Feykir


Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 6
Friðrik og Björg, mér að koma yfir í þeirra fyrirtæki þar sem ég varð aðstoðarmaður yfirmanna í einhvern tíma. Fyrirtæki þeirra var í ýmiss konar hugbúnaðarþróun eins og margir vita, t.d. í vírus- vörnum, ritvilluvörn o.fl. Þá fóru hlutirnir að snúast miklu meira yfir í þessa viðskiptatengdu hluti. Þar kviknaði áhuginn á þeim málum sem og að mennta mig á þessum sviðum. Ég fór til Skotlands í MBA nám í Stirling og lauk því árið 2002. Þegar ég kom til baka fór ég strax í starf sölu- og markaðsstjóra hjá Friðriki Skúlasyni,“ útskýrir Sigfús. Síðar fór hann í ferð til Rúmeníu og Búlgaríu á vegum fyrirtækisins en með í þeirri ferð var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og átti það eftir að venda starfsferlinum. „Hugsunin var að opna skrifstofu í öðru hvoru landinu því við vorum með fólk í vinnu frá þessum svæðum og Búlgarar voru mikið í tölvuveirubransanum. Nokkrum mánuðum síðar hringdi Valgerður í mig og bauð mér starf hjá sér, að gerast aðstoðarmaður ráðherra á meðan hennar fastráðni aðstoðarmaður var í fæðingarorlofi. Ég fór þangað inn í nokkra mánuði og varð svo síðar starfsmaður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í dálítinn tíma. Síðar, þegar Valgerður varð utanríkis- ráðherra, bauð hún mér starf sem aðstoðarmaður sinn þar og ég ákvað að fylgja henni þangað,“ segir Sigfús. Í kjölfarið hellti hann sér út í frekari frama í pólitísku starfi þar sem honum var boðin staða framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Því starfi gegndi hann frá árs- byrjun 2007 til loka árs 2009 en þá var kominn tími á breytingar. „Þegar þar var komið vorum við konan eiginlega komin með nóg af pólitíkinni. Það hafði blundað í okkur lengi að flytja norður og ég var til dæmis búinn að fá landskika hjá foreldrum mínum þar sem við ætluðum okkur að reisa sumarbústað í Stóru-Gröf. Við höfðum í dálítinn tíma á undan verið að horfa eftir atvinnu, hvort sem væri í Eyjafirði Sigfús Ingi býr í Stóru-Gröf syðri á Langholti í Skagafirði, kvæntur Laufeyju Leifsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu. Hún vinnur í fjarvinnu með aðstöðu á Sauðárkróki, Eyfirðingur að uppruna. Til gamans má geta þess að Feykir tók viðtal við hana í síðasta jólablaði. Þau hjón eiga þrjú börn, elstur er Leifur Benedikt sem er í Menntaskólanum á Akureyri, næsti heitir Steinar Óli og er í 9. bekk í Varmahlíðarskóla og Sigurbjörg Inga er yngst, 8 ára og þar af leiðandi í 3. bekk. Sigfús er gegnheill Stað- hreppingur þar sem hann ólst upp í Stóru-Gröf syðri í stórum systkinahópi en alls eru þau níu. Hann gekk í barnaskólann í Melsgili sem enn var við lýði á þeim tíma og svo lá leiðin í Varmahlíðarskóla. Eftir að grunnskóla lauk fór Sigfús í Menntaskólann á Akureyri og svo eins og hjá mörgum öðrum lá leiðin suður í háskóla. Þar lauk hann námi í sagnfræði í HÍ en lagði hana þó ekki fyrir sig sem starfsvettvang. „Eftir nám söðlaði ég um og fór að vinna hjá Friðriki Skúlasyni og Decode í ættfræðigagnagrunni hjá Íslendingabók. Var þar í tvö ár en þá buðu þau hjón, VIÐTAL Páll Friðriksson Sigfús Ingi Sigfússon tók við sem sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar þann 22. ágúst síðstliðinn. Áður gegndi hann starfi verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði sveitarfélagsins og er flestum hnútum kunnugur í starfsemi þess. Feykir settist niður með Sigfúsi Inga fyrsta starfsdaginn og forvitnaðist örlítið um hann sjálfan, námið, pólitíkina og að sjálfsögðu nýja starfið. Sigfús Ingi Sigfússon er nýtekinn við sem sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar. MYND: PF Viðtal við Sigfús Inga nýráðinn sveitarstjóra í Sveitarfélaginu Skagafirði Framtíðin er björt Fjölskyldan á fermingardegi Steinars Óla í vor í Reynistaðarkirkju. MYND ÚR EINKASAFNI 6 32/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.