Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 1
27 TBL 11. júlí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 9 Feykir lítur við hjá ferðaþjón- ustuaðilum á Lónkoti Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð BLS. 4 Skiptinemi í Bandaríkjunum Þroskandi lífsreynsla 4. deild karla Sigur hjá Kormáki/Hvöt Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Landsmóti hestamanna í Reykjavík lauk sl. sunnudag með glæsibrag þar sem riðið var til úrslita í flestum keppnisgreinum. Skagfirðingar stóðu sig með prýði og er stiklað á stóru um það á baksíðunni. Á laugardagskvöldið völdu áhorfendur Ræktunarbú ársins. Þar heilluðu hrossin þeirra Mette Moe Mannseth og Gísla Gíslasonar í Þúfum í Skagafirði sem uppskáru hina eftirsóttu viðurkenningu. Þeir sem hafa hug á því að taka þátt í ræktunarbússýningu á Landsmóti sækja um það fyrirfram og voru ellefu bú skráð til keppni. Hvert bú fær átta mínútur til að sýna ræktunarhross sín á vellinum og ráða eigendur sjálfir hversu mörg hross og hvað viðkomandi sýnendur gera inni á vellinum. Þulir kynna hrossin og ræktunarstefnu hvers bús fyrir sig og svo eru það áhorfendur sem kjósa í símakosningu, þ.e. brekkan ræður. Að þessu sinni heilluðust áhorfendur af ræktun Þúfnabænda og Þúfur er ræktunarbú ársins Telur að galdurinn að baki góðri ræktun séu úrvals hryssur segir Mette það hafa verið mjög ánægjulegt. Hún segir að þau hafi verið með óvenju stóran hóp, alls 14 hross, og fengu þau fjölskyldu og vini til að sýna hrossin með sér. „Það skiptir máli að hafa góða knapa með sér og ég held að hrossahópurinn hafi verið vel samstæður. Það voru margir sem töluðu um það að það væri ákveðið „snitt“ á hrossunum,“ segir Mette. En hver skyldi vera galdurinn á bak við góða ræktun? „Ég held að galdurinn sé að hafa góðar hryssur. Þú getur alltaf nálgast góða stóðhesta en við höfum verið svo heppin að hafa bæði góðar hryssur og stóðhesta og notað marga góða hesta sem við höfum kynnst við tamningar og sýningar. Mörg okkar hross eru undan hrossum sem við höfum sýnt fyrir aðra,“ segir Mette en hún telur það einnig skipti máli að þekkja jafnvel ömmurnar og afana og vita hvaða styrkleika hægt er að rækta fram. „Fyrir mig skiptir það máli að þekkja vel til. Ég held aldrei undir hest sem ég hef ekki séð, alveg sama hvað hann er hátt dæmdur. Tölurnar skipta mig í rauninni ekki máli, fyrst og fremst vil ég þekkja hestinn. Ef ég þekki hann ekki vil ég alla vega fá að sjá hann.“ Að sögn Mette skiptir uppeldi ungviðisins miklu máli upp á framhaldið. Að þau hafi gott atlæti og að setja hrossin á afrétt skiptir máli. „Þau styrkjast og verða sterkari hestar af því. Síðan er það úrvinnslan þ.e. tamningin. Við leggjum mikið upp úr því að vanda okkur við hana. Af því að við þekkjum foreldrana þá vitum við hvernig við getum nálgast hvern grip fyrir sig. Við náum kannski að gera vel úr hverjum hesti vegna þess að við höfum tamið allt í kringum hann,“ segir Mette að lokum. Feykir óskar þeim hjónum til hamingju með glæsilegan árangur. /PF Mette Mannseth og Gísli Gíslason í Þúfum kampakát eftir frábæra sýningu á Landsmóti hestamanna. MYNDIR: ÓÐINN ÖRN JÓHANNSSON. FYRIR HEYSKAPINN Eigum til tinda og hnífa í flestar gerðir heyvinnuvéla, einnig slöngur og dekk með eða án felgu. & 453 8888 NETFANG velaval@velaval.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Mette Mannseth á fallegum gæðingi á Landsmótinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.