Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 2
Dagar ársins eru margir hverjir tileinkaðir ákveðnu málefni sem okkur kann að þykja mismunandi merkileg. Við könnumst flest við dag umhverfis, dag bókarinnar, dag einhverfu, dag íslenskrar tungu og ótalmarga fleiri sem helgaðir eru góðum málefnum sem vert er að vekja athygli á. Svo má líka nefna dag hláturjóga, megrunarlausa daginn og buxnalausa daginn. Á morgun, 8. nóvember, er dagur gegn einelti og er óhætt að segja að þar sé sjónum beint að mikilvægu málefni. Dagur- inn er ár hvert helgaður barátt- unni gegn einelti í samfélaginu og eru skólar landsins sérstaklega hvattir til að taka höndum saman í því augnamiði að efla og hvetja til jákvæðra samskipta. Það eru gömul sannindi og ný að einelti getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða, og ekki bara þá, heldur getur eineltið sett sitt mark á fjölskyldur og heilu samfélögin eins og við höfum heyrt alltof mörg dæmi um. Eineltismál eru vafalaust einhver erfiðustu mál sem skólinn glímir við og lausn þeirra er sjaldnast einföld. Foreldrar þolenda upplifa gjarnan reiði og vonleysi og oft standa þeir sem eru í hlutverki gerenda höllum fæti á einhvern hátt og hafa jafnvel orðið fyrir einelti sjálfir. Skólar landsins hafa undanfarin ár unnið markvisst að því að leitast við að koma í veg fyrir einelti með margvíslegum hætti. Í Skagafirði hefur, um nokkurra ára skeið, verið starfrækt verkefni sem kallast Vinaliðar og er markmið þess að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Þetta verkefni hefur gefið afar góða raun og nú hafa fjölmargir skólar á landinu innleitt þetta stórgóða verkefni. En einelti er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundið við skólana því eins og á svo mörgum öðrum sviðum endur- speglar skólasamfélagið bara það sem gerist utan veggja skólans. Við heyrum alltof oft af einelti innan fyrirtækja og stofnana, í íþróttastarfi og víðar. Sem betur fer er umræðan um þessi mál að opnast og æ fleiri hafa öðlast kjark til að stíga fram og segja frá, það krefst svo sannarlega hugrekkis. Félagsmótun barna byrjar innan veggja heimilisins, því má ekki gleyma. Verum öll samtaka í því að hvetja til gagnkvæmrar virðingar í öllum samskiptum, ekki bara milli ungmennanna okkar, heldur hvarvetna í samfélaginu – og ekki bara á morgun, heldur alla daga ársins. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Gegn einelti Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðastliðinni viku var rúmum 223 tonnum landað á Skagaströnd af 17 bátum og var það Guðbjörg GK sem var aflahæst með 34 tonn. Á Sauðárkróki bárust 1.327 og hálft tonn á land af ellefu skipum og bátum. Þangað kom Silver Copenhagen með 638.500 kíló af rækju en þar fyrir utan var það Málmeyjan sem var aflahæst með 180 tonn. Á Hvammstanga landaði Harpa HU 1.746 kílóum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 1.552.680 kíló. /FE Aflatölur 28. okt. – 3. nóv. 2018 á Norðurlandi vestra 17 bátar lönduðu á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.746 Alls á Hvammstanga 1.746 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 2.448 Daðey GK 777 Lína 11.863 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.379 Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.536 Fengsæll HU 56 Línutrekt 2.006 Guðbjörg GK 666 Lína 34.485 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 4.309 Hafrún HU 12 Dragnót 9.276 Hulda GK 17 Lína 26.547 Katrín GK 266 Landbeitt lína 1.339 Katrín GK 266 Lína 3.055 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 25.721 Lilja SH 16 Lína 13.927 Magnús HU 23 Landbeitt lína 13.526 Óli á Stað GK 99 Lína 30.270 Særif SH 25 Lína 23.348 Sævík GK 757 Lína 5.358 Alls á Skagaströnd 223.393 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 6.665 Drangey SK 2 Botnvarpa 124.430 Fjölnir GK 157 Lína 71.948 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 101.735 Kristín GK 457 Lína 69.433 Málmey SK 1 Botnvarpa 180.563 Onni HU 36 Dragnót 21.200 Sighvatur GK 57 Lína 78.252 Silver Copenhagen CY 999 Rækjuvarpa 638.500 Sæfari HU 212 Lína 6.397 Þorleifur EA 88 Dragnót 28.418 Alls á Sauðárkróki 1.327.541 Frá lesendum Stórhættuleg hola á Flæðum Lesandi hafði samband við Feyki og vildi benda á stórhættulegan hlut, sem viðkomandi þótti ástæða til að laga. Um er að ræða stærðar holu við gangstéttina, steinsnar frá klukkunni við sundlaugina á Sauðárkróki. Holan, eða ræsið, gegnir því hlutverki að taka við leysingarvatni frá Flæðunum en á brún gangstéttar er engin aðvörun eða hindrun, þannig að þarna er hægt að steypast Eins og sést á meðfylgjandi mynd gæti illa farið ef einhver hrasaði óvænt í holuna. MYND: PF niður, eins og bréfritari hefur tvisvar orðið vitni að. Sem betur fer urðu ekki meiðsli á fólki í hvorugt skiptið. Viðkomandi segir svo frá í öðru tilfellinu að tvær konur voru á gangi, hvor með sinn barnavagninn. „Þær gengu hlið við hlið, annar vagninn var með hægri hjólin á stéttarbrúninni og stundum fyrir utan stéttina, en barnið var það ungt og vel pakkað inn að það rétt rumskaði, þó að vagninn gossaði þarna niður.“ Er Sveitarfélagið hvatt til þess að kíkja á aðstæður og lagfæra áður en slys hljótast af. /PF Nýbygging Byggðastofnunar Tilboð opnuð Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofn- unar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Bygg- ingin mun verða 998 m2 á tveimur hæð- um og með kjallara undir hluta hússins. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóð- lega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019. Nýlega voru tilboð í jarðvinnu vegna byggingarinnar opnuð. Tilboð við opnun voru eftirfarandi: Vinnuvélar Símonar ehf. kr. 11.876.400.- Karína ehf. kr. 12.730.650.- Þórður Hansen ehf. kr. 16.539.275.- Víðimelsbræður ehf. kr. 17.819.050.- Fleiri tilboð bárust ekki. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 38.557.000.- og tilboðin því öll langt undir áætluðum kostnaði. Tilboði Vinnuvéla Símonar ehf. hefur verið tekið samkvæmt heimasíðu FSR. /FE Blönduós Úrbóta er þörf á Skjólinu Húsnæði Skjólsins, félagsmiðstöðvarinnar á Blönduósi, er ábótavant að mati menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar og skólastjórnenda Blönduskóla. Mikill áhugi er á að félagsmiðstöðin fari á nýjan stað sem feli í sér fleiri notkunarmöguleika fyrir samfélagið í heild, samanber frístundahús. Þá sé nauðsynlegt að aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sé í lagi. Málefni Skjólsins voru til umræðu á fundi menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar í gær og mættu skólastjórnendur Blönduskóla á fundinn. Að mati nefndarinnar er núverandi húsnæði verulega óhentugt og þarfnast mikilla lagfæringa til að vera í góðu standi. Þá sé félagsmiðstöðin staðsett í sama húsi og Félagsheimili bæjarins sem hafi skemmtanaleyfi og starfsemin fari ekki saman. Nefndin vill að aðstaða barna og unglinga verði bætt til muna í félagsmiðstöðinni með tilliti til forvarnargildis og í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. /HÚNI.IS 2 42/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.