Feykir


Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 6
6 47/2018 Jörundi en í samtalsbókinni sem áður er nefnd kemur fram að Jörundur lagði til efnið í bátinn en Friðrik Pétursson smíðina. Vorið sem Friðrik fæddist hafði faðir hans farið í hákarlalegur, en fengið sjávar- volk mikið og stór veður, svo að þá hrakti vestur á Ísafjörð og spurðist ekkert til þeirra lengi vel eða í þrjá mánuði. Um það leyti er Friðrik fæddist voru menn orðnir úrkula vonar um að þeir væru á lífi, og varð það til þess að Friðrik var skírður í höfuðið á föður sínum. Foreldrar Friðriks bjuggu tvö ár á Hálsi eftir að hann fæddist, en fluttu þá búferlum að Ytra-Garðshorni í sömu sveit. Þar bjuggu þau í þrjú ár er þau fluttu að Syðri-Reystará í Möðruvallasókn og voru þar eitt ár. Eftir fardaga vorið 1874, þegar Friðrik var að byrja sitt sjöunda ár, tók fjölskyldan sig upp á ný og hélt í Skagafjörð, fornstöðvar föðurættar Frið- riks. „Mig hálfsundlaði í Hjeraðsvötnunum, því fljótið var á miðjar síður og afarbreitt á Silfrastaða-vaði. Jeg sat klofvega í kvensöðli, bundinn með trefli við sveifina. Ferðinni var heitið að Litladal í Tungusveit, en þar ætluðu foreldrar mínir að búa í tvíbýli við Jóhannes Pjetursson, bróður pabba míns. Bærinn Litlidalur stendur í dalverpi fögru og eru þar 3 bæir: Hjeraðsdalur, Litlidalur og Litladalskot,“ rifjar Friðrik upp. Um haustið segist Friðrik hafa farið að lesa í bók sem hann fékk að gjöf, líklega í tannfé. Það var Biblían sem átti svo eftir að verða hans fylgifiskur ævina út. „Jeg lá yfir þeim lestri sýknt og heilagt og á jeg þessu afarmikið að þakka, og hef búið að því ætíð síðan. Já, jeg býst við að þar hafi ver- ið lagður aðal-grundvöllurinn undir framtíðarhamingju mína. Jeg man einna minst af leikjum mínum það ár, því þá hafði Þegar Friðriks er minnst er sjaldan farið í uppruna hans utan það að hann sé fæddur í Svarfaðardal. Því hefur ekki mikið verið haldið á lofti að Friðrik var Skagfirðingur í föðurættina, stoltur af uppruna sínum og tengslin sterk við ættingja. Á sjöunda ári fluttu foreldrar Friðriks í Skagafjörð og síðar í Austur- Húnavatnssýslu þar sem hann endaði hjá vandalausum eftir að fjölskyldan hafði verið leyst upp. Árið 1928 kom út bókin Undirbúningsárin, Minningar frá æskuárum þar sem Friðrik rifjar upp ýmislegt úr æsku sinni og verður stiklað á stóru hér í Feyki. Stafsetningu er leyft að halda sér þar sem vitnað er beint í bókina. „Jeg er fæddur að Hálsi í Svarfaðardal þ. 25. maí 1868. Mjer þykir ávalt mikið til þess dags koma, ekki af því að hann er fæðingardagur minn, heldur af því að þá var jeg skírður, nokkrum mínútum eftir að ég fæddist. Var það fyrsta og stærsta velgjörðin, sem ég hef hlotið á æfi minni. - Skírnin var seinna staðfest af sóknarprestinum, sjera Páli sálmaskáldi Jónssyni á Völlum (seinna að Viðvík í Skagafirði),“ segir í upphafi bókarinnar. Foreldrar Friðriks voru hjónin Friðrik Pétursson og Guðrún Pálsdóttir, og var hann fyrsta barn þeirra. Móðir Friðriks var ættuð úr Eyjafirði, dóttir Páls Þórðarsonar frá Kjarna. Af honum er Kjarnaætt komin. Friðrik Pétursson var hins vegar ættaður úr Hjaltadal í Skagafirði og hafði hann lært skipasmíðar og stundaði þær um stund, en lagði síðar fyrir sig húsagjörð og kirkjusmíðar. Var hann sagður mikill hagleikamaður, bæði stórvirkur og vandvirkur, ólíkt syni sínum sem sagðist ekki hafa erft þann hagleik og í raun ekki getað tálgað óskakkan hrífutind. Faðirinn hafði og numið nokkuð í siglingafræði og var um hríð formaður á hákarlaskipinu Hríseying, er hann sjálfur hafði smíðað. Skipið átti hann á móti Hákarla- SAMANTEKT Páll Friðriksson Á þessu ári eru liðin 150 ár frá því að hinn mikli æskulýðsleiðtogi Íslendinga, séra Friðrik Friðriksson, fæddist en það átti sér stað þann 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal. Í samtalsbók Valtýs Stefánssonar, Friðrik segir frá, kemur fram að naflastrengurinn hafi verið þrívafinn um hálsinn á honum og töldu viðstaddir að hann væri dáinn. Nafn Friðriks er oftast tengt KFUM og KFUK sem stofnað var 1899 en einnig gera Valsmenn nafni hans hátt undir höfði þar sem hann átti aðild að stofnun Knattspyrnufélagsins Vals 1911. Karlakór KFUM (sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður) var einnig komið á legg 1911, skátafélagið Væringjar 1913 og þá átti Friðrik aðild að stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka 1931. Friðrik lést í hárri elli í Reykjavík, árið 1961, tæplega 93 ára. MYNDIR ERU FENGNAR ÚR BÓKINNI SÉRA FRIÐRIK SEGIR FRÁ. 150 ár frá fæðingu séra Friðriks Friðrikssonar Skagfirðingur í húð og hár jeg leiksystur, Sigrúnu, dóttur Jóhannesar föðurbróður míns. Það hefur dreift huganum. Þótt jeg læsi aðallega í biblíunni, þá kyntist jeg öðrum bókum af lestri annara.“ Bókhneigður ónytjungur Næsta vor hætti smiðurinn og bóndinn að búa og flutti fjölskyldan enn á ný og nú að Breiðargerði í Tungusveit. Þar var hann í húsmennsku hjá Þórði Pálssyni, mági sínum, en að vera í húsmennsku þýðir að hafa húsnæði á einhverjum stað en vera annars sjálfum sér ráðandi. Hann gaf sig að smíðum og gat verið fjarri fjölskyldunni mánuðum saman að byggja hús og kirkjur annars staðar. „Hafði jeg lítið af honum að segja upp frá því. Hann gaf sig annars mjög sjaldan að mjer, og var mjer hvorki góður nje illur. Honum fanst víst lítið til mín koma. Jeg vildi altaf liggja í bókum og bjóst hann víst við að jeg yrði aldrei að manni. Jeg bar samt virðingu fyrir honum og þráði blíðlæti, en fann það ekki hjá honum. En það fjekk jeg aftur í ríkum mæli hjá móður minni og Þórði frænda. Þau þrjú ár sem jeg var í Breiðargerði, naut jeg mikillar ástúðar hjá honum og konu hans, Guðrúnu Magnúsdóttur. Þau voru mjer sem aðrir foreldrar og 5 börn þeirra sem systkini mín,“ skrifar Friðrik. Það er ekki laust við að maður geti séð líkindi við unga fólkið í dag sem oft er sakað um það að eyða of miklum tíma í snjalltækin. En bóklesturinn hjá Friðriki skilaði árangri og biblíusögurnar festust í huga barnsins og níu ára gamall, árið 1877, vakti hann mikla athygli fyrir kunnáttu sína hjá Zóphóníasi Halldórssyni, nývígðum presti að Goðdölum. Vorið 1878, er Friðrik varð tíu ára, fluttist hann frá Breiðargerði vestur í Húna- vatnssýslu en faðir hans hafði tekið að sér að reisa nýja kirkju að Svínavatni á Ásum. Langaði hann nú til þess að hafa fjölskyldu sína hjá sér og fékk því húsmennsku þar. Þar komst Friðrik í miklar bókmenntir og fyrir honum opnaðist nýr heimur sem hann segist hafa gengið inn í með lífi og sál. „Á þeim 3 árum, sem jeg dvaldi á Svínavatni, las jeg allflestar Íslendingasögurnar og Noregskonungasögur. Varð jeg mjer úti um þær hvar sem jeg gat. Sumt var til á Breiðagerði í Tungusveit. Þar bjó Friðrik með foreldrum sínum 1875-78.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.