Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 4
Í Lónkoti í sókn Hálfdanar prests í Felli bjó kerling ein gömul sem Ólöf hét. Hún var fjölkunnug mjög og áttu þau Hálfdan margar brösur saman. Eitt haust reri Hálfdan til fiskjar með mönnum sínum og drógu þeir flyðru eina stóra. Þá var harka mikil og var hásetum kalt. Þá segir prestur þegar þeir kvörtuðu um kuldann: ,,Hvað ætli þið vilduð gefa mér til þess piltar að draga nú heitan blóðmörskepp til að hressa ykkur á“? Þeir sögðu að hann mundi ekki geta það þó hann vildi. En litlu síðar kemur prestur með sjóðheitan blóð-mörskepp á önglinum. Snæddu þá allir hásetarnir og þótt vænt um. En á meðan hvarf flyðran úr skipinu. Þá segir prestur: ,,Hafa vill kerling nokkuð fyrir snúð sinn.“ Hálfdan seiddi keppinn frá Ólöfu en hún aftur flyðruna frá honum. Önnur sögn greinir frá að Ólöf kæmi að Felli og bæði Hálfdan gist- ingar. Hann lét þess kost ef hún nennti nokkuð að vinna að heybandi sínu „en þykk- viðri var á og rökkvaði til regns.“ Kerling kallaði langt síðan hún mátti nokkuð vinna. „Þó mætti við leita það lítið hún orkaði. Við það gekk hún að sátu einni, sló við henni með priki sínu og mælti: „Upp, sáta í garð heim með rakinu!“ (Aðrir segja: „Upp, upp kolla og heim í garð!“) Flaug hún þegar í garð og svo hver sáta af annarri.“ Prestur hlóð heyinu og átti erfiði mikið undan að hlaða. Komst við það öll taðan í garð á svipstundu. Hún mælti þá við prest, að eigi ætlaði honum að veita af sínum. Prestur mælti: „Það mátti gjöra muninn að tólf fylgdu þér en ekki nema tíu mér.“ Byggðasaga Skagafjarðar 8. bindi, bls. 41. Ólöf í Lónkoti ( BYGGÐASÖGUMOLI ) palli@feykir.is Ólafarsteinninn. Páll Guðmundsson steinhöggvari frá Húsafelli hjó í steininn andlit kerlingar og flyðruna með. Í baksýn er Málmeyjan. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER Laufskálarétt í Hjaltadal Gleði & gaman Stóðið rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar upp úr kl. 11:30. Réttarstörf hefjast kl. 13:00 Ath. Þátttakendur við stóðrekstur úr Kolbeinsdal vinsamlegast mæti við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu kl. 10:00 (laugardagsmorgunn) Rekstrarstjóri er Halldór Steingrímsson. Upplýsingar í síma 895 0920, Atli. Höfum gleðina í fyrirrúmi en hóflega notkun áfengis Laufskálaréttarball 2018 Laugardaginn 29. september kl. 23-03 Reiðhöllin Svaðastaðir Hljómsveitin Stuðlabandið ásamt Jónsa í Svörtum fötum Miðaverð í forsölu kr. 3.700.- en 4.000 v. innganginn - Aldurstakmark 16 ár ATHUGIÐ ENGIN BJÓRSALA - Forsala aðgöngumiða hjá N1 á Skr. FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER Stórsýning & skagfirsk gleði Reiðhöllin Svaðastaðir kl. 20:30 ::Bjórtöltið ::Fjölskyldan á Sunnuhvoli mætir ::Siggi Sig mætir flugriðandi að vanda ::Skeiðkeppni -Skeið með hefðbundnu sniði og eru vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegarann, 2. og 3. sæti. Það verður kátt í höllinni Höllin opnuð kl. 20:00 Miðaverð kr. 3.000.- Umhverfisviðurkenningar afhentar „Pokahópurinn“ fékk viður- kenningu fyrir einstakt framtak Afhending umhverfisviður- kenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í 14. sinn í í síðustu viku, en það er Soroptimistaklúbbur Skaga- fjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitar- félagið. Í ár voru veittar viður- kenningar í fimm flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum. Býli með búskap sem hlaut viðurkenninguna í ár er Stóra- Gröf syðri. Þar búa hjónin Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Þau eru með fjárbú og hross. Í Stóru-Gröf syðri er mjög fallegt heim að líta. Íbúðarhús og útihús eru máluð í sama lit og vel við haldið. Töluverður trjágróður er við bæinn og einnig vel snyrt hekk. Allt gerir þetta ásýndina mjög hlýlega. Býli án búskapar sem hlaut viðurkenninguna í ár er Hátún 2. Þar búa Björg Baldursdóttir og Ragnar Gunnlaugsson. Húsastæðið situr frekar hátt og afar fallegt útsýni af bæjar- hlaðinu. Umhverfi húss og skemmu er mjög snyrtilegt og ásýnd falleg. Húsakosti vel við haldið og vel málað. Trjágróður er fyrir neðan húsið og gefur það hlýlega tilfinningu. Í ár voru verðlaunaðir tveir garðar í þéttbýli. Eskihlíð 1, Sauðárkróki. Eskihlíð 1 er í eigu hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Gunnars Sveinssonar. Íbúðar- hús, ásamt bílskúrnum, er vel við haldið, allt málað og snyrtilegt. Garðurinn er opinn, mjög smekklegur og ávallt vel snyrtur. Tré og runnar af ýms- um tegundum eru fallega form- uð og nýtur gróðurinn sín vel með steinum á milli. Samspil húss og garðs nýtur sín vel þar sem hvorugt skyggir á annað. Vel hirt eign til margra ára. Víðihlíð 3, Sauðárkróki. Víðihlíð 3 er í eigu hjónanna Jóhönnu Haraldsdóttur og Jónasar Svavarssonar. Þar er húsi og bílskúr vel við haldið. Garðurinn er fallegur, með mjög fjölbreyttan gróður. Þar má t.d. finna gömul, há og falleg tré, fjölær blóm í beðum sem eru vel skipulögð. Einnig má finna þar matjurtagarð og skemmtilegt útisvæði, sem sýnir einnig notagildið fyrir íbúa þess og gesti. Umgengni og umhirða á lóð er mjög góð. Ásýnd húss og lóðar er falleg og heildarmynd til fyrirmyndar. Stofnunin sem gladdi mest þetta árið var Vínbúðin, eða ÁTVR við Smáragrundina á Sauðárkróki. ÁTVR er stofnun með vel uppgerðu, smekklegu, nýklæddu húsi með fallegri merkingu og skreytingu. Því fylgir stór lóð með mjög snyrtilegu bílaplani með vel afmörkuðum bílastæðum. Á planinu eru falleg ker, skreytt blómum og litlum furutrjám. Húsið og planið eru nýlega uppgerð og til mikillar prýði í bænum. Að lokum var veitt viðurkenn- ing fyrir einstakt framtak. Í þetta sinn var það „Poka- hópurinn“ svokallaði, sem fékk viðurkenningu. Síðustu árin hefur fólk áttað sig betur á því að plastið hefur ekki bara kosti heldur mikla galla líka og það hafa myndast hópar hér á landi sem hafa sagt plastinu stríð á hendur. Hér voru það tvær kraftmiklar áhugakonur, þær Þuríður Helga Jónasdóttir á Hólum og Svanhildur Páls- dóttir á Stóru-Ökrum, sem ýttu úr vör hópum kvenna sem hafa svo komið saman og saumað margnota taupoka. Markmiðið var að fá að setja þá í verslanir hér og draga þannig úr notkun einnota innkaupapoka. KS í Varmahlíð og á Hofsósi og Hlíðarkaup á Sauðárkróki bjóða orðið upp á taupoka. Sveitarfélagið Skagafjörður og Soroptimistaklúbbur Skaga- fjarðar óska öllum sem viður- kenningarnar hafa fengið til hamingju og þakka þeim fyrir að láta umhverfið skipta sig máli. /Aðsent Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga 2018. MYND: BERGLIND ÞORSTEINS 4 35/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.