Feykir


Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 8
Hananú! Feykir.is Einhver spurði um tilurð nafsins Tanni á fyrirtækinu. Sveinn svaraði með eftirfarandi sögu: Ég var atvinnulaus á bótum eftir að síldin hvarf. Það var leiðinlegur tími og fór ég að hugsa ráð mitt og keypti með öðrum gamlan snjóbíl og gerðum honum nokkuð til góða. Við fengum nóg fyrir hann að gera og reksturinn gekk vel svo við keyptum nýjan snjóbíl með tönn. Með honum sáum við í mörg ár um samgöngur yfir Oddskarð og víðar. Þegar hætt var rekstri snjóbílsins var farið í rútubílaútgerð. Snjóbíllinn var kallaður Tanni og skýrðum við fyrirtækið eftir honum. Kvöldmatur var klukkan 19:00 með sjálfsafgreiðslu. Veður fór að ganga niður með kvöldinu. Mánudagur 3. september Eftir góða sturtu fórum við í morgunmat klukkan átta. Svipað veður og í gær, suðvestan gola og rigning. Sveinn var kominn með bílinn á planið hjá hótelinu. Hafði komið um kvöldið. Um klukkan níu komum við úr morgunmat og tókum til í herberginu. Þá var sólin farin að skína en skýjaklakka rak yfir Þórshöfn. Klukkan tíu ók Sveinn okkur niður að SMS–vöruhúsi. Þar skoðaði fólk vöruúrvalið og gekk síðan niður að höfn og skoðaði sig um á leiðinni. Eyjarnar í Færeyjum eru átján. Við komum til Straumeyjar, Austureyjar, Vogeyjar og Borðeyjar. Af eftirminnilegum stöðum eru mér efstir í huga, Kirkjubær, minnismerkið um drukknaða sjómenn á Rakatanga og kirkjan í Klaksvík. Norræna við bryggju í Þórshöfn rétt áður en við gengum um borð. Lagt var úr höfn klukkan tvö í sólskini og góðu veðri. Siglt var um Leirvíkurfjörð og á milli Austureyjar og Karlseyjar. Eftir fjögurra tíma siglingu fór veltingur að aukast og orðið erfitt um gang og skriftir. Við fengum herbergi númer 18 á sjöundu hæð ásamt Kristínu Helgadóttur og Ingimar Jóhannssyni. Þriðjudagur 4. september Komið var til Seyðisfjarðar klukkan níu og skilaði Sveinn ferðalöngum heim til Skagafjarðar hressum og ánægðum eftir skemmtilega og eftirminnilega ferð. Ferðafélögum þakka ég góða samfylgd, Sveini leiðsögnina og Helgu lipra og góða fararstjórn. Það var fróðlegt og gaman að koma til Færeyja. Allir Færeyingar sem við hittum báru hlýjan hug til Íslendinga og það gleður greinilega Færeying að hitta Íslending. Megi svo verða um ókomin ár. Heimildir: 7. Gils Guðmundsson 1968. Lönd og lýðir, V. bindi. Færeyjar bls. 18. Þessi misserin vinna grunnskólar í Skagafirði í sameiningu að ytra mati á skólastarfi. Er það gert eftir nýrri aðferð sem fengið hefur nafnið Skólaspegill og er hún byggð á skoskri hugmyndafræði sem aðlöguð er að íslenskum aðstæðum. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er samstarfsverkefni fræðsluþjónustu Skagafjarðar og allra skóla sem heyra undir Sveitarfélagið Skagafjörð, leik-, grunn- og tónlistarskóla. Það er Helga Harðardóttir, kennsluráð- gjafi og verkefnastjóri hjá fjöl- skyldusviði Skagafjarðar, sem stýrt hefur þessu nýja verkefni og er það í leiðinni hluti af lokaverk- efni hennar í opinberri stjórnsýslu. Skólarnir í Skagafirði hafa um margra ára skeið, eða allt frá árinu 1999, átt í miklum og góðum samskiptum við Skota og sótt til þeirra aðferðafræði sem notuð hefur verið við innra mat skólanna. Hafa sjálfsmatsaðferðir skv. skoskum gæðagreinum verið iðkaðar í grunn- og leikskólum um langa hríð og einnig í Tónlistarskóla Skagafjarðar síð- ustu árin. Að sögn Helgu lá því nokkuð beint við að leita til Skota um aðferðir ytra mats. Farið var í kynnisferð til Skotlands þar sem starfsfólk fræðsluþjónustunnar ásamt skólastjórum í leik-, grunn- og tónlistarskóla fengu að kynnast skosku matsaðferðinni og notkun hennar á vettvangi í sveitarfélaginu West Lothian Council í Skotlandi. Í framhaldi af því var ráðist í að þýða efnið sem kallast Validated Self Evaluation en hefur fengið íslenska heitið Skólaspegillinn – staðfest sjálfsmat og aðlaga það að skagfirskum skólum. Markmiðið með þessu verkefni er í raun tvíþætt, annars vegar að uppfylla lagaskyldur varðandi ytra mat skóla á sveitarfélagsstigi og hins vegar að auka gæði skólastarfs innan sveitarfélagsins. Helga segir að það sem greini þessa mats- aðferð frá öðru ytra mati sé að hér sé fókusinn ekki á hlutleysi matsmanna enda sé það starfsfólk skólanna og fræðsluþjónustu sem inni það af hendi. Ákveðið var að hefjast handa með ytra mat í Árskóla í lok október með aðferðum Skólaspegilsins. Að sögn Helgu er hér ekki um heildarmat á skólastarfi að ræða, heldur ákveður sveitarfélagið tvo matsþætti og skólinn getur ákveðið einn. Að þessu sinni óskaði sveitarfélagið eftir að metin yrði innleiðing á nýrri lestrarstefnu Skagafjarðar sem unnið hefur verið eftir frá haustinu 2017 og Árskóli óskaði eftir því að athugun yrði gerð á teymisvinnu. Einnig var fjallað um almennt skólastarf. Mátu 27 kennslustundir Matið í Árskóla tók þrjá daga, fyrsta daginn var yngsta stigið heimsótt, miðstigið þann næsta og síðasta daginn var farið í kennslustundir á unglingastigi og á þeim tíma sat hópurinn samtals 27 kennslustundir þar sem gerðar voru vettvangsathuganir inni í árgöngum. Einnig voru tekin rýnihópaviðtöl við fulltrúa nemenda og foreldra, tvö rýnihópaviðtöl við hópa kennara og eitt rýnihópaviðtal við starfsmenn sem sinna öðrum störfum en kennslu. „Þannig að við fengum í raun og veru greiningu á ansi mörgu,“ segir Helga. „En markmiðið er að uppfylla þessar lagaskyldur, og að þetta sé samstarfsmiðað mat á skólastarfi á sveitarfélags vísu, þannig að við erum að vinna þetta í anda hugmynda um lærdómssamfélagið og heildtæka nálgun í skólastarfi. Aðferðin gengur út á það að við sem samfélag erum að reyna að finna leiðir til að efla gæði skólastarfs í sameiningu. Við ákváðum að byrja á grunnskólanum af því að þeir eru komnir lengra af stað í innra mati á skólastarfi og síðar mun fara fram sambærilegt mat í leikskólunum.“ Helga segir að nú taki við að ljúka skýrslu um matið í Árskóla. Niðurstöður matsins verða notaðar til að gera umbótaáætlun sem síðan verður kynnt á fundi fræðslunefndar ásamt matsferlinu. Að ákveðnum tíma liðnum verður svo farið yfir umbótaáætlunina í þeim tilgangi að skoða hvernig umbótum hefur verið fylgt eftir. Áætlað er að mat með aðferðum Skólaspegilsins muni næst fara fram í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Leiðir vonandi til aukinna gæða í skólastarfi „Þetta gekk ótrúlega vel og var mjög skemmtilegt ferli. Við vorum sammála um það í teyminu að þetta gekk snurðulaust fyrir sig, aðferð Skólaspegilsins reyndist vel og mun vonandi leiða til aukinna gæða í skólastarfi í Skagafirði. Markmiðið er að við séum að taka ábyrgð á skólunum í sameiningu og deila góðu verklagi,“ segir Helga Harðardóttir að lokum. Helga fylgist með kennslu í Árskóla. MYNDIR: SELMA BARÐDAL Ytra mat á skólastarfi í Skagafirði Markmiðið að auka gæði skólastarfs Rætt við Helgu Harðardóttur, kennsluráðgjafa og verkefnastjóra hjá fjölskyldusviði Fræðsluþjónustu Skagafjarðar VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Matsteymið að störfum. 8 43/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.