Feykir


Feykir - 29.08.2018, Page 10

Feykir - 29.08.2018, Page 10
Sigríður Bjarney Aadnegard hefur búið á Blönduósi frá barnsasldri og starfað þar lengst af, fyrst sem leikskólakennari en síðar sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri. Nú er hún að hefja sitt áttunda ár sem skólastjóri við Húnavallaskóla. Hún hefur alltaf verið áhugasöm um lestur og segist hafa lært að lesa með því að fylgjast vel með þegar bróðir hennar, tveimur árum eldri, lærði þá list. Frá því að Sigríður var fimm ára og las Gagn og gaman spjaldanna á milli hefur hún farið höndum um allnokkrar bækur, bæði til eigin ánægjuauka og einnig segir hún að áhugasviðið í námi hennar til kennslurétt- inda hafi verið læsi og lestrar- kennsla. „Áhugi á bóklestri hefur þó sveiflast,“ segir Sigríður, „það hafa verið tíma- bil sem ég hef lítið lesið en með aldrinum gef ég lestri og bókagrúski meiri tíma.“ Sigríður á tvö barnabörn sem búa erlendis. „Við notum Skype mikið til samskipta sem er dásamleg uppfinning fyrir ömmur, ég kalla mig stundum ömmu-Skype,“ segir Sigríður sem les stundum fyrir barna- börnin í gegnum Skype og hef- ur bók Vilborgar Dagbjarts- dóttur, Alli Nalli og tunglið, verið afar vinsæl í þeim sögustundum. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? -Ég átti allar Öddu bækurnar og las þær oft. Kátu bækurnar voru líka í uppáhaldi sem og bækurnar um Siggu og skessuna í fjallinu. Fyrsta stóra bókin sem ég las gæti hafa verið Kapítóla eða Pollýanna. Hvers konar bækur lestu helst? -Ég les helst skáldsögur bæði íslenskar og erlendar, einnig les ég fræðibækur sem tengjast starfi mínu. Plöntuhandbókin og fuglahandbókin eru alltaf við hendina. Ég hef líka gaman af að lesa ljóð en geri það sjaldnar. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina?-Tvær gamlar konur eftir Velmu Wallis kemur fyrst í huga minn, yndisleg bók með góðan boðskap. Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman er gullmoli. Karitas og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur eru stórkostlegar ég gat ekki lesið neitt í nokkrar vikur eftir að ég las þær. Hverjir eru þínir uppáhalds- rithöfundar og hvers vegna? -Einar Már Guðmundson og Einar Kárason segja bara svo vel og skemmtilega frá. Arto Paasilinna er líka frábær höfundur, það er mjög hugmyndaríkur, fyndinn og ýtir alltaf við manni. Hvaða bók/bækur eru á náttborðinu hjá þér þessa dagana? -Hvít fiðrildi sem ég fékk lánaða hjá tengdamömmu minni, Mindset, skrifuð af Carol Dweck sem er þróunar- sálfræðingur, einnig er bókin Gæfuspor - gildin í lífinu aldrei langt frá mér, Gunnar Hersveinn skrifar. Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? -Ég hef verið fastagestur á Héraðbókasafni Húnvetninga en eftir að við settum upp skiptibókahillu í vinnunni næ ég mér oftast í lesefni þar. Áttu þér uppáhaldsbókabúð? -Nei ekki neina uppáhalds en get dvalið ansi lengi í bóka- búðum. Hvað áttu margar bækur í bókahillunum heima hjá þér? -Um 800 bækur, svo eigum við annað eins í kössum. Hvað kaupirðu eða eignast að jafnaði margar nýjar bækur yfir árið? -Kannski svona þrjár. Eru ákveðnir höfundar/bækur sem þú færð „alltaf“ í jólagjöf? -Einar Már Guðmundsson. Hefur þú heimsótt staði sem tengjast bókum eða rithöf- undum þegar þú ferðast um landið eða erlendis? -Já ég hef heimsótt og skoðað sögusvið Önnu í Grænuhlíð. Einnig skoðaði ég húsið þar sem Anna Frank og fjölskylda földu sig fyrir nasistum. Ógleymanleg heimsókn og átakanleg. Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? Gæfuspor - gildin í lífinu eftir Gunnar Hersvein. Sigríður Bjarney. MYND ÚR EINKASAFNI ( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is Les Alla Nalla og tunglið fyrir barnabörnin gegnum Skype Sigríður Bjarney Aadnegard á Blönduósi / skólastjóri í Húnavallaskóla Bækurnar á náttborðinu. MYND ÚR EINKASAFNI Þjálfaraskipti hjá Tindastól Siggi Donna kemur í stað Gauja Guðjón Örn Jóhannsson hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun meistaraflokks karla og hefur nú þegar hætt störfum. Guðjón var samningslaus við félagið og hefur því engar kvaðir gegn því. Það skal tekið fram að þetta er gert í samkomulagi milli Guðjóns og stjórnar og er alfarið hans ákvörðun. Bjarki Már Árna- son mun áfram sinna þjálfun mfl. kk. honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Sigurður Halldórsson – Siggi Donna. Stjórnin vill þakka Guðjóni fyrir hans framlag og starf í þágu félagsins á undanförnum árum og óskar honum alls hins besta. /FRÉTTATILKYNNING Sigurður Halldórsson, Siggi Donna. MYND:AF FACEBOOK. 2. deild karla : Vestri – Tindastóll 1-1 Stólarnir nældu í gott stig Átjánda umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin sl. laugardag og fengu Stólarnir það strembna verkefni að heimsækja Vestra á Ísafirði. Þrátt fyrir að spila einum færri megnið af leiknum náðu Stólarnir í dýrmætt stig í fallbaráttunni en lokatölur voru 1-1 og liðið fór upp í 10. sæti deildarinnar og því ekki lengur í fallsæti. Snemma leiks átti Konni aukaspyrnu sem hafnaði í stönginni eftir viðkomu í vanarvegg Vestramanna. Fyrsta mark leiksins kom á 14. mínútu en þá fengu heimamenn á Ísafirði víti eftir að Andrew Pew átti hörkuskot eftir hornspyrnu en Arnar Skúli var svo óheppinn að verja með tilþrifum með hendinni – sem hefði verið í lagi væri hann markvörður. Dómar- inn dæmdi víti og sýndi Arnari Skúla rauða spjaldið þrátt fyrir nokkrar mótbárur. Sergine Modou Fall skoraði úr spyrn- unni en Santiago var hársbreidd frá því að verja. Eftir rúmar 20. mínútur var lukkan með Stólunum þegar heimamenn skutu boltanum í þverslá en þaðan fór boltinn í Santiago markvörð en snúning- urinn á boltanum var Úrúgvæanum hliðhollur því hann snérist af marklínunni og í hendurnar á Santiago. Hann dúndraði boltanum umsvifa- laust út í sjó þar sem Hólmar Skúla lá meiddur á vellinum. Heimamenn voru frekar súrir þar sem þetta var þriðji boltinn sem fór í sjóinn þegar þarna var komið í leiknum. Hugað var að Hólmari utan vallar en leikurinn fór í gang á ný og Stólarnir náðu að koma boltanum á Konna sem sendi fram hægri kantinn þar sem Arnar Ólafs missti af boltanum. Vestramenn sendu þvert inn á miðjuna þar sem Stefan Lamanna kom askvað- andi og stal boltanum, lék inn á vítateig Vestra og sendi laglega fyrir markið þar sem Arnar var mættur og potaði boltanum í markið. Þetta gerðu Stólarnir á meðan þeir voru níu á vellinum. Leikmenn Vestra pressuðu í síðari hálfleik en leikmenn Tindastóls gáfu hvergi eftir og fögnuðu að lokum sætu stigi á erfiðum útivelli. Vel að verki staðið, ekki síst í ljósi þess að liðið var án Bjarka þjálfara og varnartrölls sem tók út leikbann. Næsti leikur Tindastóls verður á Fáskrúðsfirði en þá verða fimm leikmenn í leikbanni. /ÓAB Arnar Ólafsson jafnar fyrir Tindastól eftir sendingu Lamanna. SKJÁSKOT 10 32/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.