Feykir


Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 21.03.2018, Blaðsíða 7
ekki síst þegar Vestari-Jökulsá var þveruð á snjóbrúm. Enginn vill lenda ofan í henni enda fóru menn gætilega og komust heilir á leiðarenda. Skiptabakki er skáli Skaga- fjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4×4 og er staðsettur á Goðdala- fjalli í Hofsafrétt á Eyvindar- staðaheiði norðan Hofsjökuls. Þar var búið að fíra upp í eldavélinni og hita upp fyrir gesti sem gæddu sér á heitu kaffi og dásemdar kleinum. Skálinn er afskaplega vinalegur og sögur herma að margur hafi átt dásemdar stundir þar í gegnum tíðina. Eftir kaffið héldu menn af stað út eftir Goðdalafjallinu og í áttina heimleiðis. Gekk allt vel fyrir sig og komu allir bílar heilir heim sem á annað borð lögðu upp í ferðina þann daginn og afskaplega góð ferð að baki. Góður dagur að baki Undirritaður fór ekki með í túrinn daginn eftir en að sögn Benedikts Rúnars Egilssonar, formanns Skagafjarðardeildar var farið upp Goðdalafjall og vestur í Ströngukvíslarskála. Tókst sú ferð, líkt og fyrri daginn, mjög vel utan að einn bíll bilaði og var dreginn til byggða. Endaði dagurinn á mat og gleði í Miðgarði. Benedikt telur að um 40 jeppar hafi tekið þátt fyrri daginn en heldur fleiri voru þann seinni eða upp undir 70 bílar. Undirritaður þakkar öllum samfylgdina, og sérstaklega ferðafélaganum á Prinsinum, Unnari Egilssyni, sem keyrði sinn eðaljeppa eins og sannur fjallaferðalangur, af öryggi og gleði. Feðgarnir Bjarni Hörður og Halldór Bjarnason ásamt Unnari Egili og Stefáni Jóns. Frá þessari vörðu eru um 100 km út á Sauðárkrók. Veðrið lék við ferðalanga sem sleiktu sólina í Skiptabakka. Gerður var stuttur stans í Ingólfsskála. 12/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.