Feykir


Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 47 TBL 12. desember 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Góð blanda af fróðleik og skemmtun Krókurinn í denn – Rósir á mölinni Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því undanfarið hve fullveldisafmælis Íslands hefur verði minnst á margvíslegan hátt víða um landið og þar hafa Skagfirðingar ekki látið sitt eftir liggja, þrír af skagfirsku kórunum hafa, ásamt fleirum, staðið að veglegum dagskrám í tilefni afmælisins, nemendur skólanna hafa haldið upp á það og fleira mætti telja. Nú síðast var svo sýningin Krókurinn í denn – Rósir á mölinni, sett upp í Bifröst á Sauðárkróki af hópi áhugafólks sem tók höndum saman og setti upp sviðsverk í tilefni tímamótanna. Hann var þéttskipaður salurinn í Bifröst sl. laugardagskvöld þegar seinni sýningin af tveimur á verkinu Krókurinn í denn – Rósir á mölinni var haldin, sýning sem hafði það að markmiði að minnast uppbyggingar Dana á Sauðárkróki og rifja upp sögu sem er hreint ekki öllum kunn. Verkið var sett upp í revíuformi þar sem sögumennirnir Gunnar Sand- holt, Sigurlaug Dóra Ingimundar- dóttir og Elva Björk Guðmundsdóttir leiddu áhorfendann aftur til móta 19. og 20. aldar og ferðuðust með honum um atburði áranna þar í kring. Sagan hefst þar sem ungur úrsmiður, Jörgen Franch Michelsen að nafni, stígur á skip í Danmörku og heldur til Íslands í þeim tilgangi að vinna að iðn sinni á Sauðárkróki. Svo skemmtilega vildi til að samferða þessum unga manni var enginn annar en Friðrik VIII Danakonungur en leiðir þeirra skildu þegar til Reykjavíkur var komið, Friðrik hitti fyrirmenn þjóðarinnar en Michelsen hélt norður í land og ílengdist á Sauðárkróki, rétt eins og margir aðrir Danir sem þar bjuggu og áttu Kakó og smákökur 22. desember Listakot Dóru í Vatnsdalshólum Opnuð verður vinnustofa í Vatnsdalshólum um miðjan desember en hana reka hjónin Aðalsteinn Tryggvason og Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir undir nafninu Listakot Dóru. Þann 22. desember verður boðið upp á kakó og smákökur frá klukkan tvö og fram eftir degi. Í Listakoti Dóru verður starfrækt innrömmunar- þjónusta og vinnustofa listamannsins Dóru en hluti af rýminu verður notaður til þess að taka á móti gestum en einnig verður aðstaða fyrir gestakennara. Dóra hefur unnið að list sinni undanfarin ár undir listanafninu Listakot Dóru og málar hún málverk, kerti, kort og fleira. Hún segir að í vetur megi búast við því að frá henni komi ýmislegt nýtt handverk sem er núna á þróunar- og framkvæmdastigi. /PF Falleg handmáluð kerti frá Listakoti Dóru. AÐSEND MYND Gerir ráð fyrir hvítum jólum Veðurklúbburinn á Dalbæ Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20. „Nú kviknar nýtt tungl í desember í austri þann 7. desember kl 7:20 og það mun vera jólatungl. Við höfum tilfinningu fyrir því að það muni ganga á með éljum í desember og snjó taki ekki upp. Ekki er von á öðrum svona hvelli en gerum ráð fyrir hvítum jólum og áramótum en viljum þó hafa sem fæst orð um veðrið yfir hátíðirnar enda getur brugðið til beggja vona. Við óskum öllum gleðilegra jóla og nýárs og vonum að veðrið verði þannig að við getum öll glaðst með þeim sem við deilum hátíðunum og veðrinu með,“ segir í skeyti Veðurklúbbsins Veðurvísa desember Þó desember sé dimmur þá dýrðleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Jólakveðja frá Veðurklúbbnum. /PF stóran þátt í að móta bæinn, bæði hvað varðar atvinnulíf, menningu og menntalíf á staðnum. Saga þessara athafnamanna og sambúð þeirra við innfædda Skagfirðinga virðist hafa verið með nokkuð öðrum og jákvæðari hætti en víða annars staðar og almennt hefur verið dregin upp í Íslands- sögunni. Eins og gefur að skilja þarf að stikla á stóru í stuttri dagskrá en öruggt hlýtur að teljast að forvitni margra hefur verið vakin og sýningin mun trúlega hvetja marga til að afla sér meiri vitneskju um viðfangsefnið. Hér er á ferðinni saga sem vert er að halda á lofti en er langt í frá lýðum ljós. Frásögn sögumannanna var brotin upp af skemmtilegum leiknum sketsum sem hópur leikara frá Leikfélagi Sauðárkróks flutti og brá sér í hin ýmsu hlutverk. Innslögin voru stutt og hnitmiðuð og studdu vel við textann. Ekki má svo gleyma innleggi Binna Júlla en hann sagði frá tengdaforeldrum sínum, þeim Ole og Minnu Bang, sem margir núlifandi Króksarar minnast með hlýju og virðingu. Tónlistin lék einnig stórt hlut- verk og glæddi sýninguna lífi. Stjórn hennar var í öruggum höndum Stefáns R. Gíslasonar sem er auðvitað fagmaður fram í fingur- góma. Söngatriði þeirra Kristjönu Arngrímsdóttur og Róberts Óttars- sonar voru virkilega vönduð, flottir söngvarar þar á ferð og samspil þeirra skemmtilegt, og kvartettinn, skipaður meðlimum úr Karlakórn- um Heimi, klikkaði ekki frekar en við var að búast af Heimismönnum yfirleitt. Áhugamannahópurinn sem að sýningunni stóð á svo sannarlega þakkir skildar fyrir skemmtilega og fróðlega sýningu, sýningu sem vitnar um arfleifð sem vert er að minnast og hlúa að. TEXTI: FE / MYNDIR: ÓAB Sigurlaug Vordís, Elva Björk og Sigríður Ingimars. Hluti leikhóps Leikfélags Sauðárkróks ásamt Brynjari Pálssyni (t.v.) tekur lokalagið. Gunnar Sandholt var einn sögumanna og tók saman söguþráðinn. Stefán Gísla ásamt Kristjönu Arngrímsdóttur og Róberti Óttarssyni. Að lokinni sýningu. Frá vinstri: Stefán R. Gíslason, Brynjar Pálsson, Gunnar M. Sandholt, Herdís Á. Sæmundardóttir, Árni Ragnarsson, Guðmundur Ragnarsson, Sólborg Una Pálsdóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Sigfús Ingi Sigfússon.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.