Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Kast. Feykir spyr... Hver er uppáhalds málshátturinn? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „Þú kveikir aldrei í annarra sálum ef ekki nema rétt rýkur úr þinni.“ Kristbjörg Kemp „Taka skal viljann fyrir verkið“ Kári Heiðar Árnason „Minn uppáhalds málsháttur er: Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Anna Baldvina Vagnsdóttir „Þeir eru eiginlega tveir ef ég má? Betra er autt rúm en illa skipað og Milt er móður hjarta - sem mér finnst fallegur.“ Heimir Karlsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Fótboltalið er eins og falleg kona – ef þú segir henni ekki reglu- lega frá því þá gleymir hún að hún sé falleg.. – Arsene Wenger Su do ku RÉTTUR 1 Karrí-aspasfiskur 1½ dl ósoðin hrísgrjón 3 dl vatn 400 g ýsuflök ½ tsk salt ½ tsk lauksalt ½ dós grænn aspas (200 g) 1 tsk karrí (má vera meira) 1 dós sýrður rjómi 2-3 msk soð af aspasnum 1 dl rifinn ostur Aðferð: Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau í eldfast mót. Hreinsið fiskinn og skerið í bita. Leggið þá ofan á hrísgrjónin. Kryddið með salti og lauksalti og raðið aspasnum ofan á. Hrærið karríinu saman við sýrða rjómann, þynnið örlítið með aspassoðinu og hellið yfir fiskinn. Dreifið rifna ostinum yfir. Bakið í 15-20 mínútúr við 200°C. RÉTTUR 2 Kóríanderkryddleginn steinbítur 1 kg steinbítur, roðlaus og beinlaus ⅓ dl olía 1 dl terriyaki sósa 2 msk kóríander, saxað 2 msk steinselja, söxuð 2 stórir hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ½ sítróna, börkur og safi ½ tsk kóríanderduft 12 tsk kummin svartur pipar Aðferð: Skerið fiskinn í 6-8 stykki og raðið í eldfast mót. Blandið restinni af hráefninu saman í skál og dreifið yfir fiskinn. Látið hann liggja í leginum í a.m.k. 30 mínútur. Bakið í 15-20 mínútur við 200°C. gætið þess að ofelda ekki fiskinn. Berið fram með hrísgrjónum og salati. Ekki er þörf á sósu með fiskinum því soðið af honum er mjög gott. Tveir góðir fisk- réttir og afbragðs- góð skúffukaka Góðir fiskréttir standa alltaf fyrir sínu. Feykir býður hér upp á uppskriftir að tveimur góðum en ólíkum fiskréttum sem auðvelt er að útbúa. Skúffukakan stendur svo alltaf fyrir sínu, hvort heldur sem eftirréttur eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Á fiskbokin.is segir að steinbítur (Anarhichas lupus) finnist allt í kringum landið, en hann er þó algengastur við Vestfirði. Einnig er talsvert um hann í sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin og við SA-land á sumrin. Steinbít er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestanmegin. MYND AF NETINU ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is RÉTTUR 3 Skúffukaka 2½ bolli hveiti 2 bollar sykur ½ bolli kakó 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk salt 1 tsk kanill 1 bolli súrmjólk ½ bolli brætt smjörlíki eða matarolía ⅓ bolli heitt vatn 2 egg Aðferð: Allt sett í skál og hrært saman. Sett í smurða ofnskúffu og bakað við 175°C í u.þ.b. 25 mínútur. Krem: 2 bollar flórsykur 3 msk kakó 3 msk brætt smjörlíki 1 tsk vanilludropar 3 msk heitt kaffi Aðferð: Öllu hrært saman og smurt yfir kökuna. Kókosmjöli stráð yfir. Ef skúffan er stór er gott að stækka uppskriftina að kreminu og gera eina og hálfa uppskrift. Verði ykkur að góðu! „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og Laugardalsvöllinn að engu.“ Gísli Sölmundsson bóndi úr Skagafirði 40/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Kattaeigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð eins og fram kemur á Vísindavefnum. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveinandi. Með tíð og tíma er hægt að ráða í merkingu þessa mismunandi mjálms. Ótrúlegt, en kannski satt, þá gefa kettir frá sér yfir eitt hundrað mismunandi hljóð, en hundar aðeins um tíu. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Lítið bein við liðamót. Lítið bjarg við hlíðarfót. Framið til að fylla nót. Fljúga læt ég sleggju og spjót. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.