Feykir


Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 4
M I N N I N G Hún var Langhyltingur í móðurætt með rætur frá bæ til bæjar. Stóru- Seylu, Syðra Skörðugili, Glaumbæ, Stóru-Gröf allt norður til Ögmundar- staða undir Staðaröxlinni. Í föðurætt- ina úr vestanverðu héraðinu m.a. af Valadalsættinni eldri. Föðuramma Möggu var fædd á Hólum í Hjaltadal. Margrét Guðvinsdóttir var því Skag- firðingur í húð og hár að langfeðra tali. Afi hennar, Björn á Stóru-Seylu bóndi þar frá 1904 og til dánardægurs, missti fyrri konu sína Steinvöru úr berklum en þeirra sonur var Jón tónskáld á Hafsteinsstöðum og stjórnandi karlakórsins Heimis í áratugi. Síðari kona Björns var Margrét Björnsdóttir, fædd 1881 á Syðra Skörðugili, alsystir Ingibjargar húsfreyju á Halldórs- stöðum, móður Björns Gíslasonar, Efemíu og Halldórs. Margrét Björns- dóttir bjó með Salóme móður sinni á Skörðugili, Holtskoti 1887-98, Stóru- Seylu 1898-1903 síðast í Glaumbæ er hún varð seinni kona Björns á Stóru- Seylu. Þau eignuðust þrjú börn, elst var Steinvör Lovísa ætíð kölluð Lóa í Seylu, móðir Margrétar yngri. Margrét Björnsdóttir var grönn og hávaxin, teinrétt og sópaði að henni. Stjórnsöm húsfreyja enda fylgdu heimilinu á Stóru-Seylu mikil gestrisni og rausn. Björn var oddviti í 36 ár og hreppsstjóri í 21 ár með yfirbragð sveitarhöfðingja. Lovísa Björnsdóttir og Guðvin Jónsson hófu sambúð á Seylu á fjórða áratug síðustu aldar. Sambúðin varð þó stutt, fáein ár, en þau eignuðust þrjú börn og var Margrét þeirra elst. Hún varð eftir hjá Margréti ömmu sinni á Seylu er Lóa flutti í Krókinn og hóf þar fljótlega greiðasölu sem stóð í fjölda mörg ár og hún var þekkt fyrir. Magga ólst því upp með ömmu sinni og afa á Seylu, en afi hennar féll frá er hún var átta ára gömul. Magga erfði marga góða kosti ömmu sinnar sem hún bjó að allt lífið enda heimilislífið á Seylu stórbrotið um margt. Margrét á Stóru-Seylu varð fjörgömul, dó tæp- lega níræð að aldri. Fyrst man ég eftir Möggu Guðvins er hún var fermd 1949 frá Glaum- bæjarkirkju. Svo var hún skyndilega komin undir sama þak og ég á Freyjugötu 34 í gömlu Voninni. Gullfalleg þroskuð unglingsstúlka. Margrét gamla á Seylu hafði litið til með föður mínum allt frá því hann missti móður sína 1927. Þorbjörg móðir pabba og Margrét höfðu verið vinir frá unglingsárunum. Trygglyndi Margrétar á Seylu lagði grunninn að samskiptum frá manni til manns og allt til dagsins í dag má rekja þessa þræði. Síðla árs 1947 kom gjörvilegur piltur frá Hofsósi í hús foreldra minna og hreiðraði um sig á norðurloftinu. Hann hét Björn Guðnason, einstakur mannkosta maður. Það var heimilinu mikil gæfa að hafa hann Bubba Guðna undir sama þaki. Á norðurloftinu var hann lengstum en um tíma í her- berginu gegnt eldhúsinu á miðhæð- inni en flutti á miðju ári 1953 með konuefnið sitt Möggu, Lóu í Seylu, 18 ára gamla fullþroska stúlku sem var tilbúin að stofna með honum heimili og fjölskyldu. Þar með hófst 40 ára farsæl sambúð. Trygglyndið og vinátta Bubba og Möggu við foreldra mína og okkur bræðurna á Freyjugötunni hélst óslitið meðan lífið entist. Lóa móðir Möggu sýndi sama trygglyndið við fjölskyldu mína. Það voru sterkar ræturnar af Langholtinu og ekki síðri mann- kostirnir utan af Höfðaströndinni. Það verður aldrei að fullu metið né þakkað að eiga slíka sjóði mannkosta og velvildar samferðarmannanna. Magga og Bubbi byrjuðu sitt heimilishald á loftinu í verslunarhúsi K.G. í Kristjánsklauf þá í eigu Sigga Siff, síðar í Sælandi nyrst í Freyjugötu. Þá voru þau í húsi Sigvalda Bergs á Ægisstígnum þar til þau fluttu í hús sitt að Hólavegi 22 sem Bubbi byggði og varð heimili þeirra beggja allt til leiðarloka. Þau hjónin voru mjög félagslynd og vinamörg og virk í samfélaginu á Króknum. Magga var ötul í kvenfélaginu, ómissandi þátttakandi þar. Guðvin eða Vini eins og hann var kallaður átti heimili hjá Margréti dóttur sinni til æviloka. Mikill geðprýðismaður góður skák- maður og lengi vegagerðarmaður hjá KotaValda. Samband Möggu við Lovísu móður sína var mikið og gott og Bubbi var stoð og stytta Lóu. Margrét Guðvinsdóttir varð mikil ættmóðir, eignaðist glæsilega afkom- endur, barnabörn og barnabarnabörn. Magga hélt vel utan um hópinn sinn svo lengi sem stætt var. Bubbi eiginmaður hennar féll frá eftir erfið veikindi enn á góðum aldri. Nokkru síðar hóf Magga sambúð með Hauki Björnssyni sem var ekkill frá Bæ á Höfðaströnd, dugmikill atorkumaður og samlíf þeirra Möggu var með ágætum. Að leiðarlokum þakka ég órofa vináttu og tryggð um áratuga skeið en konan mín og Magga áttu áratuga samleið að kvenfélagsmálum og saman voru þær í kaffiklúbbnum „Jónunum“ til fjölda ára. Margrét Guðvinsdóttir frá Stóru-Seylu, síðar Króksari í nærri sjö áratugi, auðgaði sitt samfélag um sína daga. Hennar verður lengi minnst. Niðjum hennar og ættingjum öllum eru færðar dýpstu samúðarkveðjur. Hörður Ingimarsson Margrét Guðvinsdóttir fædd 4. maí 1935 – dáin 10. ágúst 2018 argaþrasi að hið neikvæða taki yfir og skyggi þannig á sólina. Að við tölum ekki um annað en það sem miður fer, bæði okkar í milli og líka út á við. Það sem vel er gert gleymist, fáir heyra af því sem við erum ánægð með í okkar ágæta landshluta. Hver vill búa eða flytjast í landshluta þar sem allt er ómögulegt? Ég ætla því að halda áfram að gera það sem ég get gert fyrir landshlutann minn – og við getum öll gert. Ég ætla að halda áfram að gera það sem ég hef tamið mér síðan ég flutti aftur heim fyrir fimm árum, þ.e. að tala samfélagið okkar á Norðurlandi vestra „upp“. Ég ætla ekki að láta það sem upp á vantar skyggja á sólina heldur vera dugleg að tala um það sem við höfum fram yfir svo mörg önnur svæði um leið og ég berst áfram fyrir nauðsynlegum umbótum. Það get ég gert – það getur þú gert! - - - - - Ég skora á nágranna minn, Magnús Eðvaldsson, íþróttakennara og sveitarstjórnarmann í Húnaþingi vestra að taka við pennanum. Fræg eru orð Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta við embættistöku hans í janúar 1961: „Þess vegna, landar mínir, spyrjið ekki, hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landið ykkar." Þessi orð JFK koma oft upp í huga minn við hin ýmsu tækifæri. Þau má nefnilega heimfæra upp á svo margt. Hvað get ég gefið í samskiptum við fjölskyldu og vini, vinnufélaga, sveitunga? Hvað get ég gefið í félags- skap hvers konar? Hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt? Og áfram mætti halda. Það er jú sælla að gefa en þiggja segir einhvers staðar í frægri bók. Þessi orð forsetans unga hafa verið mér hugleikin síðustu vikurnar eftir að ég hóf störf sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Heimfærslan í því tilliti nær yfir Norðurland vestra. Svo orð Kennedys séu aðlöguð lítillega: „Þess vegna, sveitungar mínir, spyrjið ekki, hvað landshlutinn ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landshlutann ykkar.“ Víst er að landshlutinn sem ég hef valið að búa og starfa í gerir margt fyrir mig. Hér nýt ég náttúrunnar um svæðið allt, hér eru góð samfélög sama hvar borið er niður í landshlutanum, hér fá börnin mín góða þjónustu í skóla, leikskóla og tómstundum, fólkið hér er framúrskarandi og harðduglegt, og svo mætti lengi telja. Það hefur líka verið ánægjulegt að fylgjast með því sem hefur verið að gerast hér á svæðinu undanfarin misseri. Víða á Norðurlandi vestra er loksins farið að úthluta lóðum til byggingar á íbúðarhúsnæði, fasteignaverð stígur upp á við, farin er af stað atvinnuuppbygging sem unnið hefur verið að um langt árabil, á svæðinu eru starfandi öflug sprotafyrirtæki auk rótgróinna fyrirtækja, menningarstarf hér er öflugt sem fyrr... áfram gæti ég haldið. Auðvitað er ýmislegt sem betur má fara og ýmsar blikur á lofti, ekki skal draga fjöður yfir það, áfram verðum við að berjast fyrir fjölmörgum málum. Hættan er hins vegar sú í því ÁSKORENDAPENNINN Unnur Valborg Hilmarsdóttir Stoltur íbúi á Norðurlandi vestra Það sem JFK kenndi mér UMSJÓN Lee Ann Maginnis Unnu Valborgr. MYND AÐSEND 4 32/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.