Feykir - 09.05.2018, Blaðsíða 3
Lífið er núna á Skagaströnd
Leiklistardeild Höfðaskóla
setur upp leikrit í fullri lengd
Leiklistardeild Höfðaskóla
á Skagaströnd frumsýnir í
kvöld, miðvikudag 9. maí,
klukkan 20:00 gamanleikinn
Lífið er núna í Fellsborg á
Skagaströnd. Leikritið heitir
á frummálinu You Can’t Take
It With You og var skrifað
árið 1936 af þeim George S.
Kaufman og Moss Hart. Það
hefur verið sýnt áratugum
saman í Bandaríkjunum
og verið með vinsælustu
verkum þar úti fyrir
skólauppsetningar.
Ástrós Elísdóttir þýddi verkið
en að hennar sögn hefur það
ekki verið sýnt oft hér á landi
þó það hafi verið þýtt á íslensku
fyrir 63 árum síðan og hafi
orðið úr hjá leikhópnum að
nýta ekki þá þýðingu heldur
ráðast í nýja.
Leikritið segir frá fjölskyldu
Marteins Kvaran sem lifir
áhyggjulausu lífi í New York á
fjórða áratug síðustu aldar en
lífsstíllinn stingur í stúf við
venjur á þeim tíma. Þegar
yngsta dóttirin, Lísa, hefur hug
á að trúlofast syni kaupsýslu-
manns, Tomma Waage, reynir
á hvort hinar ólíku fjölskyldur
geti samlagast. Auk fjölskyldu-
meðlima blandast ýmsar
persónur í málið og meðal
annars koma við sögu sprengjur
og flugeldar, drukkin leikkona,
slöngur, Skattinnheimta ríkis-
ins, rússneskur ballettkennari,
rannsóknarlögreglan, flámælt-
ur gullgrafari og stórhertoga-
ynja.
Þetta er í þriðja sinn sem
leiklistardeild Höfðaskóla setur
upp leiksýningu að vori og fara
allir nemendur 8.-10. bekkjar
með hlutverk í sýningunni.
Sem fyrr er það Ástrós
Elísdóttir sem leikstýrir en
áður hefur hún sett upp með
Höfðaskóla söngleikina Allt er
nú til og Mamma Mia og hlutu
þeir frábærar viðtökur.
Sem fyrr segir er frum-
sýning í kvöld klukkan 20:00
og önnur sýning verður á
föstudag, 11. maí, einnig
klukkan 20:00. Miðaverð er
2.000 krónur fyrir fullorðna og
1.000 krónur fyrir grunn-
skólanema. Einungis er tekið á
móti reiðufé. /FE
Lyfjaendurnýjun
www.hsn.is
Frá og með 2. maí 2018 verður einungis
tekið á móti beiðnum um lyfjaendurnýjun á
HSN Sauðárkróki á milli kl. 12:30 og 13:30
alla virka daga í síma 455 4020.
Einnig mælum við eindregið með
að fólk endurnýi lyf sín í gegnum
https:/www.heilsuvera.is
Vinsamlegast kynntu þér málið á heimasíðu
okkar hsn.is/saudarkrokur
Ársreikningur Blönduós-
bæjar 2017 var tekinn
til fyrri umræðu á fundi
sveitarstjórnar Blönduós-
bæjar fyrir skömmu.
Arnar Árnason, frá KPMG
sat fundinn og fór yfir
ársreikninginn og útskýrði
helstu liði hans.
Rekstartekjur námu 1.000
milljónum króna en fjárhags-
áætlun með viðaukum gerði
ráð fyrir tekjum upp á 930
milljónir króna. Rekstargjöld
voru 889 milljónir króna, fjár-
magnsgjöld voru 32 milljónir
króna og niðurstaða úr rekstri
er hagnaður A og B hluta að
upphæð 22 milljónir króna en
fjárhagsáætlun með viðaukum
gerði ráð fyrir 11 milljóna
króna. Eigið féð Blönduósbæjar
í árslok 2017 nam 720 millj-
ónum króna samkvæmt efna-
hagsreikningi.
Skuldir án skuldbindinga
eru 92,8%, skuldir og skuld-
bindingar 117,9% og skulda-
viðmið skv. reglugerð 104%.
/PF
Hagnaður A og B hluta 22 milljónir
Ársreikningur Blönduósbæjar
Margir komu að kynna sér Landsmótið
Sauðárkrókur verður lagður undir íþróttaveislu í sumar
Vorfundur UMFÍ var haldinn á Sauðárkróki á föstudagskvöld og fyrri part laugardags dagana
4. – 5. maí. Á vorfundinn mættu um sextíu fulltrúar sambandsaðila UMFÍ frá öllu landinu ásamt
starfsfólki. Á föstudeginum fóru þau Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, yfir Landsmótið sem verður á Sauðárkróki í sumar.
Þetta er nýtt mót á vegum UMFÍ. Mótið er sannkölluð íþróttaveisla. Það er opið öllum, 18 ára og
eldri, sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur séu skráðir
í ungmennafélag eða yfir höfuð í íþróttafélag. Þessi breyting gerir það að verkum að mótið er
opið vinahópum, fjölskyldum, íþróttafólki og alls konar fólki sem hefur gaman af því að hreyfa
sig. Sú nýbreytni hefur líka verið tekin upp að dagskránni er skipt í fjóra flokka; kepptu, láttu
vaða, leiktu þér og skemmtu þér. Það er einmitt láttu vaða sem er ein af nýju áherslunum en
þar geta þátttakendur Landsmótsins fengið tækifæri til að prófa fjölda íþróttagreina eða fengið
kennslu og kynningu í þeim. Mótsgestir geta valið hverju þeir taka þátt í og sett sitt eigið mót
saman.
Á Landsmótinu á Sauðárkróki er slegið saman tveimur mótum, Landsmótinu og Landsmóti UMFÍ 50+
og verður þetta stærsta mótið fyrir fimmtíu ára og eldri sem haldið hefur verið.
Meiri upplýsingar um Landsmótið er að finna á vefsíðunni www.landsmotid.is
18/2018 3