Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 2
Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn. Í tilefni af því er fólk um allan heim hvatt til að klæðast litríkum sokkum til að leggja áherslu á fjölbreytileikann. Eins og venjulega leggjast Íslendingar á eitt og skella sér flestir í marglita sokka, það er jú sjálfsagt mál að sýna samstöðu með góðu málefni, eitthvað sem við sem þjóð erum afskaplega dugleg að gera. En hver er svo hin raunverulega afstaða þjóðarinnar til Downs- heilkennisins? Er hægt að mæla hana á einhvern hátt? Við vitum að á Íslandi fara um 80 prósent þungaðra kvenna í fósturskimun fyrir Downs-heilkenni og er það hlutfall með því hæsta sem gerist í heiminum. Eftir að umrædd skimun var gerð aðgengileg fyrir allar konur um síðustu aldamót hefur þeim einstaklingum sem fæðast með Downs-heilkenni fækkað umtalsvert og staðan er sú að nær öllum fóstrum sem greinast með heilkennið er nú eytt. Sem dæmi má nefna að á árinu 2013 greindust 15 fóstur með Downs og var þeim öllum eytt en tvö börn með Downs-heilkennið fæddust það ár sem er sami fjöldi og að meðaltali á árunum á undan. Þetta vekur að sjálfsögðu upp margar siðferðislegar spurningar og hafa margir bent á að skimuninni hafi ekki verið fylgt eftir með nauðsynlegri fræðslu og umræðu. Margoft hefur verið bent á það að Downs er ekki sjúkdómur og að einstaklingar með Downs-heilkennið lifa almennt góðu lífi bæði í leik og starfi. Heilkenninu verður heldur ekki útrýmt líkt og sjúkdómum þó fóstrum sé eytt þar sem ekki er um að ræða „galla“ sem gengur í erfðir. Nú hefur Downs-félagið á Íslandi gefið úr upplýsinga- bækling um fósturskimun fyrir Downs-heilkenni í þeirri von að hann hjálpi fólki að gera sér grein fyrir því sem býr að baki skimuninni. Samtölin halda úti heimasíðunni Downs.is og eru heimildir að þessum pistli mestmegnis sóttar þangað. Með þessum orðum mínum er ég alls ekki að setjast í dómarasæti yfir þeim sem hafa látið eyða fóstri með litningagalla. Það er hins vegar skoðun mín að ekki sé þörf á skimunum í nærri öllum þeim tilvikum sem þær eru gerðar og að mikil þörf sé á að auka fræðslu og ráðgjöf á þessum vettvangi. Fögnum fjölbreytileikanum! Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Marglitir sokkar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku var landað 370.099 kílóum í höfnum á Norðurlandi vestra. Á Skagaströnd lönduðu sjö bátar rúmum 39 tonnum, á Sauðárkróki lönduðu fimm skip og bátar rúmum 330 tonnum og á Hofsósi landaði einn bátur 279 kílóum. Engar aflafréttir voru í síðasta tölublaði Feykis en í vikunni 4.-10. mars bárust 343.610 kíló til Sauðárkróks með fjórum skipum og bátum. Þar af var Málmey SK 1 með mestan afla eða 196.622 kíló. Í þeirri viku lönduðu átta skip og bátar á Skagaströnd. Með mestan afla var Arnar HU 1 sem kom með 378.530 kíló en heildaraflinn á Skagaströnd þá vikuna var 403.285 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 11. – 17. mars 2018 Ríflega 330 tonnum landað á Króknum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 279 Alls á Hofsósi 279 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 3.942 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 2.536 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 9.831 Katrín GK 266 Landbeitt lína 8.432 Onni HU 36 Dragnót 5.983 Ólafur Magnússon Þorskfiskinet 4.838 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.840 Alls á Skagaströnd 39.402 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 142.955 Fannar SK 11 Landbeitt lína 3.092 Gammur SK 12 Rauðmaganet 680 Málmey SK 1 Botnvarpa 164.786 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 18.905 Alls á Sauðárkróki 330.418 Líf og fjör í Vörusmiðjunni Skagaströnd Ástæða heimsóknarinnar var að hluti af námskeiðinu fer fram í Vörusmiðjunni. Í þessari heimsókn var framkvæmd sýni- kennsla þar sem leiðbeinand- inn, Páll Friðriksson, fór í gegnum nokkra þætti matvæla- vinnslu t.d. fars- og pylsugerð. Útbúin voru sýnishorn af ýmsum spennandi vörum sem áhugavert verður að sjá hvort unnið verður með áfram. Þátttakendum námskeiðsins stendur síðan til boða að nýta heilan dag út af fyrir sig í Vörusmiðjunni án endurgjalds þar sem slíkt er innifalið í námskeiðinu. Fólk getur þannig nýtt kunnáttu sína til þróunar- starfs í eigin þágu sem við vonum að endingu muni skila sér í fjölbreyttara vöruúrvali fyrir okkur neytendur. /Fréttatilk. Nemendur Farskóla Norðurlands vestra, sem sækja námskeiðið Beint frá býli, komu í heimsókn í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fyrr í mánuðinum. Hluti nemanda Farskólans í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. MYND AÐSEND Mottumarshátíð í Miðgarði Dagskrá á vegum Kiwanisklúbbsins Drang- eyjar og Krabbameinsfélags Skagafjarðar Kiwanisklúbburinn Drangey og Krabbameinsfélag Skaga- fjarðar efndu á fimmtudaginn í síðustu viku til mottumars- hátíðar sem haldin var í Menningarhúsinu Miðgarði en Kiwanisklúbburinn fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Ýmis atriði voru á dagskrá hátíðarinnar, m.a. flutti María Reykdal, sálfræðingur, erindi um sálgæslu og sálfræðiaðstoð krabbameinssjúkra og Þor- steinn Þorsteinsson yfirlæknir á HSN á Sauðárkróki sagði frá speglunarverkefni sem HSN hefur staðið fyrir ásamt Kiwanisklúbbnum Drangey undanfarin ár og felst í því að öllum Skagfirðingum er boðið upp á fría ristilspeglun á 55 ára afmælisári þeirra. Gunnsteinn Björnsson afhenti formlega gjafabréf fyrir fullkomnum speglunartækjum sem notuð eru í því skyni og einnig viðurkenningar í þakklætis- skyni til aðila sem hafa staðið við bakið á klúbbnum og stutt við þau verkefni sem klúbb- urinn hefur staðið að. Má þar nefna, auk speglunartækjanna, tvær bifreiðar fyrir sambýli fatlaðra sem gefnar voru á 20 og 30 ára afmælum klúbbsins. Að lokum var gestum boðið að vera viðstaddir opna æfingu hjá Karlakórnum Heimi. /FE Hluti þeirra sem fengu viðurkenninga frá Kiwanisklúbbnum Drangey. MYND: SG 2 12/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.