Feykir


Feykir - 21.03.2018, Síða 4

Feykir - 21.03.2018, Síða 4
AÐSENT : Arnrún Halla Arnórsdóttir skrifar Að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið Í tilefni 98. ársþings UMSS sem haldið var 10. mars síðastliðinn Ágætu Skagfirðingar! Markmið ungmennasambandins er að stuðla að auknu samstarfi aðildarfélaga, vinna að öðrum sameinginlegum hagsmunamálum þeirra og vera málsvari þeirra og tengiliður við UMFÍ og ÍSÍ. Sterk staða og traust til sam- bandsins skiptir því miklu fyrir allt íþróttalífið í firðinum. Ungmenna- samband Skagafjarðar er elsta starfandi ung- mennsamband landsins. Hlutverk þess hefur legið svolítið á milli hluta undanfarin ár en síðastlið ár leyfi ég mér að fullyrða að spítt hefur verið allverulega í. En betur má ef duga skal og nú er lag að allir standi saman. Þetta snýst nefnilega bara einfaldlega um það. Samtal og sam- vinnu, þar sem ábyrgðin er allra. Rekstargrundvöllur UMSS er við- kvæmur og halda þarf vel á spöðunum til að tryggja áframhaldandi uppbygg- ingu, aðildarfélögum og öllu sam- félaginu til heilla. Vil ég þar draga fram mikilvægi þess að hafa góðan fram- kvæmdastjóra, sem við erum svo heppin að hafa nú. Hann er gríðarlega mikilvægur sem stuðningsaðili, tengill og upplýsingagjafi fyrir öll aðildarfélög og sveitarfélögin hér í firðinum. Vil ég í því sambandi nefna að ný heimasíða sambandsins verður opnuð á næstu dögum og hvet ég alla til að kynna sér hana og starfsemina á www. umss.is. Um leið vil ég benda á að í sumar 12.–15. júlí verður haldið á Sauðárkróki Landsmót UMFÍ og Landsmót 50+. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi mót eru keyrð saman með breyttu sniði. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að taka þátt í að búa til nýja tegund af skemmtun, eina allsherjar íþróttaveislu þar sem áherslan verður á gleði og samveru, auk þess sem hægt er að koma og prófa margar nýjar íþróttagrein- ar. Leggur stjórn UMSS ríka á herslu á það við að- ildarfélög sín að þau kynni sér umgjörð mótsins og hvetji sína félagsmenn til að taka þátt sem og aðra í samfélaginu. Hægt er að kynna sér Landsmótið á heimasíðu þess www.landsmotid.is Ungmennasamband Skagafjarðar hefur ráðist í ýmis verkefni á árinu til að styrkja stoðir sambandsins og aðildarfélaga. Meðal stærri verkefnanna er undirbúningur viðurkenningarinnar Fyrirmyndarhérað ÍSÍ sem stefnt er á að félagið fái á Landsmótinu í sumar. Það felur í sér nákvæma kortlagningu og skýrar skilgreiningar á innviðum sambandsins og stjórnskipulagi, fjár- hagslegum rekstri og starfsumhverfi. Til að uppfylla þessi skilyrði - og löngu tímabært - var ráðist í að ganga frá samningi við sveitarfélagið Skaga- fjörð og Akrahrepp. Einnig til uppfyll- ingar skilyrða fyrirmyndarhéraðs - og líka löngu tímabært - var farið í að gera siðareglur, jafnréttisstefnu, forvarnar- og fræðslusefnu, félagsmálastefnu og umhverfisstefnu UMSS sem gildir fyrir öll aðildarfélög þess. Því til viðbótar gekk stjórnin í að gera viðbragðsáætlun UMSS vegna aga- eða ofbeldisbrota, eineltis, kyn- ferðislegrar og kyndbundinnar áreitni. Þar er einnig sérstök viðbragðsáætlun vegna agabrota sem eru brot gegn sér- merktum siðareglum og varðar iðk- endur eldri en 18 ára og þjálfara. Allsherjar viðbragðsáætlun fyrir íþróttafélög er til vinnslu í ráðuneyti íþróttamála og ákvað stjórn að bíða ekki eftir því heldur ríða á vaðið. Hægt verður þá að enduskoða áætlunina þegar frekari upplýsingar koma frá ráðuneyti. Þessar reglur, stefnur og áætlun fengu umfjöllun á ársþingi UMSS 2018 og eftir nefndaryfirferð og breytingar voru þær samþykktar samhljóma. Er það einlæg ósk stjórnar að öll aðildar- félög taki sig saman og sameinist um að marka þessa skýru stefnu í hegðunar- viðmiðum fyrir alla, iðkendur, þjálfara, starfsmenn, stjórnarmenn, foreldra og stuðningsmenn. Slíkt er mikilvægt til að styrkja stöðu sambandsins og aðildarfélaga sem forsvarsaðila íþrótta- starfs í Skagafirði. Fimmtudaginn 8. mars samþykkti byggðarráð sveitarfélagsins Skaga- fjarðar skilyrtan fjárstyrk til kynningar á siðareglunum, stefnunum og við- bragðsáætluninni auk útgjalda vegna frekari fræðslu til iðkenda og alls starfsfólks hvað varðar samskipti og samvinnu. Ráðist verður í þessa kynningu á næstu mánuðum til allra iðkenda, foreldra, þjálfara, starfsfólks, stjórnarfólks og stuðningamanna og mun þetta því skila sér hér út í samfélagið allt. Þetta verða ekki bara orð á blaði. Mikilvægi sterkrar íþróttamenning- ar fyrir allt samfélagið er óumdeilt. Til þess að slíkt verði að veruleika og viðhaldist þurfa allir að leggja sig fram. Þetta snýst fyrst og fremst um framtíð barnanna okkar. Hver þeirra lífsgildi og lífsgæði verða. Íþróttaiðkun hefur marg sannað sig, ekki einugis tengt betri heilsu, andlegri og líkamlegri, heldur ekki síður til þroska góðra mannkosta og virðingar fyrir öllum. Nú á Ársþinginu var gerð gangskör í að tryggja grunn þeirrar hugmynda- fræði sem starfsemi íþróttafélaga verður að byggja á til að markmið hennar skili sér til iðkenda og þeir geti stundað sínar íþróttir í öruggu um- hverfi sem einblínir á styrkleika hvers og eins, elur upp metnað og meðvitund um ábyrgð hvers og eins á hegðun sinni og gjörðum. Með orðum forseta vors og vernd- ara ungmennafélagshreyfingarinnar, Guðna Th. Jóhannessonar, vil ég þakka fyrir mig: „Andi UMFÍ er að einblína á að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið.“ Um leið óska ég nýjum formanni UMSS, Klöru Helgadóttur, velfarnaðar í starfi. Arnrún Halla Arnórsdóttir, fráfarandi formaður UMSS Rúnar Kristjánsson Í Kolkuósi Ég stend hér hljóður stundarkorn í sterku hugarljósi, sem leiðir til mín leiftur forn um líf í Kolkuósi. Í kringum þessar klappir hér var kaupstefna til forna. Og hugur minn hér myndir sér um mannlífstímann horfna. Menn segl við lok á sævarför að siglutoppum hófu, og hverjir öðrum sendu svör í sjómannstali grófu. Þeir fundu best á sjálfum sér að sæl var hvíld frá Ægi, að inn við hyl í ósnum hér var öruggt skipalægi. Og hér með elju unnið var við uppskipun á vörum. Og margur það frá borði bar sem bætti úr landans kjörum. Minn hugur nemur þys og þröng í þessu hafnar vari. Og viðskipti jafnt rétt sem röng í reikningslegu fari. Til ágóða menn sóttu um sæ og sinntu kaupmennskunni. En margur kom frá mörgum bæ sem miður brögðin kunni. Svo arðrán var hér oftast til og ýmsir vitlaust mældu. En ekki buðust betri skil og bændur mörgu hældu. Við misjöfn kjör býr mannlíf allt og margur til er refur. En sá á gengi verra en valt sem verslun enga hefur. Og þeir sem hingað sóttu um sæ með sína vöru í lestum, þeir færðu margt í bú og bæ sem björg var svo til flestum. Sú vara fullu verði greidd úr vöntun sárri leysti. Var heim með gleði á hestum reidd, á hana fjöldinn treysti. Svo áfram lifir staðreynd sterk sem styðja vottar margir, að gömul höfn, að gildi merk, hér glæddi líf og bjargir. Svo gott er það að gleyma ei þeim gusti er fór um hugi, er hingað sigldu af hafi fley og hér var allt á flugi. Hver tíð á sitt í sögu og gerð og setur mark í vörðu. Þar allt á sína yfirferð og ævi hér á jörðu. Og kaupstefna við Kolkuós var kostur liðins tíma. Nú annað líf til lands og sjós þarf lýður við að glíma! 4 12/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.