Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 9
Golfæfingin er hápunktur dagsins Nú heimsækir Feykir Króksarann Arnar Geir Hjartarson og spyr út í dag í lífi brottflutts. Arnar Geir er fæddur snemma árs 1995, sonur Hjartar Geirmundssonar og Katrínar Gylfadóttur, en haustið 2016 pakkaði kappinn niður í töskur og flutti til Bandaríkjanna til að stunda nám í tölvunarfræði og mastera golfíþróttina í Missouri Valley College. Arnar Geir, sem er nú á þriðja ári í skólanum, býr í litlum bæ sem ber hið klassíska nafn Marshall og er í Saline-sýslu í Missouri-fylki, rétt hægra megin við miðju ef Bandaríkin eru skoðuð á korti. Landbún- aður er helsta atvinnugreinin í Missouri og þá einkum fram- leiðsla á soyabaunum, bómull og hveiti svo eitthvað sé nefnt. Íbúar í Marshallbæ eru um þrettán þúsund talsins. Tón- listarlíf er öflugt en jazzarinn Bob James er frá Marshall sem og The Marshall Municipal Band og Marshall Philharm- onic Orchestra. Þá er gaman að segja frá því að Undrahundurinn Jim (Jim the Wonder Dog) er frá Marshall en sá ágæti hundur Arnar Geir Hjartarson með pútterinn. MYNDIR ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Arnar Geir Hjartarson / af golfvellinum á Króknum til Marshall í Missouri áður en ég fór út eða haustið 2015. Gríðarlega langt ferli og mikil pappírsvinna á bakvið þetta. Ferlið gekk nokkuð vel og var ég búinn að ákveða skóla í mars 2016. Ég flaug svo út og byrjaði í skólanum í ágúst 2016 og er núna á þriðja árinu mínu hérna,“ segir Arnar Geir en hann er eini Íslendingurinn í skólanum. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá þér? „Flestir virkir dagar er mjög svipaðir þegar við erum ekki að ferðast á golfmótum. Ég vakna milli sjö og átta og fer í morgunmat í mötuneytinu þar sem ég borða alltaf. Egg og beikon og allskonar amerískur morgunmatur alla daga, sem mér líkar mjög vel. Ég er svo í skólanum frá níu til um það bil tvö. Þaðan fer ég svo beint á golfæfingu. Við erum á golf- vellinum til sex flest alla daga og förum svo í mat strax og við komum til baka í mötuneytinu. Mjög fínt úrval af mat þar og er maturinn nokkuð góður bara. Svo eftir matinn er nokkuð rólegt yfirleitt, heimnám og annað sem maður þarf að gera. Þetta er svona venjulegur dagur hjá okkur hérna.“ Hver er hápunktur dagsins? „Golfæfingin auðvitað, við erum með frekar stórt lið og yfirleitt mikið fjör og stemming á æfingum hjá okkur.“ Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? „Ætli ég verði ekki að segja veðrið, allavega á haustin og svo eru alveg frábærir golfvellir hérna. Svo er verðlagið hérna mjög fínt.“ Hvað gerir þú helst í frístundum? „Við spilum mikið golf og þegar það eru ekki æfingar þá erum við mikið á golfvellinum líka. En svona fyrir utan það þá spila ég frekar Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? 5-10 mínútur í bíl. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Ég er mikill aðdáandi hamborgara. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 80 kr. sirka. Hver er skrítnasti mat- urinn? Ég er nú ekki alveg viss, finnst alltaf spes að vera með eitthvað djúpsteikt í morgunmat. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Við förum til Kansas City, ansi margt hægt að gera þar [álíka langur rúntur og frá Sauðárkróki til Akureyrar]. 5 á 15 sekúndum vakti mikla aðdáun upp úr 1930 en hann var rannsakaður hátt og lágt af virtum sérfræðingum og var því haldið fram að Jim byggi yfir dulrænum hæfi- leikum sem óvíst væri að kæmu aftur fram í hundi í margar kynslóðir. Þannig gat Jim getið til um kyn barna áður en þau fæddust og hann gat skilið skipanir á fjölmörgum tungu- málum þó svo að eigandi hans, Sam Var Arsdale, talaði einungis ensku. Þá gat Undrahundurinn Jim sér rétt til um sigurvegarinn í Kentucky Derby veðhlaupinu sjö ár í röð og hann sá fyrir sig- ur Yankee í heimsmeistara- keppninni í hafnarbolta árið 1936 svo eitthvað sé upp talið. Jim dó 18. mars 1937 en í Marshall var gerður fallegur garður honum til heiðurs. En snúum okkur að Arnari Geir og veru hans í Banda- ríkjunum. Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til viðkoman- di lands? „Það hefur verið draumur hjá mér í langan tíma að fara í háskóla í Bandaríkj- unum þar sem ég get fengið að spila golf með skólaliðinu. Þetta var alltaf markmiðið hjá mér í golfinu, þótt mér fyndist það hálf langsótt alltaf, þá var draumurinn alltaf til staðar. Ég ákvað svo að gefa þessu góðan séns og láta reyna á hvort ég kæmist ekki út, því ég myndi sjá eftir því allt mitt líf ef ég reyndi allavega ekki. Ég byrjaði undirbúninginn fyrir þetta allt um það bil ári Arnar Geir á leik Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars í ameríska fótboltanum sunnudaginn 7. október sl. mikið körfubolta. Er með aðgang að tveim frábærum íþróttahúsum sem tekur mig innan við 5 mínútur að labba í. Við gerum okkur svo stundum ferð til Kansas City og förum á leiki. Erum búnir að fara á NFL leik hjá Kansas City Chiefs, við erum búnir að fara á NBA leik á undirbúningstímabilinu og við erum líka búnir að fara á hafnarbolta leik í MLB deildinni. Ég er svo á leiðinni á NASCAR í þriðja skiptið en það er árlega fjáröflun hjá okkur hérna.“ Hvers saknar þú mest að heiman? „Fjölskyldunnar og vina.“ Gætir þú deilt einhverri eftir- minnilegri uppákomu frá dvöl þinni erlendis? „Fyrsta daginn minn hérna úti, morguninn eftir að ég kom hingað, þá hitti ég tvo stráka úr liðinu og þetta voru þeir fyrstu sem ég talaði við hérna úti. Í dag bý ég með þessum tveimur drengjum í íbúð á skólasvæðinu og eru þeir mínir bestu vinir hérna úti. Finnst alveg ótrúlega magnað að hugsa til þessa dags.“ Arnar ásamt bestu vinum sínum í Missouri Valley College. Til vinstri er Jan Jedlicka frá Tékklandi og þessi í miðjunni er frá Skotlandi og heitir Hamish Gorn. Jim the Wonder Dog Memorial Garden í Marshall. MYND AF NETINU 40/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.