Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 1
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Hraðbankinn á Hofsósi er aftur farinn að virka eftir að hætt var við að loka honum eins og ráðgert hafði verið. Eftir að það fréttist að flytja ætti hraðbankann burt úr þorpinu reis upp mikil óánægja meðal íbúa sem gerðu sitt til að reyna að fá stjórnendur bankans til að endurskoða afstöðu sína. Byggðarráð Svf. Skagafjarðar tók málið upp á fundi sínum þann 30. október og harmaði ákvörðun Arion banka að loka hraðbankanum, „… enda gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir íbúa og gesti svæðisins, ekki síst eldra fólk, og er eini hraðbankinn í austanverðum í Skaga- firði,“ eins og segir í bókun. Byggðarráð ákvað að óska eftir fundi með forsvarsmönnum bankans til að ræða starfsemi Arion banka í Skagafirði og fór hann fram sl. fimmtudag þar sem Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, var með í för. „Við áttum ágætan fund og umræður um starfsemi Arion banka í Skagafirði, þar sem við lýstum áhyggjum og vonbrigðum yfir þeim uppsögnum sem voru um síðustu mánaðarmót í útibúi bankans á Sauðárkróki. Einnig von- brigðum yfir fyrirhugaðri lokun hrað- bankans á Hofsósi, þrátt fyrir daprar fréttir af uppsögnum þá fengum við þær ánægjulegu fréttir að hætt væri við lokun á hraðbankanum á Hofsósi sem er mikill léttir,“ sagði Gísli Sigurðsson, vara- formaður byggðarráðs eftir fundinn. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi Arion banka sagði í samtali við Feyki að stöðugt sé verið að skoða hvar sé best að hafa hraðbanka og hvernig best sé að haga þjónustunni. „Töluverður kostnaður fylgir rekstri hvers hraðbanka og á Hofsósi var notkunin það lítil að við töldum ekki forsendur fyrir því að hafa hraðbanka þar áfram. Við höfum nú endurskoðað þá ákvörðun eftir að hafa hlustað á þá gagnrýni sem kom fram. Við munum jafnframt skoða hvort hægt sé að auka notkun hraðbankans, t.d. með bættu aðgengi að honum.“ Þremur sagt upp á Króknum Þrátt fyrir að hætt hafi verið við að loka hraðbankanum á Hofsósi stendur uppsögn þriggja starfsmanna í útibúi Arion á Sauðárkróki sem framkvæmd var nýverið. Haraldur Guðni segir ástæðuna fyrst og fremst vera hag- ræðingu í starfseminni í ljósi þess að miðað við það svæði sem útibúið þjóni þá var fleira starfsfólk en í öðrum sambærilegum útibúum bankans, eins og t.d. á Egilsstöðum. „Staðreyndin er sú að fjármálaþjón- usta er að breytast í takt við breytta eftirspurn viðskiptavina og aukna notkun stafrænna þjónustuleiða. Staf- rænar þjónustuleiðir, eins og netbanki og appið, hafa kannski ekki síst gagnast landsbyggðinni og dreifðari byggðum. Þessu fylgir jafnframt að störf í fjár- málaþjónustu breytast.“ Hann segir ekki liggja fyrir neinar frekari ákvarðanir um uppsagnir á svæðinu eða lokun hrað- banka. /PF Uppsagnir hjá Arion banka Hraðbankinn á Hofsósi fær að vera áfram Þremur starfsmönnum Arion banka á Sauðárkróki hefur verið sagt upp í hagræðingarskyni. MYND: PF ÁTAKSVERKEFNI KRABBAMEINFÉLAGSINS Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! 42 TBL 7. nóvember 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Liðskynning Tindastóls Leikmenn meistara- flokks kvenna kynntir BLS. 8 Fyrri hluti ferðasögu Sigtryggs Jóns Björnssonar frá Framnesi Færeyjaferð Félags eldri borgara í Skagafirði Ólöf Rún Ólafsdóttir, brottfluttur Skagfirðingur, stýrir áskorendapennanum Að alast upp í sveit Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.