Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu sl. fimmtudagskvöld í 3. umferð Dominos- deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar hans grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér upp góðu forskoti sem gestirnir náðu ekki að vinna upp. Lokatölur 79-61. Reiknað var með öruggum sigri Tindastóls gegn Haukaliði sem var í það minnsta töluvert öflugra á pappírunum í fyrra. Leikirnir vinnast hins vegar ekki á pappírum og það var eins og Stólarnir hefðu hálf- partinn vanmetið Haukana sem sannarlega mættu til leiks með leikplan. Þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með fínum varnarleik og hægðu sömuleiðis talsvert á leiknum. Stólarnir fengu færi til að keyra upp hraðann eftir nokkra stolna bolta en boltinn var tregur til að rata í körfuna þannig að fyrsti leikhluti var í járnum. Tvö stig frá Viðari komu liði Tindastóls í 17-14 undir lok fyrsta leikhluta og tvö víti frá Dino komu Stólunum fimm stigum yfir og héldu þá Urald King og Marques Oliver í baráttunni. Viðar og Brynjar Þór á næstu grösum. MYND: HJALTI ÁRNA Dominos-deildin : Tindastóll – Haukar 79-61 Haukar voru sýnd veiði en ekki gefin Golf Arnar Geir í öðru sæti á síðasta móti ársins Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall. Á kylfingur.is segir að Arnar Geir hafi leikið vel í mótinu við erfiðar aðstæður og endað í 2. sæti á 8 höggum yfir pari og 5 höggum á eftir Jonathan Graf sem fagnaði sigri. Lið Arnars, Missouri Valley College, endaði í efsta sæti í liðakeppninni á 33 höggum yfir pari. Leikið var á Stonewood golfvellinum sem hannaður var af golfgoðsögninni Jack Nicklaus. /PF Körfuknattleiksdeild Tindastóls Urald King verður frá í einhvern tíma Karfan.is segir frá því að miðherji Tindastóls, Urald King, þurfi að yfirgefa topplið Tindastóls um óákveðinn tíma sökum persónulegra ástæðna og staðfestir Israel Martin, þjálfari Stólanna, þetta í samtali við Körfuna. Samkvæmt fréttinni er þessa stundina unnið í að finna út hvenær leikmaðurinn muni fara, sem og hvenær hann komi aftur til baka til liðsins. Tindastóll er eitt aðeins þriggja liða sem er taplaust það sem af er tímabilinu og hefur King átt stóran þátt í þeirri velgengni, en hann hefur skilað liðinu 24 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá er hann framlagshæsti leikmaður Dominos- deildarinnar að meðaltali í heild, þó nokkuð fyrir ofan Kinu Rochford í öðru sætinu. Næsti leikur Tindastóls er heima gegn Njarðvík þann 25. næstkomandi, en þeir Suðurnesjakappar eru einnig taplausir það sem af er vetri.. /ÓAB sennilega flestir að nú gætu heimamenn keyrt upp hrað- ann – en það var öðru nær. Næstu fimm mínútur upp- skáru Tindastólsmenn aðeins þrist frá Brilla en pakknóg af pirringi og puði. Haukar komust yfir 24-27 en Stólarnir náðu sex stiga áhlaupi og voru yfir 30-27 þegar þrjár mínútur voru til leikhlés. Þeir skoruðu ekki meira í hálfleiknum og Haukar leiddu í hálfleik 30-33. Það eina sem stuðnings- menn Tindastóls voru vissir um var að svona illa gæti liðið ekki spilað áfram í síðari hálfleik. Og það stóð heima. Tveir þristar frá Brilla snemma í síðari hálfleik settu tóninn og eftir þrjár mínútur höfðu Stólarnir gert 13 stig en Haukar þrjú. Danero Thomas var síðan settur á bekkinn eftir að hafa nælt í sína fjórðu villu, inn kom Helgi Margeirs og í framhaldinu kviknaði á Pétri sem hafði ekki skorað stig í fyrri hálfleik. Síðustu mínútur þriðja leikhluta náðist upp frábær barátta með Helgana tvo, Pétur, Viðar og Dino í miklum varnarham og þegar lokafjórðungur hófst var stað- an orðin 60-41. Lið Tindastóls vann semsagt leikhlutann 30-8. Haukar náðu aldrei að ógna forskoti Tindastóls að neinu ráði í fjórða leikhluta og Martin gat leyft sér að hvíla lykilmenn sem voru reyndar nokkrir komnir í villuvand- ræði. Haukarnir Marques Oliver og Kristján Sverrisson fengu báðir fimm villur þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum og þá var nú mesti neistinn slökknaður hjá Hafn- firðingum. Atkvæðamestur í liði Tindastóls var venju sam- kvæmt Urald King með 23 stig og 14 fráköst auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar og nokkur varin skot. Brynjar var með 16 stig, Dino 13 og Pétur 9. Marques Oliver var stigahæstur Hauka með 16 stig og 16 fráköst en hann og Urald King háðu á löngum köflum harða baráttu undir körfunni. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað í leiknum. /ÓAB Körfuboltaskóli Norðurlands vestra Að drippla er gaman Körfuboltaskóli Norður- lands vestra stóð í síðustu viku fyrir námskeiði á Blönduósi á starfsdegi Blönduskóla. Á FB-síðu skólans segir að tíu hressir og skemmti- legir krakkar hafi mætt til að taka á því með topp þjálfurum, þeim Brynjari Þór Björnssyni og Arnoldas Kuncaitis. Námskeiðið var ætlað krökkum á aldrinum 8-16 ára, vönum sem óvönum körfuboltanum. Stefnt er að því að halda námskeið á Blönduósi að nýju þegar vetrarfrí verður í skólanum í nóvember. Þá stóð Körfuknattleiks- deild Tindastóls einnig fyrir Körfuboltabúðum á Sauðár- króki á dögunum. /ÓAB Þátttakendur og þjálfarar á Blönduósi. 40/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.