Feykir


Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 3
Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum Styrkir til 22 verkefna Þann 22. ágúst var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga en veittir voru styrkir til 22 verkefna. Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sagði í upphafi athafnarinnar að þótt styrkirnir væru ekki háir væru þeir vonandi eitthvað sem kæmi í góðar þarfir og væri um leið viðurkenning á því menningarstarfi sem viðkomandi er að vinna. „Ég hef stundum sagt að menning sé allt sem gerir lífið bærilegra og það er skýring sem hugnast mér ákaflega vel,“ sagði Bjarni. Hann og Efemía Björnsdóttir afhentu styrkina en Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni. Auk þeirra sitja í stjórn sjóðsins þau Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir. Að lokinni afhendingu styrkjanna tóku nokkrir styrkþeganna til máls og þökkuðu fyrir þann stuðning og velvilja sem þeirra framtaki væri sýnt með stuðningi sjóðsins. /FE Efemía Björnsdóttir og Bjarni Maronsson afhenda Gísla Árnasyni, formanni Karlakórsins Heimis, styrk. MYND: FE Jakar reyna afl sitt Norðurlands Jaki ársins er Ari Gunnarsson Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað. Keppnin hófst á Blönduósi á fimmtudag þar sem keppt var í drumbalyftu en þaðan var ferðinni heitið til Skagastrandar og háð keppni í að kasta yfir vegg. Næsta dag var haldið til Sauðárkróks og keppt í rétt- stöðulyftu en seinna um daginn spreyttu kapparnir sig í víkinga- pressu og myllugöngu. Keppni lauk svo á laugardag í Dimmu- borgum en keppnisgreinarnar þann daginn nefndust fram- hald og réttstöðuhald. Níu kraftajötnar börðust um að verða Norðurlands Jaki og lauk keppni þannig að Ari Gunnarsson bar sigur úr býtum með 54 stig. Í öðru sæti varð Sigfús Fossdal með 50,5 stig og Óskar P. Hafstein í því þriðja með 44,5 stig. Feykir kíkti á kappana þar sem þeir reyndu sig í rétt- stöðulyftu við Safnahús Skag- firðinga og smellti af nokkrum myndum. Byrjunarþyngdin var aðeins 270 kíló og lauk keppni þannig að Ari Gunnarsson og Sigfús Fossdal urðu jafnir í fyrsta sæti með lyftu upp á 400 kíló. /FE Fleiri myndir má sjá á Feykir.is Hér lyftir Ari Gunnarsson 400 kílóum í réttstöðulyftu. MYND: FE Björgunarsveitafólk frá Blöndu og Húnum Á hálendisvaktinni Undanfarin ár hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekið svokallaða Hálendisvakt á sumrin og felst verkefnið í því að halda úti gæslu og aðstoð á hálendinu. Auk Landsbjargar standa Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður að vaktinni. Í sumar var vakt allan sólarhringinn í Landmanna- laugum, Nýjadal á Sprengisandi, Drekagili norðan Vatnajökuls og einnig var viðbragðsvakt í Skaftafelli. Á Húna.is er sagt frá því að í síðustu viku hafi aðilar frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi og Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga staðið hálendisvaktina ásamt félögum úr Kili, Dagbjörtu og einum Norðmanni sem starfar sem lögreglumaður í heimalandinu auk þess að vera meðlimur í Rauða krossinum í Osló. Nokkuð var um útköll, segir á Húna.is, þó þau hafi reyndar verið í lágmarki, en að sjálfsögðu er æskilegast að þau séu sem allra fæst þrátt fyrir það að útköllin auki reynslu félaganna af björgunarstörfum við mis- jafnar aðstæður. Meðan hópurinn var að störfum fylgdi honum kvik- myndatökufólk sem myndaði flest það sem gert var á vaktinni en verið er að gera heim- ildamynd um hálendisvaktina. Myndin, sem verður í sex þáttum, verður sýnd í vetur. /FE Hópurinn sem var á vakt fyrri hluta vikunnar MYND: HÚNI.IS 32/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.