Feykir


Feykir - 27.06.2018, Síða 10

Feykir - 27.06.2018, Síða 10
Skagafjörður Skin og skúrir á Lummudögum Það var nóg um að vera í Skagafirði nú um liðna helgi, enda Lummudagar, Landsbankamót og eitt og annað í boði. Megindagskrá Lummudaga er jafnan á laugardegi og oft hafa Skagfirðingar verið heppnir með veðrið en svo var varla að þessu sinni því talsvert rigndi. Þeir voru þó margir sem létu rigninguna ekki á sig fá og kíktu í gamla bæinn á Króknum. Á íþróttavellinum fór Landsbankamótið fram þar sem stúlkur í 6. flokki spiluðu fótbolta af miklum móð bæði í sól og regni. Á Hofsósi var dagskrá til heiðurs Bill Holm og verður sagt frá henni í næsta Feyki. /ÓAB Grilltjald íbúa á verðlaunagötunni frá í fyrra, Hólmagrund, fór á hvolf í rokinu á fimmtudagsmorgni. Allt fór vel að lokum. MYND AF FB Þrátt fyrir regnið var vænn hópur mættur í gamla bæinn á Króknum til að upplifa og njóta. MYND: LUMMUDAGAR Á FB Regnhlífin var hið mesta þarfaþing á markaðnum á laugardag. MYND: LUMMUDAGAR Á FB Þessi tók sér smá hlé frá Landsbankamótinu og sat einbeittur með sinn Svala og brauð og naut blíðunnar. MYND: ÓAB Nú um helgina var haldið upp á 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd. Á hátíðinni voru sýnd verk fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur, ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem nú dvelja á Skagaströnd. Blaðamaður Feykis kíkti í heimsókn og barði sýninguna augum á sunnudag. Þar mátti sjá 80 listaverk, ljósmyndir, málverk og teikningar og ýmislegt annað og voru flest listaverkin til sölu. Auk þess var boðið upp á kaffi og köku. Það var gaman að koma í Nes listamiðstöð og skoða hvað þeir ólíku listamenn sem þar dvelja eru að fást við og mælir Feykir með heimsókn þangað. /ÓAB 10 ára afmælishátíð Nes listamiðstöðvar Margt brallað á Skagaströnd Gestir skoða sýninguna og rabba við listafólkið. Hluti listafólksins sem nú dvelur í Nes listamiðstoð. MYNDIR: ÓAB Úr leik Tindastóls og Kormáks á sunnudagsmorgni. MYNDIR FRÁ LANDSBANKAMÓTI: ÓAB FH-ingar brosa breitt eftir að hafa skorað gegn stúlkum úr Breiðabliki. Leikmaður Fram athugar hvort ekki sé í lagi með andstæðing úr Fjölni eftir að hafa óvart dúndrað boltanum í andlitið á henni. Þessar tvær stöllur úr liðum HK og Víkings voru ekki á þeim buxunum að gefa hvorri annarri þumlung eftir. Þórsarar hafa betur í baráttunni um boltann í fjörugum leik gegn Vesturbæingum úr KR. Teikningar af steinum í bakgrunni. Binni Júlla (t.v.) og Unnur Magg ásamt franska listamanninum Jérémy Pailler sem sýndi myndir af þekktum byggingum svífandi í norðlensku landslagi. 10 25/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.