Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 6
eftir, ásamt öllu hinu,“ segir Margret Rún. Hún tók einnig virkan þátt í íþróttalífi skólans en hún spilaði fótbolta, æfði Crossfit og tennis. Margret Rún var að koma heim úr skólanum á milli kl. 17 og 19 og átti þá allt heimanám eftir. „Ég kannski lagði mig svona fimm sinnum á meðan ég var úti,“ segir hún og hlær. „Ég fór út áður en skólinn byrjaði til að ná úrtökuvikunni fyrir knattspyrnuliðið,“ útskýrir Margret. „Í fjóra daga vorum við á stífum æfingum, frá mánudegi til föstudags, og síðasta daginn vorum við látnar spila fótbolta og fékk ég svo í kjölfarið upplýsingar um hvort ég hefði komist í aðalliðið,“ segir Margret Rún. Knattspyrnuliðunum er skipt í tvennt, aðalliðið (e. Varsity Team) þar sem eru einstaklingar sem eru á efri árunum í skólanum og/eða þykja framúrskarandi í knattspyrnu og svo aukaliðið (e. Junior Margret Rún, átján ára stúlka, uppalin á Blönduósi, tók þá ákvörðun á síðasta ári að fara sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Margret dvaldi hjá einstæðri móður og tveimur dætrum hennar í litlum smábæ, á amerískan mælikvarða, Eugene, á vesturströnd Bandaríkjanna. Áhugi Margretar á að fara sem skiptinemi hefur alltaf blundað í henni en móðir hennar, Magdalena Berglind Björnsdóttir, dvaldi sem skiptinemi í Bandaríkjunum fyrir um þrjátíu árum síðan. „Skiptinemasystir mömmu heimsótti okkur fjölskylduna árið 2016 og þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru að fara sjálf sem skiptinemi,“ segir Margret Rún. Henni þótti það svo frábært að þær byggju hvor í sinni heimsálfunni, hefðu búið saman fyrir þrjátíu árum og væru enn að hittast með reglulegu millibili. Margret Rún fór út á vegum Global Horizons en þau samtök eru þekkt fyrir að vera áhugasöm um íþróttafólk og aðstoða nemendur við að komast í skóla þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af íþróttum. „Ég vissi af einum frá Sauðárkróki sem hafði farið með þessum samtökum, Pálma Þórssyni. Ég hafði nokkrum sinnum samband við hann og fékk upplýsingar um reynslu hans sem skiptinema.“ Margret Rún dvaldi hjá einstæðri móður, Kristi Bryant, og tveimur dætrum hennar, Taylor sem er sautján ára og Ryan sem tíu ára. „Þær voru nýfluttar í annað hverfi þegar ég kom, svo það var lítið um hús í nágrenninu en þegar ég flutti var þetta bara orðið fullbyggt hverfi,“ útskýrir Margret Rún. Fjölskyldulífið var aðeins frábrugðið því sem hún átti að venjast. Skiptinemamóðir hennar vann hjá bandaríska hernum við móttöku nýrra hermanna og vann oft um helgar í þjálfunarbúðum. Á sunnudögum voru vikulegu þrifin tekin og svo var farið í kirkju. „Ég held að ég hafi aldrei farið eins oft í kirkju á einu ári,“ segir Margret Rún og hlær. Taylor og Margret Rún gengu í sama skólann og tók það þær um tuttugu mínútur að keyra í skólann á hverjum degi. Mæðgurnar höfðu búið í öðru skólahverfi og hefðu þær átt að ganga í annan skóla en fengu undanþágu til að sækja sinn gamla skóla áfram. „Taylor var í kór og þurfti því stundum að vera mætt í skólann kl. 7 á morgnana, ég reyndi þá bara að nýta tímann í að læra heima,“ segir Margret Rún. Skólakerfið frábrugðið því íslenska Skólakerfið er aðeins frábrugðið því sem við á Íslandi eigum að venjast. Skólastigin úti eru fleiri en á Íslandi. Margret Rún stundaði nám í Willamette High School, en þar er blanda af nemendum, sambærilegum 9. og 10. bekk á Íslandi ásamt tveimur fyrstu árunum í framhaldsskóla. Skólinn er almenningsskóli og nemendafjöldinn er frá 1.200 til 1.500 nemendur. Heimavinnan var töluvert meiri en hún átti að venjast úr íslensku skólakerfi. „Við vorum kannski að vinna tvö verkefni í tíma, fengum svo tvö önnur verkefni til að leysa heima og mæta með daginn VIÐTAL Lee Ann Maginnis Margret Rún Auðunsdóttir, fædd og uppalin á Blönduósi, dvaldi sem skiptinemi í bænum Euguene, Oregon, í Bandaríkjunum, og flutti heim aftur nú í júnímánuði eftir ársdvöl úti. Margret tók virkan þátt í félagsstarfi skólans ásamt því að sinna náminu vel en hún útskrifaðist með hæstu einkunn allra nemenda í útskriftarárganginum. Blaðamaður Feykis settist niður með Margreti og ræddi við hana um dvölina. Margret Rún. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Skiptinemi í Bandaríkjunum Þroskandi lífsreynsla Margret Rún ásamt liðsfélögum sínum. Team) þar sem yngri nemendur skólans eru ásamt þeim sem ekki komast í aðalliðið. Einnig eru dæmi um að nemendur komist ekki í liðin. Margret komst í aðalliðið og var þar markmaður en var einnig útileikmaður. „Ég hef verið markmaður síðustu ár en þar sem við vorum fjórir markmenn benti ég þjálfaranum mínum á að ég gæti einnig spilað aðrar stöður ef þyrfti,“ segir Margret Rún. Veðrið var mjög gott þarna og fóru fótboltaæfingarnar oft fram í miklum hita. „Einn daginn var um 30 stiga hiti og svo bætast við nokkrar gráður vegna gervigrassins. Við vorum að taka spretti á einni æfingunni og ég fann bara að ég var að líða út af. Sem betur fer hafði þjálfarinn minn fengið viðvörun um að ég væri ekki vön svona hita, svo ég gat sest niður og fengið mér vatn,“ segir Margret. Margret Rún spilaði með liðinu mest allt tímabilið, sem varir frá ágúst og til októberloka. Undir lokin varð hún að taka sér frí frá fótboltanum þar sem hún fékk heilahristing á æfingu. Gott eftirlit er með höfuðmeiðslum í skólanum og þurfa allir þeir sem ætla sér að stunda íþróttir undir merkjum skólans að undirgangast rannsóknir í upphafi tímabils. Þar eru m.a. viðbrögð og minni kannað sem er svo notast við aftur ef nemendur verða fyrir höfuðmeiðslum. Framúrskarandi nemandi Í lok tímabilsins hlaut Margret Rún svo viðurkenningu fyrir að vera sá leikmaður sem veitt hefði mestan innblástur en hún var dugleg að hvetja liðsfélagana af hliðarlínunni. „Ég gat meira að segja kennt þeim nokkur atriði, m.a. það að rétta upp hönd þegar við áttum boltann ef hann rataði út af,“ segir Margret. Liðsfélagar Margretar tóku svo upp á því að kalla þetta „The Margret“, því þetta var lítt þekkt áður en Margret Rún kom til liðs við þær. Ásamt því að fá viðurkenningu í fótboltanum fékk hún einnig viðurkenningu 6 27/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.