Feykir


Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 2
Íbúðir í fyrirhuguðum nýbygg- ingum við Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi og Höfðabraut 28 á Hvammstanga hafa verið auglýstar til sölu en til stendur að byggja þar fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru. ASK arkitektar annast hönnun húsanna og byggingaraðili er Uppbygging ehf., Loftorka sér um forsteyptar einingar og innréttingar eru frá Voké-lll. Íbúðirnar sem um ræðir eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja og eru u.þ.b. 61,5 m2, 86 m2 og 100 m2 að stærð. Það er Húseign fasteignamiðlun sem annast sölu íbúðanna. Í samtali við Húna.is segir Baldvin Ómar Magnússon hjá Húseign fasteignamiðlun að áætlað sé að afhenda kaupendum íbúðirnar í byrjun árs 2020 en það miðist við að bygging þeirra geti hafist í byrjun næsta árs. Segir hann að íbúðirnar verði sérlega glæsilegar með harðparket í öllum rýmum nema forstofu og baðherbergjum þar sem verði flísar. Innihurðir verði yfirfelldar eikarhurðir, bað- herbergisveggir flísalagðir og baðherbergi með loftræstingu. Svalir verði steyptar með galvaníseruðu járnhandriði og klætt með plastplötum. Útveggir húsanna verði ein- angraðar forsteyptar einingar, loftplata steypt og gluggar og hurðir úr timbri og áli. Stéttir við aðalinnganga verði steyptar og hellulagðar með hitalögnum að hluta, lóðir þökulagðar og bílaplön malbikuð. /FE Nú er aðventan um það bil hálfnuð og jólin handan við hornið með öllum sínum hátíðleika, viðburðum, veisluhaldi og ekki má gleyma gjöfunum. Vafalaust er það umhugsunarefni margra þessa dagana hvað eigi að kaupa í jólagjöf handa hinum eða þessum og úrlausn vandans mismunandi augljós. Nú, á tímum allsnægta, verður það æ erfiðara viðfangsefni að finna gjöf sem hittir í mark og gleður viðtakandann. Og á þessum tímum, þegar allir eiga allt, held ég að alltaf fjölgi gjöfunum sem hver og einn fær, svo öfugsnúið sem það er. Hvað á að gefa barni sem vantar ekki neitt? Vafalaust gefa flestir dót eða föt. Og dótið flæðir út úr dótakössunum og fataskáparnir fyllast af fötum sem síðan lenda svo til ónotuð hjá Rauða krossinum, ekkert nema gott um það að segja að vísu. Þegar ég hugsa til baka til minna yngri ára minnist ég þess að flestar gjafirnar sem ég fékk voru bækur. Einhverra hluta vegna lít ég aldrei á bækur sem einhvern óþarfa sem safnast upp hjá fólki, heldur sem gjöf sem hægt er að njóta endalaust. Ég held hins vegar að því miður hafi þróunin orðið sú að æ færri gefa börnum bækur, því er nú verr. Í þau fjölmörgu ár sem ég starfaði sem kennari hafði ég það fyrir reglu að spyrja krakkana sem ég kenndi, unglinga í flestum tilfellum, eftir því hvaða bækur þeir hefðu fengið í jólagjöf og víst er það að þeim fjölgaði alltaf tilfellunum þar sem engin bók hafði komið úr pakkaflóðinu. Sem betur fer fengu þó flestir einhverja bók en sjaldnast voru þær fleiri en ein undir það síðasta. Ég er ekki sátt við þessa þróun. Það að hvetja ungu kyn- slóðina til að lesa góðar bækur hlýtur að vera mikilvæg undirstaða þess að viðhalda málinu okkar og efla það, ekki veitir nú af. Það eru til margir afbragðsgóðir barna- og unglingabókahöfundar sem skrifa bækur sem allir, jafnt börn sem fullorðnir, geta haft yndi af að lesa. Auðvitað lesa margir krakkar heilan helling af bókum sem þeir fá að láni á bókasöfnunum en hvaða skilaboð sendir það börnunum ef bækur eru ekki nógu merkilegar til að velja þær sem gjöf? Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, skrifaði í síðustu viku opið bréf til útvarpsstjóra og Kiljustjóra þar sem hún gerir athugasemd við umfjöllun barna- og fjölskyldubóka í Kiljunni og segir að umfjöllun sé ekki rétta orðið, heldur öllu heldur handfjötlun. Eftir að hafa lesið grein Kristínar Helgu horfði ég á umrædda umfjöllun og verð að taka heilshugar undir orð hennar. Á rúmri mínútu er sjö bókum rennt í gegn og áhuginn „skín“ út úr andliti þáttarstjórnanda. Sumir hlutir eru betur látnir ógerðir, því miður. Hvernig væri svo að velja bækur til jólagjafa þessi jólin? Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Bók er best vina Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Alls bárust 336.396 kíló af fiski á land á Norðurlandi vestra í síðustu viku. Átta bátar lönduðu á Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra 53.580 kíló. Á Sauðárkróki lönduðu Drangey, Málmey og Onni rúmu 281 tonni og Harpa landaði einu og hálfu tonni á Hvammstanga. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 2. – 8. desember 2018 336 tonn á land í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 3.011 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.661 Fengsæll HU 56 Línutrekt 841 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 3.551 Hafdís HU 85 Línutrekt 604 Hafrún HU 12 Dragnót 770 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 35.458 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 7.684 Alls á Skagaströnd 53.580 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 118.165 Málmey SK 1 Botnvarpa 157.728 Onni HU 36 Dragnót 5.426 Alls á Sauðárkróki 281.319 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.497 Alls á Hvammstanga 1.497 Hvammstangi og Blönduós Íbúðir í nýbyggingum til sölu Íslensk matargerðarlist Mæðgur með sín hvora uppskriftabókina Ný bók um íslenska matargerð kom út á dögunum hjá Christian Verlag í Þýskalandi. Höfundur hennar er Gudrun Kloes á Laugarbakka sem sjálf er bókaútgefandi, Túrí, en þar kom út önnur matreiðslubók á þýsku fyrir nokkrum árum sem dóttir Gudrunar samdi en sú bók er enn til sölu og í fullu gildi. Bók Gudrunar nefnist Das Kochbuch og í henni er að finna fjölbreyttar uppskriftir af ekta íslenskum mat. Fallegar ljósmyndir eru í bókinni eftir Áslaugu Snorradóttur, en hún hefur gert fjöldann allan af uppskriftabókum með frægum kokkum og sjónvarpsefni, t.d. með Sveini Kjartanssyni en þeir þættir voru sýndir í RÚV fyrir nokkrum árum. Bók Maike Hanneck, dóttur Gudrunar, heitir Islandkochbuch en þar er að finna ýmsan fróðleik, uppskriftir, orðasafn og margt fleira um íslenska matargerð þá og nú. „Okkur finnst gaman að elda og baka, og við erum náttúrulega Íslandsvinir í stjörnuflokki,“ segir Gudrun Kloes. /PF Fyrirhuguð bygging við Höfðabraut 28 á Hvammstanga. MYND: ASK ARKITEKTAR Kápan á bók Gudrunar Kloes. 2 47/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.