Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 9
Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn. Starfsemina í Lónkoti má rekja allt aftur til ársins 1990 þegar foreldrar Júlíu, Jón Torfi Snæbjörnsson og Ólöf Ólafsdóttir, opnuðu ferðaþjónustu í gömlu fjárhúsunum á bænum sem þau höfðu breytt í gistiheimili. Þau létu ekki þar við sitja og fimm árum síðar bættist svo veitingastaðurinn við þar sem áður var fjós og haughús. Samhliða var vígður minnisvarði um listamanninn Sölva Helgason sem fæddur var á Fjalli í Sléttuhlíð en myndir eftir hann prýða veggi staðarins og eru þær sannkölluð listaverk. Nú hafa Jón og Ólöf dregið sig út úr rekstrinum og er hann nú í höndum Júlíu og Þorgils. Nýta allt sem veiðist og vex Allir réttir á matseðlinum í Lónkoti eru matreiddir úr hráefni úr héraði og er UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð. Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum: Lónkot Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð staðurinn aðili að Matarkistu Skagafjarðar og einnig að Slow Food. Júlía segir það alla tíð hafa verið haft að leiðarljósi í matseldinni að nýta allt sem veiðist og vex í nærumhverfinu. Sem dæmi um mat sem er á boðstólum má nefna ferskan þorsk úr firðinum, lunda, á þeim tíma sem hann er veiddur, silung og fjallalamb, afurðir úr rabarbara, bláber og grænmeti úr eigin garði. Einnig nýta þau margs kyns blóm og jurtir sem vaxa villt í náttúrunni sem krydd og meðlæti, svo sem fíflablöð og hundasúrur, blóðbergið sem vex villt út um allt og er bæði fallegt og bragðgott og ekki má gleyma túnsúrukrapís og fjóluís sem framleiddur er á staðnum. Í Lónkoti er lögð áhersla á að baka og elda allan mat frá grunni og eru réttirnir á matseðlinum að nokkru leyti mismunandi eftir tímabilum, allt eftir því hvaða hráefni standa til boða hverju sinni. Hægt er að taka á móti 16 manns í gistingu í Lónkoti, í fjórum tveggja manna herbergjum, einu þriggja til fjögurra manna og svo er þar fimm manna fjölskyldusvíta. Einnig stendur til boða að tjalda og fá þeir tjaldgestir sem kaupa sér mat á veitingastaðnum frítt á tjaldstæðinu. Í Lónkoti hefur alla tíð verið rekin menningartengd ferðaþjónusta og lögð mikil rækt við að tengja hana við sögu svæðisins. Eins og áður var nefnt hefur Sölva Helgasyni alltaf verið gert þar hátt undir höfði en einnig er á staðnum minnisvarði um landnámsmanninn Höfða- Þórð sem nam land á svæðinu. Eins er þar minnismerki um hina fjölkunnugu Ólöfu í Lónkoti sem gerði sér til gamans að glettast við hinn göldrótta nágranna sinn, Hálfdán prest í Felli, sem tjaldhringurinn á túninu í Lónkoti, Hálfdánarhringur, dregur nafn sitt af. Af nógu er að taka vilji fólk njóta náttúrunnar á svæðinu. Bærinn stendur nánast í fjöruborðinu og eru góðar gönguleiðir meðfram ströndinni og þá er Þórðarhöfðinn stutt frá vilji fólk leggja upp í lengri gönguferðir. Opið er í Lónkoti frá því í byrjun maí og til loka septembermánaðar. Júlía og Þorgils bera fram girnilega rétti úr skagfirsku hráefni. MYND: FE Fjóluís, heimatilbúinn úr fjólum sem vaxa villtar í náttúrunni við Lónkot. MYND: AÐSEND Lónkot í Sléttuhlíð. Málmey í bakgrunni. MYND: FE Landsmótið hefst á Sauðárkróki Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12. - 15. júlí 2018. Íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi. Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Að sjálfsögðu verður margt í boði fyrir mótsgesti yngri en 18 ára. Landsmótið er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir vinahópa, starfsmannahópa, stórfjölskylduna eða endurfundi af ýmsu tagi. Á Landsmótinu er tilvalið að styrkja tengslin við vini og vandamenn í góðum félagsskap, hreyfa sig, njóta samverunnar og gleðjast saman. Þátttakendur mótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttgreina í bland við götu- og tónlistarveislu. Saman munu gestir Landsmótsins skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins. Þeir sem skrá sig til leiks búa til sína eigin dagskrá. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á sama stað og á sama tíma. Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Helstu keppnisgreinar verða á sínum stað og verða margfalt fleiri keppnisgreinar, viðburðir og önnur afþreying í boði en verið hefur áður. Á föstudagskvöldið verður götupartí og tónlistarveisla í Aðalgötunni kl. 19:00 – 23:00. Auddi og Steindi, hljómsveitin Albatross og Sverrir Bergmann ásamt gestum sjá um frábæra skemmtun. Aðgangur er ókeypis. Á laugardagskvöldið verður mikil skemmtanaveisla. Kl. 19:30-23:00 verður matarveisla, skemmtun og dans í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Boðið verður upp á veisluhlaðborð úr Matarkistu Skagafjarðar. Veislustjórar verða Gunnar Sandholt og María Björk Ingvadóttir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Miðaverð 5.900 kr. eða 4.900 kr. fyrir landsmóts þátttakendur. Seinna á laugardagskvöldinu verður svo ball ársins, en Páll Óskar kemur í íþróttahúsið og sér um fjörið. Húsið opnar á miðnætti og aldurstakmarkið er 18 ár. Miðaverð er 3.900 kr. eða 3.000 kr. fyrir þátttakendur á landsmótinu. Hægt er að skrá sig á landsmót og kaupa aðgang að öllum viðburðum landsmótsins á https://www.landsmot.is www.landsmotid.is Landsmótið ÍÞRÓTTAVEISLA FYRIR ALLA SAUÐÁRKRÓKUR 12. - 15. JÚLÍ 2018 27/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.