 fá 0% afslátt. Hjón með skattskyldar tekjur allt að......................... kr. 3.997.500 fá 100% afslátt. Hjón með skattskyldar tekjur allt að......................... kr. 5.022.500 fá 0% afslátt. Tekjur innan skilgreindra tekjumarka veita hlutfallslegan afslátt. 5. gr. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur. Við andlát maka styrkir sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur útreiknaðum afslátti ársins. 6. gr. Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings er sóttur vélrænt á vef Ríkisskattstjóra www.rsk.is í gegnum álagningarkerfi Fasteignaskrár Íslands. 7. gr. Ekki þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar. 8. gr. Athugasemdir vegna útreiknings afsláttar skulu berast skriflega til skrifstofu Blönduósbæjar eigi síðar en 1. júní 2018. Gjalddagar álagðra fasteignagjalda umfram kr. 20.000,- eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september & 1. október. Gjalddagi álagðra fasteignagjalda undir kr. 20.000,- er 15. maí. Hægt er að óska eftir því að greiða öll gjöld á einum gjalddaga sem er 15. maí. Sækja þarf um gjalddagabreytingu á bæjarskrifstofu fyrir 15. febrúar 2018. Eindagi gjalddaga eru 30 dagar. Álagningarseðlar eru rafrænir og eru aðgengilegir á www.island.is . Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðskiptavina. Hægt er að óska eftir útprentuðum álagningarseðli og greiðsluseðli og er hann sendur þeim sem þess óska. Frekari upplýsingar um álagninguna er hægt að fá á skrifstofu Blönduósbæjar eða í síma 455 4700. Eftirfarandi gjaldskrá var tekin fyrir og samþykkt á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar 5. desember 2017. Sveitarstjórinn á Blönduósi, 5. janúar 2018 Arnar Þór Sævarsson Hross í vetrarhaga. Glaumbær kúrði værðarlega undir fannarfeldi. Þessi vinalegi kettlingur var á vappi við Hólaskóla og virtist nú kunna betur við sig á stéttinni en í snjósköflunum í kring. Hólar í Hjaltadal á vetrarsíðdegi. MYNDIR: ÓAB

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.