Feykir


Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 3
Hestar Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal fyrir helgi en þar fór fram vorsýning kynbótahrossa. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum í dag. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra. Þráinn er fæddur árið 2012, undan Álfi frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum, eigandi hans og ræktandi er Jaap Groven. Hesturinn hefur verið sýndur alls fimm sinnum, fjögra vetra hlaut hann hæst 8,38 í aðaleinkunn, fimm vetra bætti hann um betur og hlaut 8,69 í aðaleinkunn og nú hefur hann eins og fram hefur komið, bætt heimsmetið fyrir hæstu aðaleinkunn, 8,95. Sýnandi hestsins nú eins og áður er Þórarinn Eymundsson en Þórarinn sýndi einmitt líka Þórálf frá Prestsbæ. Þórarinn hefur því sýnt tvo hæst dæmdu hesta heims sem er einstakur árangur. Einnig er áhugavert að benda á það að Þórálfur er, eins og Þráinn, undan Álfi frá Selfossi og eru því Álfssynir númer 1 og 2 í heiminum í dag. /PF Heimsmeistarinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og Þórarinn Eymundsson á hressilegu tölti. MYND: SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR 23/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.