Feykir


Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 2
Mikið hefur verið rætt um plastmengun síðustu misseri og það af gefnu tilefni. Plastmengun í hafinu er sýnilegt og stórt vandamál eins og sagt er frá í fjölmiðlum. Til að sporna við þessum fjanda hefur umhverfisráðherra verið brýndur til að banna plastpokanotkun í verslunum og gera innflytjendum og framleiðendum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir, til að auðvelda fólki að snið- ganga þær. Á íslenskri heima- síðu upplýsingastofu Samein- uðu þjóðanna í Norður-Evrópu segir að 70 milljónum plast- poka sé hent hér á landi á hverju ári og megi gera ráð fyrir því að verulegur hluti þeirra lendi fyrr eða síðar í sjónum. Ekki kemur fram hvort þetta séu eingöngu inn- kaupapokar eða allir þeir pokar sem notaðir eru hér á landi. Þetta eru ógnvænlegar tölur. Ég fór í búð um daginn og keypti smotterí til heimilisins; brauð, smjör, ost, jógúrt, skyr, pepperoní og skinku, pizzasósu, jarðarber, egg, sveppi og örlítið af hakki, franskar úr frystinum og gos. (Já, ég þarf að fylla belginn!) Ég ætlaði að vera umhverfisvænn og taka með mér taupoka að heiman en bara steingleymdi því svo ég keypti einn höldupoka. Ég var með helvíti mikið samviskubit yfir því að hafa keypt þennan déskotans poka sem gæti síðar meir átt þátt í því að kæfa jörðina með mengun. „Af hverju er ekki búið að banna þetta svo ég sé ekki ábyrgur fyrir plastmengun í hafinu,“ hugsaði ég meðan ég tæmdi pokann heima. Þá tók ég eftir því að allar vörurnar sem ég hafði keypt voru pakkaðar inn í plast. Ég hef þá trú að við höfum nú þegar tapað stríðinu gegn plastinu enda um magnað efni að ræða sem hefur aukið lífsgæði okkar svo um munar frá því að það var fundið upp. Við, og þá er ég að tala um allan heiminn, höfum bara ekki kunnað að umgangast plastið nægilega vel eftir að við höfum notað það. Eða hvað? Mér skilst að í Hveragerði sé fyrirtæki, Pure North Recycling, sem endurvinnur rúlluplast frá bændum sem svo er flutt til Bretlands til frekari vinnslu. Sigurður Halldórsson, eigandi og framkvæmdastjóri, sagði í viðtali, sem birtist á Mbl.is í júlí í fyrra, að á hverju ári falli til um 2.500 tonn af rúlluplasti auk um 1.600 tonna af annarri svipaðri plastfilmu hér á landi. Hann segist framleiða gæðavöru úr plastinu og vera í beinni samkeppni við sambærileg endurvinnslufyrirtæki erlendis um hráefni. Ég rakst líka á grein í natturan.is, sem gefur sig út fyrir að vera vefur með umhverfisvitund, um bandarískt fyrirtæki sem hefur tekið upp byltingarkennda aðferð við endurvinnslu á plasti. Þar er plastinu breytt aftur í olíuna og gasið sem það var unnið úr. „Allt sem til þarf segir GRC (global resource corporation), er vel stilltur örbylgjuofn og viti menn blanda efna sem gerð voru úr plasti verða aftur að olíu og gasi (ásamt nokkrum afgangsefnum).“ Er það kannski endurvinnslan sem við ættum að skoða og leggja áherslu á frekar en bannið á innkaupapokunum? Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Verðmæti eða mengun Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 110 tonnum var landað á Skagaströnd í síðustu viku og var Steinunn SF aflahæst þeirra níu skipa og báta sem þar lögðu upp með tæp 48 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu einnig níu skip og bátar og var Drangey SK með mesta aflann, 153 tonn. Á Hofsósi landaði Ásmundur SK 2.374 kílóum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 728.163 kíló. /FE Aflatölur 4. – 10. nóv. 2018 á Norðurlandi vestra Drangey SK með 153 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.374 Alls á Hofsósi 2.374 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 781 Dísa HU 91 Landbeitt lína 1.190 Dúddi Gísla GK 48 Lína 16.302 Fengsæll HU 56 Línutrekt 1.440 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 5.813 Hafdís HU 85 Línutrekt 408 Hafrún HU 12 Dragnót 3.088 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 33.363 Steinunn SF 10 Botnvarpa 47.968 Alls á Skagaströnd 110.353 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 153.008 Fjölnir GK 157 Lína 82.773 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 86.856 Kristín GK 457 Lína 80.066 Málmey SK 1 Botnvarpa 103.732 Onni HU 36 Dragnót 21.078 Páll Jónsson GK 7 Lína 49.435 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.906 Þorleifur EA 88 Dragnót 33.582 Alls á Sauðárkróki 615.436 Samband A-Húnvetnskra kvenna Skemmtikvöld til styrktar HSB Í tilefni 90 ára afmælis SAHK, Sambands Austur- Húnvetnskra kvenna, ætlar sambandið að standa fyrir skemmtikvöldi fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allur ágóði mun renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi til kaupa á baðlyftu en hún kostar um 1,2 milljónir kr. Dagskráin verður með léttu sniði, Albert og Bergþór verða með erindi um daglegt líf á léttum nótum með söng og fleiru skemmtilegu. Hjónadúettinn Hugrún og Jonni, Sigga og Dóri verða með söngatriði, dregið verður í happdrætti, boðið verður upp á léttar veitingar og fleira. Aðgangseyrir verður kr. 3000 en tekið skal fram að enginn posi er á staðnum Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson verða með erindi á léttu nótunum á styrktarkvöldi SAHK. AÐSEND MYND Einnig verður hægt að kaupa auka happdrættismiða á 1000 kr. og eru veglegir vinningar í boði. Skráning er á netfangið audolfur@simnet.is eða í síma 8640208 (Ingibjörg) 8463017 (Gunna). Skráningu lýkur sunnudaginn 25. nóvember. Fyrirtæki og þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styðja gott málefni geta lagt inn á reikning Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar: 0307-26-270 kt. 490505 0400. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að styrkja þetta góða málefni. /Fréttatilkynning Neyðarkall björgunarsveitanna Seldist vel á Króknum Salan á Neyðarkallinum fór fram um helgina 1.-3. nóvember og gekk vel og vill Skagfirðinga- sveit, björgunarsveitin á Sauðárkróki, koma þökkum á framfæri fyrir góðar móttökur sem sölufólk fékk hjá fyrirtækjum og íbúum við kaup á neyðarkallinum í ár. „Salan byrjaði 1. nóvember og gengið var í hús um kvöldið. Slysavarnafélagið og Björgunarsveitin ásamt dyggri aðstoð frá unglingadeildinni Trölla gekk í hús um helgina, einnig seldum við í anddyri Kaupfélags Skagfirðinga seinnipart föstudagsins. Einnig mega koma fram þakkir til sjálfboðaliða sem tóku þátt í sölu á neyðarkallinum,“ segir Þorgerður Eva Þórhallsdóttir hjá Skagfirðingasveit. Fjármagnið, segir Þorgerður, verður notað til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunar- sveitarmanna, en eins og flestir vita er rekstur björgunarsveita dýr. Miklir fjármunir fara í rekstur alls búnaðar sveitanna, húsnæði og þjálfun björgunar- sveitarfólks og segir Þorgerður að sala á Neyðarkallinum sé stór liður í fjármögnun þess. /PF 2 43/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.