Feykir


Feykir - 14.11.2018, Síða 4

Feykir - 14.11.2018, Síða 4
AÐSENT : Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU 16.11.2018 Á íslensku má alltaf finna svar Jónas Hallgrímsson var snillingur. Hann var skáld og vísindamaður, draumóra- og hugsjónamaður. Hann unni landi sínu, þjóð og tungu og lagði líf sitt undir í þjónustu við þetta þrennt. Allt lífsverk hans endurspeglar hugsjónir hans og drauma um sjálfstæði og velferð lands sem bjó yfir einstakri náttúru og þjóðar sem átti sjálfstæði sitt í rótum menningar sinnar og tungu. Jónas ferðaðist um landið og rannsakaði náttúru þess frá hálendi og niður til stranda. Hann safnaði gögnum og lagði þannig fram sinn skerf til náttúru- fræði 20. aldar en draumur hans var náttúrufræðideild við Latínuskólann í Reykjavík. Sá draumur rættist um 100 árum síðar. Jónas var frum- kvöðull að því leyti að hann kom fram með nýjungar á sviði náttúruvísinda sem brutu í bága við gildandi trúarskoðanir manna á þessum tíma en 19. öldin var í sjálfu sér stökkpallur inn í nútíma 20. aldarinnar. Fyrir vikið var Jónas ekki alltaf virtur eða viðurkenndur fyrir nýjungar sínar og um hann má ef til vill segja að í lifanda lífi hafi hann verið glataður snillingur. Vísindin efla alla dáð segir í einu ljóða hans og undirstrika þau orð nútímalega sýn náttúruvísindamannsins. Jónas vildi sjá sjálfstæði þjóðar með Alþingi á Þingvöllum. Hann vildi menntun fyrir alla og vildi koma á almenningsfræðslu og skólaskyldu fyrir börn en það varð ekki að veruleika fyrr en í lok aldarinnar. Hann vildi íslenska tungu hreina og ómengaða og eru verk hans birtingar- mynd þess. Í kvæðinu Ásta sem hefst á orðunum Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra! kemur glöggt fram að hann unni íslenskri tungu. Sterkari og einfaldari skilaboð gat hann ekki gefið þjóð sinni en þau: að láta sér þykja vænt um móðurmálið. 21. öldin er öld alþjóðahyggju og alþjóðamenningar og fólksflæðið á milli landa er mikið. Þar við bætist gífurleg notkun samfélagsmiðla sem hefur mikil áhrif á börn og ungmenni. Á sama tíma og leikskólabörn öðlast mikla færni í enskri tungu er óttast um framtíð íslenska móðurmálsins og foreldrar ungra barna eru nú hvattir til að tala við börnin sín, lesa fyrir þau og með þeim og syngja á móðurmál- inu til að rækta þann grunn sem nauðsynlegur er til að íslensk tungan glatist ekki. Það er ljóst að íslensk þjóð má ekki sofna á verðinum í hinu alþjóðlega og tæknivædda umhverfi. Íslensk stjórnvöld eru nú að vakna til vitundar um mikilvægi þess að íslenskan geti átt sér stað í hinum stafræna heimi og hafa tekið fyrstu skrefin í að setja fjármagn í þann málaflokk. Tæki eru orðin þannig úr garði gerð að þau taka á móti munnlegum skipunum og mikilvægt er að íslensk tunga eigi sér sess í stafræna heiminum. Ef Íslendingar telja á fjórða hundrað þúsund má velta fyrir sér hve stórt hlutfall þeirrar tölu á sér íslensku að móðurmáli. Það þykir sjálfsagt að þjónustufólk á veitinga- stöðum, verslunum og heilbrigðisstofnunum séu annað hvort ekki mælandi á íslenska tungu eða búi yfir takmarkaðri færni. Því þarf að breyta og eina ráðið til þess er að efla færni þessa fólks í íslenskri tungu. Þar þurfa bæði stjórnvöld og atvinnu- rekendur að taka höndum saman, betur má ef duga skal. Árið 1994 hóf MS auglýsingar- herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi þess að varðveita tunguna. Af því tilefni orti Þórarinn Eldjárn Íslenskuljóð, kvæði um íslenska tungu, við þekkt lag eftir Atla Heimi Sveinsson en ung stúlka, Alexandra Gunnlaugsdóttir, varð þjóðþekkt fyrir söng sinn á þessu lagi. Þessi auglýsing MS hefur fest sig í sessi hjá þjóðinni og flestir landsmenn þekkja ljóð og lag. Það er ekki úr vegi á Degi íslenskrar tungu að flagga þessu Íslenskuljóði Þórarins Eldjárns. Íslenskuljóð Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var, og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg, um gamalt líf og nýtt í sveit og borg. Á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál. Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn – nema ég og þú. Já, þetta er svo afar einfalt en getur skipt sköpum um líftíma okkar ástkæra ylhýra móðurmáls, íslensk- unnar: Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn – nema ég og þú. Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir, íslenskukennari við FNV FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir Blóðug lækning? Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að garði fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru aðeins sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis.1 Fyrir þann tíma þurftu flestir að reiða sig á eigið hugvit, alþýðuvisku og húsráð, sjálf- menntaða menn og „skottulækna“ til að bjarga lífi og limum. Jónas Jónasson frá Hrafnagili fjallar um heilsufar og lækningar í bókinni Íslenskir þjóðhættir (1934) og er þar að finna margt skondið og skrítið. Annað af tvennu þótti gott til að bregðast við snöggum veikindum; að taka blóð eða að láta sjúklinginn svitna duglega. Blóðtökumenn var víða að finna, en orðstír þeirra virðist hafa verið afar misjafn. Töldu sumir að blóðtaka væri allra meina bót, en hvar blóðið var tekið fór eftir þeim sjúkdómi sem við átti hverju sinni: „við augnveiki var tekið blóð úr augnkrókunum, á enninu við höfuðverk, neftotunni við höfuðþyngslum, innan á skóleistinum við kýlum og bólgu í andliti, hjá naflanum til þess að koma lagi á innyflin o.s.frv.“.2 Alls voru blóðtökustaðir 53. Við sumum sjúkdómum þurfti að taka blóð á hverju tungli, en jafnframt á réttum dögum; úr eldra fólki á minnkandi tungli og ungu fólki með vaxandi tungli. Ekki mátti taka blóð við höfuðveiki er tungl gekk í hrútsmerki eða við fótaveiki er það gekk í fiskamerki. „Ef blóðið gaus mjög ákaft úr beninni, trúði fólk því, að feykilegur vindur væri í blóðinu, og væri lífsnauðsynlegt heilsunnar vegna að hleypa honum út. Stundum villtust þessir blóð- tökumenn á slagæðar og urðu þannig mönnum að aldurtila“.3 Ekki batnaði ástandið þegar tveir eða fleiri blóðtökumenn hittust við sama sjúkrabeðið, en þá þótti allt vitlaust hjá hinum og þurfti að láta blæða á öðrum stöðum og meira. „Urðu margir að aum- ingjum fyrir þessar aðgerðir þeirra“.4 Við aðgerðir sem þessar voru stundum notaðir blóðbíldar eða blóðtökubíldar, bæði á menn og skepnur. Á Byggðasafni Skagfirðinga, í Glaumbæ, má finna slík verkfæri, en mikið getum við verið fegin að þau hafi lagst úr notkun. ___________ 1 Embætti Landlæknis. Sagan, sótt af https://www.landlaeknir. is/um-embaettid/saga/ 2 Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir (1934). (Einar Ólafur Sveinsson bjó til prentunar). Bókaútgáfan Opna, Reykjavík. Bls. 313. 3 Sama. Bls. 315. 4 Sama. Bls. 314. Blóðtökubíldur (BSk-378) frá Sigfúsi Péturssyni (1830-1922) frá Eyhildarholti. MYND: BSK Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir nóvember Umhleypingasamt og stillur á milli Þriðjudaginn 6. nóvem- ber 2018 kom Veðurklúbb- urinn á Dalbæ á Dalvík saman til að fara yfir síðasta spágildi. Menn voru almennt nokkuð sáttir við hvernig til tókst með spádóminn fyrir októbermánuð, segir í tilkynningu klúbbsins. „Nýtt tungl kviknaði í suðvestri miðvikudaginn 7. nóvember kl 16:02 og það er einróma álit að veðrið í nóvember verði svipað og verið hefur í október. Um- hleypingasamt og stillur á milli. Það verða breytilegar áttir, en þó eitthvað meira að norðaustan sem ætti ekki að vera slæmt fyrir okkur hérna á Dalvíkinni. Það jaðrar við að hægt hefði verið að senda októberspána aftur fyrir nóvember,“ segja spámenn- irnir en þeir voru átta sem mættu til fundarins sem hófst kl 13:45 og lauk kl 14:20. Veðurvísa nóvember: Í október hefst skólinn að bjóða börnum heim. Í nóvember er náttlangt í norðurljósageim. /PF 4 43/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.