Feykir


Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 6
Upphafið að samstarfi þessara þriggja kvenna var sú hugmynd að þær gerðu eitthvað með húsdýrin sín og byðu heim á býli. Í framhaldi af því sóttu þær um styrk í Uppbyggingarsjóð SSNV og vörðu styrknum til að láta hanna bæklinga, setja upp skilti og búa til ratleik sem nær til allra þriggja bæjanna. Auk þess voru stofnaðar síður á samfélagsmiðlum.. Sauðfé í Sölvanesi Þegar fólk pantar heimsókn á bæina fær það ákveðið tímaplan í hendur yfir það á hvaða tíma er tekið á móti því á hverjum stað. Hver bæjanna þriggja stendur fyrir eitthvert dýr. Eydís og fjölskylda hennar er með fjárbúskap. Hún sýnir gestum sínum fjárhúsin og segir þeim frá hringrásinni árið um kring á sauðfjárbúinu, hvar ærnar beri og hvað taki svo við, bendir á fjallið þar sem ærnar ganga á sumrin og segir frá göngum og réttum. Í fjárhúsunum er hún einnig með ýmsa hluti sem tengjast búskapnum fyrr og nú s.s. heynálar og brennijárn sem notuð voru til að merkja féð. Á sumrin eru oftast einhverjir heimaalningar til að sýna gestum og einnig er Eydís með Border Collie hund og sýnir gestum hvernig hann vinnur. Einnig fá gestir að sjá og klappa kanínum og ketti og sjá hænurnar á bænum. Gestum er svo boðið í kaffi og segir hún að mörgum erlendum gestum þyki skemmtilegt að fá að koma inn á íslenskt heimili. Þar sýnir hún fólki myndir af svæðinu frá mismunandi árstímum og bækur með ýmsum fróðleik varðandi sauð- fjárbúskap. Áhugasvið fólks er misjafnt, sumir eru forvitnir um land og þjóð, aðrir spyrja um landbúnaðinn vítt og breitt, enn aðrir bara um sauðféð. Mikið UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Á þremur bæjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa bændurnir tekið sig saman og reka undir sama merki ferðaþjónustu þar sem boðið er heim á bæina og er samheiti fyrir staðina þrjá „The Icelandic farm animals“. Bæirnir sem hér um ræðir eru Sölvanes, Lýtingsstaðir og Stórhóll sem standa með stuttu millibili við veg númer 752, um 20 kílómetra inn af Varmahlíð. Blaðamaður heimsótti konurnar þrjár sem að verkefninu standa, þær Eydísi Magnúsdóttur í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli og forvitnaðist um hvað þær hefðu upp á að bjóða. Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum Boðið á bæi í Lýtings- staðahreppi er um vel menntað fólk sem hefur til dæmis áhuga á að fá að vita um gagnagrunna fyrir búfé, um líffræðilega eiginleika sauðkindarinnar og að bera saman við önnur lönd eða sauðfjárkyn. Eydís segir að alltaf sé gaman að benda á hver sé sérstaða íslensks landbúnaðar. Í Sölvanesi er rekin heima- gisting í eldra íbúðarhúsinu en foreldrar Eydísar byrjuðu með hana árið 1990. Á bænum er hægt að kaupa afurðir frá bú- inu. Hestar og torfhús á Lýtingsstöðum Á Lýtingsstöðum eru hestarnir í öndvegi þó þar séu vissulega fleiri dýr, s.s. hundar og kindur. Þau hjónin hafa boðið upp á hestaferðir í 18 ár, bæði Í fjárhúsum í Sölvanesi. Máni Baldur Mánason, Eydís Magnúsdóttir og Lilja Haflína Þorkelsdóttir. MYNDIR: FE Evelyn á Lýtingsstöðum við „gamla“ hesthúsið. Sigrún á Stórhóli gefur geitunum sínum. Sölvanes. 6 23/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.