Feykir - 09.05.2018, Page 6
Verkefnið hefur verið unnið
samkvæmt aðferðarfræði
upplýsingalíkana mannvirkja
(Building Information Model-
ing - BIM) og aðferðafræði
vistvænnar hönnunar. Stefnt
er að því að byggingin verði
vottuð sem vistvænt mannvirki
samkvæmt alþjóðlega vottunar-
kerfinu BREEAM. Útboðsgögn
voru gerð aðgengileg á vef
Ríkiskaupa þann 2. maí og
verða tilboðin opnuð hjá Ríkis-
kaupum, þriðjudaginn 15. maí
kl.11:00 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Verkinu skal vera að fullu lokið
30. september 2019.
Að sögn Aðalsteins Þor-
steinssonar, forstjóra Byggða-
stofnunar, mun nýtt húsnæði
stórbæta aðstöðu hennar til
að sinna hlutverki sínu og
verður í reynd bylting að
því er varðar vinnuaðstöðu
starfsmanna. „Lögð er áhersla
á að húsnæðið sé allt bjart og
fallegt, að efniviður sé sem
náttúrulegastur og að loftgæði,
hljóðvist og umferð öll sé
með sem þægilegasta móti.
Vinnuaðstaða starfsmanna
verður að langmestu leyti í
opnum rýmum, en þó þannig
að hvert starfssvið hefur sitt
vinnusvæði.“ Aðalsteinn segir
að ákvörðunin um að byggja
eigið húsnæði fyrir stofnunina
á Sauðárkróki eigi sér langan
aðdraganda og var ekki auðsótt
mál. Segir hann marga hafa
lagt þar hönd á plóg. „Leitast
hefur verið við að haga hönnun
hússins þannig að vandað sé
til verka og að það sómi sér vel
í umhverfi sínu og henti vel
þeirri starfsemi sem þar á að
fara fram í nútíð og framtíð og
sé sveigjanlegt á þann veg að
stofnunin geti vaxið og dafnað,“
segir Aðalsteinn.
Gert er ráð fyrir nokkrum
mismunandi rýmum sem
svara þörfum starfsmanna fyrir
mismunandi vinnuform, t.d.
næðisrými, þar sem fólk getur
unnið einsamalt að tilteknum
verkefnum sem krefjast mikillar
einbeitingar, teymisrýmum,
örfundarýmum, stórum og
smærri fundarrýmum, síma-
rýmum, og notalegu starfs-
mannarými. Þá er einnig gert
ráð fyrir að í húsinu verði
svokallaðar snertistöðvar þar
sem hægt verður að bjóða starfs-
mönnum annarra stofnana
tímabundna vinnuaðstöðu
þegar á þarf að halda. Aðstaða
til að taka á móti gestum til
lengri eða styttri funda án þess
að það trufli aðra starfsmenn
við störf sín batnar verulega.
Aðalsteinn segir að stefnt
sé að því að byggingin verði
vottuð sem vistvænt mannvirki
samkvæmt alþjóðlega vott-
unarkerfinu BREEAM sem
er staðall sem verið sé að
innleiða í vaxandi mæli
fyrir íslenskar byggingar.
„Hús Byggðastofnunar á
Sauðárkróki yrði fyrsta bygg-
ingin hér á Króknum sem
fengi slíka vottun. BREEAM
vottun bygginga horfir til
umhverfismála við hönnun,
efnisval og framkvæmd hús-
bygginga og tengsla þeirra
við nærumhverfi sitt þar
sem leitað er leiða til að bæta
gæði bygginga og umhverfis
þeirra. Reynslan sýnir einnig
að það er til þess fallið að auka
verðmæti byggingarinnar og
lækka kostnað við rekstur og
byggingarframkvæmdir þegar
litið er til lengri tíma.“
Lán í sögulegu
hámarki
Ársfundur Byggðastofnunar
var haldinn fyrir skömmu
en þar kom fram að rekstur
Byggðastofnunar hafi gengið
vel á síðasta starfsári og er
það fimmta árið í röð sem
stofnunin er rekin með hagn-
aði. „Það bendir til vandaðra
vinnubragða, ekki síst þegar
litið er til þess að Byggðastofn-
un hefur engar þjónustutekjur
né vaxtamunartekjur af
innlánum og er auk þess
ætlað að lána til verkefna
sem aðrar lánastofnanir vilja
UMFJÖLLUN
Páll Friðriksson
Byggðastofnun byggir eigið húsnæði á Sauðárkróki
Byggingin vottuð sem vistvænt mannvirki
Séð framan á nýja byggingu Byggðastofnunar. Ábær fjær og Pósthúsið lengst til hægri.
MYNDIR FRÁ BYGGÐASTOFNUN
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar
hefur auglýst eftir tilboðum í verkið „Byggðastofnun –
nýbygging“ , Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða
jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að
utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m2 á tveimur
hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
helst ekki lána til, og helst
á lægri vöxtum. Það er þó
mikilvægt að hafa í huga að
þegar litið er til hlutverks og
tilgangs lánastarfseminnar
þá er ekki hægt að reikna
með því að rekstur hennar
skili árvissum hagnaði, en
langtímamarkmiðið er að
niðurstaða rekstrar sé sem næst
núllpunkti,“ segir Aðalsteinn.
Hann segir eftirspurn eftir
lánum frá Byggðastofnun vera í
sögulegu hámarki nú, ekki síst
í landbúnaði og ferðaþjónustu.
„Það er líka ánægjulegt að
sjá nýsköpun af ýmsu tagi
skjóta rótum í atvinnulífi
landsbyggðanna. Það er
mikilvægt því vandi fjölmargra
byggðarlaga hefur ekki síst legið
í einhæfni atvinnulífs, auk þess
að vera of háð einu eða fáum
tiltölulega stórum fyrirtækjum
á viðkomandi svæði. Þetta
er nú mjög að breytast. Þeir
dagar þar sem lífsafkoma heils
byggðarlags nánast hangir á
afkomu einnar fiskvinnslu eða
rækjuverksmiðju eru góðu
heilli nánast liðnir undir lok,“
segir Aðalsteinn að lokum.
Bygging Byggðastofnunar séð frá hlið.
Inngangur. Byggingin séð aftan frá (vesturhlið).
6 18/2018