Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 8
hún væri alveg með þetta í sér. Við Bokka gengum smalaveginn oft grýttan og brattan og minnist ég hennar af mikilli virðingu. Munum svo gott fólk að ánægðasta fólkið hefur ekki allt það besta heldur gerir það besta úr öllu. - - - - - - - Ég ætla að skora á Ásmund Óskar Einarsson í Grænuhlíð að koma með pistil. Nú lét ég plata mig. Að skrifa hugleiðingar sínar á blað er ákveðin áskorun þegar maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um. Nú myndi Zophonías vinur minn í Hnausum hnussa og segja: „Og þú sem ert alltaf kjaftandi.“ Að alast upp í sveit eru forréttindi, ég ólst upp á Snæringsstöðum í Svínadal í Svínavatnshreppi hinum forna. Við krakkarnir hlupum eða skoppuðum á milli bæja lékum svolítið á hverjum bæ og höfðum okkur svo hvert til síns heima fyrir kvöldið. Oft voru margir kílómetrar farnir yfir daginn hjólandi, labbandi eða skoppandi á tréskafti með hesthaus framan á, allt mjög hollt fyrir atorkusama krakka. Fullorðinsárin tóku við og fór ég að vinna á bæjunum í sveitinni því nám heillaði ekki sveitapjakkinn. En lífsins skóli er ekki síðri menntun en önnur ef svo má segja, alla vega ef maður hefur vit á að gera mistök og læra af þeim. Ég starfaði á mörgum bæjum og lærði sumstaðar hvernig á að gera hlutina og annars staðar hvernig á ekki að gera hlutina, en alls staðar var maður hjá góðu fólki. Og í dag er ég kominn á þann aldur sem kallarnir voru á þegar ég starfaði hjá þeim og sé nú að þeir voru ekki eins gamlir og manni fannst. Hundaáhuga hef ég haft frá unga aldri sem hefur magnast með árunum. Ungur að árum sá ég Einar á Mosfelli vinna með Border Collie tíkurnar sínar sem var hin gagnlegasta skemmtun. Besti vinur mannsins hefur fylgt manninum í gegnum súrt og sætt. Einstaklega skynugar skepnur hvort sem um ræðir blindrahunda, leitarhunda, fíkniefnahunda, fjárhunda sem og aðra hunda sem gegna því hlutverki að vera vinur mannsins í lífsins raunum. Þegar ég byrjaði sjálfur að búa gaf Ingi á Löngumýri mér tík sem ég skýrði Bokku og var hún mesti kosta gripur. Kenndi hún mér mun meira en ég henni. Gengum við Bokka saman í gegnum námskeið hjá Gunnari á Daðastöðum og sagði hann mér að læra af tíkinni því að ÁSKORENDAPENNINN Bjarki Benediktsson Breiðavaði Gerir það besta úr öllu UMSJÓN palli@feykir.is Bjarki Benediktsson og bestu vinir mannsins. MYND ÚR EINKASAFNI Fyrir skömmu skrifuðu Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands, og Arnrún Halla Arnórsdóttir, þá formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, undir samning um Landsmótið, sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar. Fór undirritunin fram í hálfleik er Stjörnumenn voru teknir í kennslustund af Tindastólsmönnum í Domino´s deildinni, 87:67 í Síkinu á Sauðárkróki. Markmið samningsins er að skilgreina sem best aðkomu allra aðila að mótahaldinu og segir Haukur mótið nokkuð breytt frá því sem verið hefur. „Þetta hefur verið þetta hefðbundna stóra landsmót sem UMFÍ hefur staðið fyrir en hefur verið í verulegri endur- nýjun lífdaga. Við höfum verið að reyna að færa okkur meira yfir á lýðheilsu- sviðið,“ segir Haukur. Haldnar eru keppnir í alls konar íþróttum og Íslandsmótum sem UMFÍ er ekki að sinna en hann segir að reynt verði að höfða til þeirra sem alla jafna eru minna í afreksmennskunni. „Hér ætlum við að bjóða fólki, hvort sem það er í afreksíþróttum eða bara almenningi, að koma og prófa, að það fái að reyna sig hér. Ég bind miklar vonir við að þetta nái að festa sig í sessi því að það Skrifað undir samstarfssamning vegna Landsmóts UMFÍ Fyrst og fremst skemmtilegt mót ríður á að fara að vinna í bættri lýðheilsu í landinu. Þetta er framlag UMFÍ til þess. Við höfum líka verið að vinna að því að fá sérsambönd og jaðaríþróttasambönd og hina og þessa einstaklinga, sem eru fagaðilar á sínu sviði í ákveðnum íþróttum, til þess að koma og standa með okkur að þessu. Ég er mjög bjartsýnn á að þetta verði skemmtilegt og þrep fram á við og að fólk fari að horfa meira til þess að hugsa um heilsuna, að lýðheilsa landsins verði betri,“ segir Haukur og leggur áherslu á að mótið eigi fyrst og fremst að vera skemmtilegt. /PF Ásta Björg Pálmadóttir, Haukur Valtýsson og Arnrún Halla Arnórsdóttir búin að rita nöfn sín á samning um Landsmótið á Sauðárkróki. MYND PF 8 12/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.