Feykir


Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 02.05.2018, Blaðsíða 1
17 TBL 2. maí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 3 BLS. 6 Kristín Sigurrós Einarsdóttir skrifar gagnrýni um sýningu Leikfélags Sauðárkróks Framúrskarandi frumsýning BLS. 10 Rætt við Sigfús Inga Sigfússon um atvinnulífssýninguna sem verður á Króknum um helgina Mikill áhugi hjá sýnendum Magdalena Berglind Björns- dóttir svarar Bók-haldinu Hefur alla tíð verið bókaormur BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Lista- og menningarhátíðin Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Ljósmyndasýning Gunnhildar Gísladóttur var opnuð af því tilefni, úrslit Vísnakeppni Safnahússins kynnt og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar afhent. Að þessu sinni var ákveðið að veita hjónunum Árna Stefánssyni, íþróttakennara, og eiginkonu hans, Herdísi Klausen, yfirhjúkrunarfræðingi, Samfélags- verðlaun Skagafjarðar árið 2018. Í ávarpsorðum Gunnsteins Björns- sonar, formanns atvinnu-, menningar-, og kynningarnefndar sveitarfélagsins kom fram að til marks um það frumkvöðlastarf sem þau hjón, Árni og Herdís, hafa unnið er að í dag þyki öllum sjálfsagt að skokka en þegar starf þeirra hófst þótti mögum skrítið að hlaupa um allt án sýnilegs tilgangs. Vísnakeppni Safnahússins hefur verið fastur liður Sæluvikunnar frá árinu 1976 og nýtur enn vinsælda. Úrslit keppninnar í ár voru kynnt á setningunni og voru veitt verðlaun annars vegar fyrir besta botninn og hins vegar fyrir bestu vísuna. Besta botninn að þessu sinni átti Ingólfur Ómar Ármannsson og bestu vísuna, eða öllu heldur vísurnar átti Jón Gissurarson. Farið verður betur yfir keppnina í næsta blaði. Húsfyllir var í Kakalaskála þar sem Einar Kárason sagði frá Gretti Ás- mundssyni og fór á kostum. Ágætis rennirí var á Grænumýrarfjöri sem og á Tónadansi Kristínar Höllu. Myndlist- arsýningar eru í Gúttó og Kaffi Krók, ljósmyndasýningar í Safnahúsi og Bakaríinu Mikil stemning var í Bifröst er Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi leik- ritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan á sunnudagskvöldið. Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er ómissandi þáttur Sæluvikunnar og nýtur mikilla vinsælda. Að þessu sinni var Guðni Ágústsson, fv, ráðherra, ræðumaður kvöldsins. Ýmislegt forvitnilegt er á boðstólum alla vikuna fyrir unga sem gamla og endar vikan á afmælishátíð Karla- kórsins Heimis þar sem 90 ára afmælis hans er minnst. Rúsínan í pylsuend- anum er svo Atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem fjöldi félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana kynnir starfsemi sína. /PF Sæluvika Skagfirðinga Gleði, söngur og menning Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2018 komu í hlut hjónanna Árna Stefánssonar og Herdísar Klausen. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.