Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 7
MYNDIR: HJALTI ÁRNA MARÍN RAGNAR VIÐAR RAKEL Er mikið rætt um körfu- bolta á heimilinu? -Já, það er frekar mikið. Er metingur á milli ykkar systkina? -Það er stundum metingur um það hvor sé stærri, ég eða Viðar. Ef þú mættir hoppa upp í flugvél og velja þér hvaða lið sem er í heiminum til að spila með, þá færirðu í? -Ég myndi vilja fara til Spánar að spila með Barcelona en heima er samt alltaf best. Hvar heldur þú að þitt lið endi eftir þetta tímabil? -Stemmingin er mjög góð og ég held að við getum náð langt. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Lífið er núna. Viðar Hvetur fólk til að mæta á leiki bæði hjá karla og kvennaliðinu Varnarjaxlinn Viðar Ágústs- son þekkja allir körfubolta- unnendur landsins. Staða hans er skotbakvörður og er hann stundum nefndur af spaugurunum Viðarvörn. Hann er af árgangi ´96 og starfar hjá Flugu í Reiðhöll- inni Svaðastöðum á Sauðár- króki. Ætli ekkert annað hafi komið til greina en körfubolti? „Jú, ég var nú í fótbolta lengi en karfan heillaði meira,“ segir hann svellkaldur. Helsti styrkleiki þinn? -Það er örugglega barátta, gefast ekki upp. gætum náð langt. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég vil hvetja fólk til að mæta á leiki, bæði hjá karla og kvennaliðinu. Rakel Rós Komst í höllina með stúlknaflokki Hauka í bikarúrslit Rakel Rós er af árgangi 1994 og starfar hún sem þjónustutengill hjá Arion banka á Sauðárkróki. Hún segist hafa spilað flestar stöður á vellinum, þó hún sé nú ekki svo há í lofti, eins og hún segir sjálf. „Ætli ég skilgreini mig samt ekki sem framherja, þrist og teygjanlegan fjarka.“ Kom ekkert annað til greina en körfubolti? -Ég byrjaði frekar seint í körfubolta svona kannski miðað við hin systkinin. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af íþróttum og byrjaði ekki í körfubolta fyrr en um 12 ára aldurinn þegar körfuknatt- leiksdeild Tindastóls, með Hrafnhildi Sonju í farar- broddi, fór í stúlknaátak og árgangurinn minn var dregin á æfingar. Helsti styrkleiki þinn? -Ætli mínir styrkleikar séu ekki varnarleikurinn og baráttan eins og kannski einkennir okkur systkinin, en við erum öll frekar varn- arsinnuð og erum mikið í gólfinu að berjast um lausu boltana. Hvað þyrftir þú helst að bæta hjá þér? -Ég þyrfti að bæta sóknar- leikinn hjá mér, þarf að vera ákveðnari og taka af skarið. Skemmtilegasta augnablikið? -Ætli það sé ekki þegar ég komst í höllina með stúlkna- flokki Hauka í bikarúrslit. En það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flytja heim í uppeldisfélagið og koma kvennakörfunni af stað aftur. Neyðarlegasta atvikið? -Það er svo sem ekkert eitt sem kemur upp. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ætli það sé ekki BS gráðan mín. Annars tel ég mig hafa reynt að nota hindranir og erfiðleika sem reynslu og gera mig að betri einstaklingi. Áttu önnur áhugamál en körfubolta? –Já, við fjölskyldan eigum hesta og ríðum mikið út á sumrin. Við reynum að eyða tímanum sem ekki fer í körfubolta saman, hvort sem það eru útilegur eða að stússast í sveitinni. Hvað gerðir þú skemmti- legt í sumar? -Við fjölskyldan fórum snemma í vor erlendis og Hvað þyrftir þú helst að bæta hjá þér? -Ætli það séu ekki vítaskotin. Skemmtilegasta augnablikið? -Það eru bikarúrslitin 2018 og þegar ég fór með undir 20 ára landsliðinu á EM í Grikklandi. Neyðarlegasta atvikið? -Mér dettur ekkert í hug sem gerðist í körfunni, en þegar ég var í fótbolta mætti ég á morgunæfingu hjá Donna í einum takkaskó og einum strigaskó það var frekar erfið æfing. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ætli það sé ekki þegar ég varð Landsmótsmeistari í brennibolta núna á lands- mótinu í sumar. Áttu önnur áhugamál en körfubolta? –Ég á nokkra hesta sem ég hef gaman af. Hvað gerðir þú skemmti- legt í sumar? -Heyrðu, það var fjölskyldu- ferð um Frakkland, Ítalíu og Spán, það var mjög góður og dýrmætur tími. Er mikið rætt um körfu- bolta á heimilinu? -Já, það er mikið rætt. Er metingur á milli ykkar systkina? -Nei, ég myndi ekki segja það. Ef þú mættir hoppa upp í flugvél og velja þér hvaða lið sem er í heiminum til að spila með, þá færirðu í? -Ætli það væri ekki New York Knicks, hef alltaf haldið mikið upp á þá. Hvar heldur þú að þitt lið endi eftir þetta tímabil? -Mér finnst stemmingin góð í liðinu og held að við ferðuðumst um Evrópu í 11 daga sem stóð klárlega upp úr sumrinu. Er mikið rætt um körfu- bolta á heimilinu? -Það er frekar mikið rætt en eftir tapleiki er það eitthvað minna samt. Er metingur á milli ykkar systkina? -Nei allavega finn ég ekki fyrir því. Ég og Marín spilum saman og við erum í sitt- hvorri stöðunni og reynum frekar að hvetja hvora aðra áfram. Við erum frekar hógvær svona almennt. Ef þú mættir hoppa upp í flugvél og velja þér hvaða lið sem er í heiminum til að spila með, þá færirðu í? -Ég held það sé alltaf Tinda- stóll. Heima er best sagði einhver. Hvar heldur þú að þitt lið endi eftir þetta tímabil? -Við erum nýliðar í deildinni og viljum sanna að við eigum vel heima í þessari deild. En mig langar að segja að við verðum um miðja deild. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Lífið er núna! Ein gömul og góð af systkinunum. MYND ÚR EINKASAFNI 40/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.