Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 10
Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki kvenna síðan tímabilið 2014–2015 en á aðalfundi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls í sumar, þar sem ný stjórn var kjörin, var ákveðið að slá til á ný og senda lið til þátttöku í 1. deild kvenna. Í framhaldinu var ráðinn ungur litháenskur þjálfari, Arnoldas Kuncaitis, og mun hann stýra stelpunum í vetur Lið Tindastóls er að mestu byggt á ungum heimastúlkum en ákveðið var að fá til liðsins einn atvinnumann í faginu. Var því Tessondra Williams sótt til Bandaríkjanna en hún er 28 ára gamall bakvörður. Tess er bráðflink með boltann og seig í stigaskorinu. Hún á eftir að styrkja liðið mikið og nýtast vel. Auk þess að spila með kvennaliði Tindastóls kemur hún að þjálfun yngri flokka Tindastóls. Stelpurnar fóru fjallbratt af stað í 1. deildinni í október og mættu í fyrstu leikjunum þeim liðum sem reiknað er með að muni berjast um sæti í Dominos-deild kvenna en það voru lið Fjölnis og Grindavíkur. Leikirnir töpuðust báðir en liðið sýndi frábæra baráttu í þeim báðum. Fyrsti sigurinn er hins vegar þegar í húsi en þá var lið ÍR lagt í parket í Síkinu. Sjö lið taka þátt í 1. deild kvenna og var liði Tindastóls spáð fjórða sæti af formönnum, fyrirliðum og þjálfurum í vali KKÍ sem fram fór skömmu áður en tímabilið hófst. Nánari kynningu á stelpunum og öðru tengdu körfunni má finna í nýútkomnu kynningar- riti Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, sem ætti að vera kominn í dreifingu nú þegar. /ÓAB Myndir: Gunnhildur Gísladóttir ( LEIKMANNAKYNNING ) Tindastóll > Meistaraflokkur kvenna ALEXANDRA ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR 18 ára 167 sm skotbakvörður HAFDÍS lind SIGURJÓNSDÓTTIR 18 ára 172 sm skotBAKVÖRÐUR KRISTÍN HALLA EIRÍKSDÓTTIR 25 ára 176 sm framherji TESSONDRA WILLIAMS 28 ára 165 sm BAKVÖRÐUR BIRNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR 18 ára 158 sm skotbakvörður HERA SIGRÚN ÁSBJARNArDÓTTIR 18 ára 163 sm SKOTBAKVÖRÐUR MARÍN LIND ÁGÚSTSDÓTTIR 15 ára 170 sm bakvörður ÞÓRANNA ÓSK SIGURJÓNSDÓTTIR 22 ára 178 sm FRAMHERJI DÚFA ÁSBJÖRNSDÓTTIR 35 ára 166 sm SKOTBAKVÖRÐUR HILDUR HEBA EINARSDÓTTIR 16 ára 176 sm FRAMHERJI RAKEL RÓS ÁGÚSTSDÓTTIR 24 ára 173 sm SKOTBAKVÖRÐUR ARNOLDAS KuNCAITiS 23 ára ÞJÁLFARI EVA RÚN DAGSDÓTTIR 15 ára 159 sm bakvörður KATRÍN EVA ÓLADÓTTIR 15 ára 175 sm FRAMHERJI SÓLVEG BIRNA HALLDÓRSDÓTTIR 21 ára 189 sm FRAMHERJI RÚNAR ÁKI EMILSSON 28 ára AÐSTOÐARÞJÁLFARI 10 42/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.