Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 7
komin þá. Þá vorum við í fimm vikur á Barnaspítalanum og á gjörgæslunni í Fossvoginum þar sem hún fékk nýtt „shunt“ en þá kom í ljós að hún hefur verið með bakteríuna í sér frá því úti í Svíþjóð því þessi stökkbreyting á baketeríunni þekkist ekki á Íslandi en hún þekkist í Svíþjóð. En við erum rosalega heppin með heilaskurðlækni hér á Íslandi og lægsta sýkingartíðni í Evrópu við svona aðgerðir er hér á Íslandi. Hún var í viku með sólarhringsvakt á gjörgæslu í Fossvogi með opið dren.“ Eftir þetta tók við ágætur tími. „Hún fékk einu sinni ælupest sem endaði með að við flugum til Akureyrar út af því og svo kom í ljós að þetta var bara ælupest. Ég var alveg miður mín út af dramanu í kringum eina ælupest þangað til við áttuðum okkur á því að þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem hún ældi, án þess að enda í skurðaðgerð,“ segir Lilja og brosir. Í sumar fékk Vala Mist svo tvisvar sinnum hitakrampa og flog og lýsir Lilja því sem mjög skelfilegri reynslu. Í kjölfarið var hún sett á flogalyf og er hún á tveimur lyfjum til að stjórna hjartsláttaróreglunni sem fór aftur á fullt í veikindunum í sumar. „Svo kemur í ljós hvort hún þarf að fara í aðgerð og láta brenna fyrir auka rafrás sem hún er með í hjartanu. Hún er líka með annan hjartagalla, með sillu fyrir neðan ósæðina sem er að stækka aðeins, og það gæti þýtt aðgerð til að taka hana í burtu. En við hugsum ekki um það dags daglega af því að það er ekkert sem við getum gert í þessu. Læknirinn sagði að það gæti verið að hún þyrfti að fara í þessa aðgerð eftir mánuð, þegar hún verður fimmtug eða aldrei, þannig að við förum bara í tékk, þegar læknarnir segja að við eigum að koma þá komum við og við erum mjög þakklát fyir þetta góða eftirlit,“ segja Lilja og Valur. Eftir að Vala Mist fæddist var stofnuð Facebooksíða sem ber nafnið Upplýsingasíða Völu Mistar og fjölskyldu. Þar hefur Lilja verið dugleg að setja inn fréttir af stúlkunni og er síðan allt í senn, fróðleg, skemmtileg og uppbyggileg þar sem hún ber vott um hvað fjölskyldan hefur tekið öllu því sem að höndum ber af miklu æðruleysi og gleðst yfir öllu því smáa sem lífið því mænuvökvinn náði ekki að drenast niður i líkamann.“ Settu met í nærbuxna- og sokkakaupum Nú tók við aðgerð þar sem Vala Mist fékk svokallað „shunt“ sem er ventill með röri úr sílikoni sem er settur í heilahólfin og niður í kvið þar sem mænuvökvinn drenast niður eins og gerist vanalega. Vala Mist þurfti einnig að fá aukadren við hjartað vegna vökvasöfnunar þar. Ekki vildi betur til en svo að sýking kom í mænuvökvann þar sem sárið á höfði barnsins greri ekki og var hún þá mjög hætt komin. Einnig þurfti hún að fara í hjartaþræðingu af því að ósæðaboginn var of þröngur og þurfti hún tvisvar sinnum að fá dren í hjartað fyrir það. Þrátt fyrir allt þetta voru þau Lilja og Valur alltaf á því að nú væru þau á leiðinni heim í næstu viku en þær urðu þó talvert margar áður en dvölinni lauk. „Ásrún kom út til okkar og var með okkur þar síðasta mánuðinn sem var alveg virkilega dýrmætt. Mamma kom með hana út. En við vorum alltaf á leiðinni heim og vorum bara að kúldrast á einhverju sjúkrahóteli þarna, ekki með aðgang að þvottavél eða neinu þannig að við bættum sænska efna- hagskerfið aðeins með fata- kaupum, settum met í sokka- og nærbuxnakaupum, ég veit ekki hvað ég á mikið af sokka- pörum,“ segir Lilja og hlær. „En svo þegar Ásrún kom fengum við inni á Ronald McDonald sem er fjölskylduhótel með sér baðherbergi og þar höfðum við aðgang að sér þvottahúsi og eldhúsi. Þar var líka leik- svæði og nuddstóll og það var fínt að vera þar. Meira að segja í síðustu viku var Ásrún að segja. „Mamma, manstu eftir skemmtilega herberginu á hótelinu okkar úti í Svíþjóð, það var svo gaman þar?“ og ég var svo glöð að hún skuli bera svona minningar þaðan, af því að við vorum öll saman þarna.“ Í maí kom svo fjölskyldan heim. „Það má eiginlega segja að mér hafi þótt það vera það erfiðasta við þetta allt saman. Við stoppuðum í fimm daga á Barnaspítalanum og komum svo norður. Það var rosalega mikið sjokk að koma heim. Hún þurfti ennþá mjög mikla umönnun, var hætt að kunna að drekka og var bara með magasondu af því að hún dó næstum því þegar hún fékk sýkinguna í mænuvökvann í mars og var haldið sofandi í viku. Þá var hún bara með sídreypi á mjólk í gegnum magasondu sem var þrædd upp í gegnum nefið á henni og hún var enn með hana þegar við komum heim,“ segir Lilja. „Hún varð að borða á fjögurra tíma fresti allan sólarhringinn og gjöfin tók tvo klukkutíma,“ segir Valur. „Við þurftum að gera þetta tilbúið og svo þegar þetta var búið þurftum við að skola slönguna þannig að þetta voru bara vaktaskipti, skipst á að fá að sofa. Og svo segja svo margir núna: „Fenguð þið enga aðstoð?“ En við föttuðum ekkert að við hefðum kannski átt rétt á því. Og þetta var fyrir utan alla lyfjagjöf, við þurftum að blanda lyfin og leysa upp töflur,“ bætir Lilja við. Stuðningurinn að heiman bjargaði okkur Hér heima höfðu allir fylgst mjög vel með litlu fjölskyld- unni og margir lagt sitt af mörkum til að styðja við bakið á henni. „Það var haldið söfnunarkvöld á Hard Wok sem bara bjargaði okkur, ég ætla ekkert að skafa utan af því, því að reikningarnir hætta ekkert að koma þó svo að allar tekjur hætti að koma inn,“ segir Lilja. „Svo kom maður heim og það var gott og erfitt í senn að fara út í búð. Við vorum komin heim og það var mikið gleðiefni en á sama tíma var það rosalega erfitt því að stundum var maður kannski við það að bugast og svo fór maður út í búð og þá var sagt: „Velkominn heim, gengur ekki vel?“ Og maður játaði því bara af því að við vorum náttúrulega komin heim. En þar sem þetta var allt svo vel meint tók maður því aldrei illa, það var stundum erfitt af því að maður var þreyttur en maður vissi að fólk meinti vel og vildi vel, þó stundum hefði verið gott að sleppa við þetta. Fólk bara fattar þetta ekki sem er alveg skiljanlegt.“ Síðan fjölskyldan kom heim hefur gengið á ýmsu. „„Shuntið“ hjá henni stíflað- ist þarna um sumarið og þá þurftum við eiginlega bara að henda okkur til Reykja- víkur. Það stíflaðist af því að mænuvökvinn er sætur, ekki tær og þetta á það til að gerast. Svo þurfti hún líka að fara aftur í hjartaþræðingu í ágúst af því að ósæðin dróst aftur saman. En þá vorum við svo heppin að það var staddur hér sérfræðingur frá Bandaríkjunum sem gerir þetta víst á hverju sumri, hann kemur og tekur nokkur börn í aðgerðir og fer svo í laxveiði. Þetta var mjög erfið aðgerð en árangurinn er búinn að vera frábær. Þegar aðgerðin var gerð vonuðust þeir til að hún myndi duga í ár en ósæðaboginn er ennþá bara fínn og flottur,“ segja þau ánægð. „En svo var það í fyrrahaust sem hún tók upp á því að reyna að deyja aftur. Þá fékk hún aftur sýkingu í mænuvökvann og var hætt Myndin úr vegabréfinu, Vala Mist með augun opin. Á leiðinni í hjartalínurit, það var varla pláss fyrir alla nemana á litla kroppnum. Vala Mist nýfædd. Vala Mist kom blaðamanni fyrir sjónir sem ákveðin ung stúlka, glöð og svolítið prakkaraleg. 41/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.