Feykir - 09.05.2018, Síða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Körfubolti : 9. flokkur stúlkna
Kræktu í silfur
Stelpurnar í 9.flokki
körfuknattleiksdeildar
Tindastóls hlutu silfurverð-
laun á Íslandsmótinu sl.
sunnudag er þær lutu í lægra
haldi gegn Grindavík.
Á laugardag lögðu þær lið
Njarðvíkur 43-42 í undan-
úrslitaleiknum en mættu svo
ofjörlum sínum daginn eftir
þegar Grindavík vann 59:27.
Engu að síður frábær árangur
hjá Stólum sem áttu sæti Í
A-riðli allt tímabilið.
Þjálfari stúlknanna er Chris
Caird en hans verður sárt
saknað næsta tímabil þar sem
hann mun taka við þjálfun 1.
deildarliðs Selfoss Körfu (áður
FSu) fyrir komandi tímabil.
Ásamt því að þjálfa meistara-
flokk félagsins mun Chris
einnig sjá um þjálfun unglinga-
flokks félagsins og aðstoða
þjálfara akademíunnar. /PF
Silfurverðlaunahafar 9.fl.kvk. á Íslandsmóti yngri flokka.
MYND AF FB SÍÐU UNGLINGARÁÐS
Nú eru fótboltamenn og
-konur farin að eltast við
boltann um víðan völl.
Meistaraflokkur karla hjá
Tindastóli lék sinn fyrsta leik
í 2. deildinni þetta sumarið
á laugardag og var leikið við
lið Gróttu á Vivaldivellinum
á Seltjarnarnesi fyrir framan
80 áhorfendur. Ekki fóru
strákarnir neina frægðarför
suður að þessu sinni og
máttu sætta sig við 5-2 tap
í slagveðri en það var þó
ekki fyrr en á lokametrunum
sem Gróttumenn tryggðu
sigurinn.
Arnar Helgason kom
Gróttu yfir á 17. mínútu og
Axel Harðarson bætti öðru
marki við fjórum mínútum
síðar. Konni Sigga Donna,
fyrirliði Tindastóls, minnkaði
muninn í 2-1 í uppbótartíma
fyrri hálfleiks en Sölvi
Björnsson bætti við marki fyrir
Gróttu á 60. mínútu. Benjamín
Gunnlaugarson minnkaði
muninn í 3-2 á 79. mínútu en
Júlí Karlsson bætti við fjórða
marki Gróttu á 83. mínútu og
Jóhannes Hilmarsson innsigl-
aði sigur Seltyrninga í upp-
bótartíma.
Lið Tindastóls er nú að
mestu skipað heimamönnum
og eftir því sem Feykir kemst
næst eru engar stórbreytingar
framundan þó eitthvað eigi
eftir að bætast í hópinn. Það
eru Bjarki Már Árnason og
Guðjón Örn Jóhannesson sem
þjálfa liðið en strákunum er
ekki spáð góðu gengi í sumar.
Vonandi blása þeir á allar spek-
ingaspár líkt og í fyrrasumar.
Þá fór það alveg framhjá
Feyki í öllum hasarnum í
kringum körfuboltann að
Tindastólsmenn féllu úr leik í
Mjólkurbikarnum nú seinni
partinn í apríl og var það
kannski ágætt því Stólarnir
töpuðu 7-1 á Húsavík fyrir
sprækum Völsungum.
Þá töpuðu Stólastelpurnar
viðureign sinni gegn Gróttu í
mjólkurbikar kvenna 3 – 2 sl.
sunnudag og duttu þar með úr
keppninni. /ÓAB
Fótbolti
Tap fyrir Gróttu í fyrsta leik
18/2018 5
Sigfús Ólafur Guðmundsson / gítar og söngur
„Fyrsta platan með Ásgeiri
Trausta finnst mér alveg frábær“
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Sigfús Ólafur er maður nefndur
og er Guðmundsson. Hann er af
1986 árgerð og býr í Túnahverfinu
á Króknum en starfar sem trygg-
ingasali hjá Vátryggingafélagi
Íslands. „Ég er fæddur og upp-
alinn í Neskaupstað, þar sem
lognið hlær svo dátt. Ég er
sonur hjónanna Guðmundar H.
Sigfússonar og Ásrúnar B. Sveins-
dóttur. Ég er einn af þessum
innfluttu í Skagafirði. Fór í skóla til
Reykjavíkur og kynntist þar stúlku
úr Skagafirði sem sannfærði mig
um að þar væri gott að búa,“ segir
Sigfús fjallbrattur.
Hann segist eiga mjög auðvelt
með að læra á hljóðfæri, æfði lengi
á trompet á yngri árum en hefur
einnig lært á gítar og söng og það
eru hans aðal hljóðfæri í dag. „Ég
er einnig partýfær á píanó, bassa,
trommur og þríhorn,“ segir Sigfús og
glottir en aðspurður um helstu afrek
sín á tónlistarsviðinu segir hann:
„Ætli það sé ekki þegar hljómsveit
sem ég var í á yngri árum náði
lagi inn á Svona er sumarið 2006.
Einnig hef ég tekið þátt í Söngkeppni
framhaldsskólanna og svo náði ég
í 35 manna úrslit í þriðju seríu af
íslenska Idolinu.“ Ekki slæmt.
Hvaða lag varstu að hlusta á? – Ég
var að enda við að hlusta á lagið
Scars með James Bay
Uppáhalds tónlistartímabil? Ég
á ekki neitt eitt uppáhalds tímabil
heldur finnst samblanda af öllum
tímabilum skemmtileg.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? Einföld tónlist
með góðu grúvi, svona „minna er
betra“ fílingur í lögunum
Hvers konar tónlist var hlustað á
á þínu heimili? Það var ekkert rosa-
lega mikið verið að hlusta á tónlist
á mínu heimili svona í minningunni
allavega. Ætli foreldrar mínir hafi ekki
reynt að njóta þagnarinnar þegar ég
var ekki að æfa mig á trompet eða
systir mín á þverflautu.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér? Fyrsta platan sem
ég man eftir að hafa keypt mér
sjálfur var held ég Pottþétt 9. Þar
var að finna hið geysivinsæla lag
Vöðvastæltur með Landi og sonum
sem heillaði mikið á þessum tíma.
Hvaða græjur varstu þá með? Ég var
með Sony græjur með innbyggðum
geislaspilara og segulbandstæki.
Þær eru meira að segja ennþá í
notkun heima hjá foreldrum mínum.
toppurinn
Vinsælast á Playlista
Sigfúsar Ólafs:
Can´t Hold Us
MACKLEMORE
& RYAN LEWIS
Heimförin
ÁSGEIR TRAUSTI
Sunny Day in June
JÓN JÓNSSON
Scars
JAMES BAY
Love Love Love
OF MONSTERS AND MEN
Little Lion Man
MUMFORD & SONS
Hvert var fyrsta lagið sem þú
mannst eftir að hafa fílað í botn?
Man eftir að þegar pabbi keypti
fyrsta geislaspilarann okkar þá
keypti hann geisladiskinn „Bandalög
5“. Þar var að finna lagið Ferð án
enda með hljómsveitinni SúEllen.
Það er fyrsta lag sem ég man eftir að
hafa fílað alveg í botn.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn? Það er í raun ekkert eitt lag
en það er ákveðið 80's sánd sem ég
gjörsamlega get ekki. Svona þungir
synthar og léleg tölvuhljóð. Siggi Hlö
er snillingur að finna þessi lög og
spila í þættinum hjá sér
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað
læturðu hljóma í græjunum til að
koma öllum í stuð? Öll góð partý
byrja á „Þorparanum“ með Pálma
Gunnars og félögum og svo fylgja á
eftir fleiri lög í þeim dúr.
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu helst
heyra? Ég er mikið að hlusta á
þægilegt gítarpopp þessa dagana.
James Bay, Ed Sheeran, Ásgeir
Trausti, John Mayer, Jón Jónsson,
Friðrik Dór, Mumford & Sons og
fleiri eru líklegir að rata í Sonos
hátalarann á sunnudagsmorgnum.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella þér
á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða
tónleika og hvern tækirðu með
þér? Ed Sheeran í Róm væri alveg
mjög spennandi ferð. Ég myndi að
sjálfsögðu bjóða kærustunni með.
Hvað músík var helst blastað í
bílnum þegar þú varst nýkominn
með bílpróf? Ég var mikið að hlusta
á amerískt háskólarokk á þessum
tíma í bland við íslenska tónlist. Ég
átti alla diskana með Blink 182 og
hlustaði mikið á þá. Einnig var oft
blastað Sálinni Hans Jóns míns og
Skítamóral.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera? Í raun ekki
neinn einn listamaður sem hefur haft
mestu áhrifin á mig. Ætli fjölbreytnin
hafi ekki haft mest áhrif á mig.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út? Það eru
tvær plötur sem koma upp í hugann
og báðar ekkert svo gamlar. Fyrsta
platan með Ásgeiri Trausta (íslenska
útgáfan) finnst mér alveg frábær og
einnig fyrsta platan með Of Monsters
and Men. Þessar tvær plötur get ég
hlustað á endalaust án þess að fá
leið á þeim.
Sigfús í Túnahverfinu. Svo er hann nýorðinn pabbi. MYND ÚR EINKASAFNI