Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 25
yfirsýn tapast. Í Litháen vorum við
að klára kerfi í samstarfi við Seðla-
bankann sem auðveldar skráningar
fyrirtækja á vanskilaskrá til muna
og aðgengi að þeim upplýsingum.
Þetta er hugsað sem hvati til fyrir-
tækja til að standa í skilum. Sú
nálgun virkar þar en yrði engin
stemning fyrir hér.“
Stýrir líka í Austur-Evrópu
Þú stýrir Creditinfo á Íslandi og í
Eystrasaltslöndunum. Hver er helsta
áskorunin við að bera ábyrgð á
rekstri hérlendis og í þremur öðrum
löndum?
„Mesta áskorunin hefur mér þótt
vera að fjarstýra hlutum, ég get auð-
vitað ekki verið í öllum löndunum
alltaf. Það er oft f lóknara að geta
ekki bara sest niður með fólki og
leyst málin. Það er erfiðara að fá
tilfinningu fyrir hlutum úr fjarska
en þegar maður er á staðnum. En
nú erum við auðvitað öll í þeim
aðstæðum.
Við erum öll svo ótrúlega lík inn
við beinið en menningarmunur
telur aðeins. Eitt áhugaverðasta sem
ég hef lent í var þegar starfsmaður
í einu fyrirtækinu kom til mín og
hafði áhyggjur af því að nýskip-
aður framkvæmdastjóri vissi bara
ekki neitt, hún væri alltaf að spyrja
þau hvernig þau vildu hafa þetta
og hitt. Þá vorum við að skipta út
framkvæmdastjóra sem var með
öll svörin og þurfti að samþykkja
allt. Svona stjórnunarstíll held ég
að þekkist varla hér lengur. Starfs-
maðurinn sem var vanur þessu tók
þessu hins vegar sem svo að hún
væri alltaf að spyrja því hún vissi
ekki hvað hún ætti að gera. Það er
rétt að taka fram að síðan eru liðin
næstum því þrjú ár og þessi fram-
kvæmdastjóri er búinn að ná frá-
bærum árangri í rekstrinum þarna.“
Hvaða áhrif hefur kórónaveiran
haft á tekjur og rekstur Creditinfo
á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum?
„Við erum að selja áhættustýr-
ingu sem er meiri eftirspurn eftir í
krísu en í góðæri. Við, eins og allir
aðrir, gerum ráð fyrir að sjá ein-
hvern samdrátt, sérstaklega til
skemmri tíma, en við gerum ekki
ráð fyrir að þurfa að minnka starfs-
hlutfall hjá neinum. Það á þó auð-
vitað allt eftir að koma í ljós, ég held
að f lestir séu enn þá bara að stýra
sínum rekstri viku fyrir viku þessa
dagana.“
Það hafa komið upp peninga-
þvættismál hjá norrænum bönkum
í Eystrasaltslöndunum. Af hverju
voru bankar frá Norðurlöndunum
berskjaldaðir fyrir peningaþvætti í
Eystrasaltslöndunum?
„Skandinavísku bankarnir eru
stærstu bankarnir á þeim mörk-
uðum en á síðustu árum hafa
komið upp nokkur mjög stór pen-
ingaþvættismál. Ástæðan er fyrst
og fremst nálægðin við Rússland og
uppruni svikanna hefur verið þar.
Nokkrir bankar hafa þurft að loka
eða beðið mikinn álitshnekki út
af þessu. Danske Bank er til dæmis
ekki lengur starfandi þarna og for-
stjóri Swedbank í Svíþjóð þurfti
að segja af sér vegna hneykslis sem
kom upp þarna.“
Vandi að rekja
eignarhald erlendis
Creditinfo þróaði varnir fyrir fjár-
málafyrirtæki á því svæði. Hvað
geturðu sagt mér um þá vinnu?
„Peningaþvættisvarnir eru mjög
stórt umræðuefni í Eystrasaltslönd-
unum og hafa verið um nokkurt
skeið. Reglugerð um peningaþvætti
frá Evrópusambandinu hefur verið
innleidd í f lestum löndum Evrópu,
þar með talið hér og lentum við
meðal annars á gráa lista FATF í
fyrra eins og frægt er orðið. Þessi
mál eru því alltaf að verða mikil-
vægari og vega þyngra í rekstri fjár-
málafyrirtækja.
Við erum að þróa vörur fyrir pen-
ingaþvættisvarnir í Eistlandi sem til
stendur að nýta á f leiri mörkuðum.
Við höfum átt mjög gott samstarf
við samtök fjármálafyrirtækja í
bæði Eistlandi og Lettlandi en mér
finnst Lettarnir hafa sýnt mjög
skapandi hugsun við hvernig þau
hafa innleitt þessar reglugerðir frá
Evrópusambandinu. Sem er í sjálfu
sér áhugavert þar sem Lettland
slapp naumlega við að slást í hóp
með okkur á gráa lista FATF nú í
febrúar.
Við erum aðallega að horfa á
ferlið þegar aðili kemur í viðskipti.
Ástæðurnar fyrir því að við fórum í
þessa vinnu er sú að okkar sérhæf-
ing liggur í að vinna með gögn um
fyrirtæki og einstaklinga. Þau eru
oft persónuvernduð sem þýðir að
við erum með alla ferla og öryggis-
staðla til að höndla þau gögn sem
þarf í þessu ferli auk þess sem við
eigum nú þegar talsvert af þeim
gögnum sem þarf að nota.
Mjög stórt vandamál er að rekja
eignarhald, sérstaklega þegar um
erlenda aðila er að ræða. Við erum
til dæmis hér á Íslandi með mjög
góða yfirsýn yfir eignarhald inn-
lendra aðila en það stoppar oftast
þegar til útlanda er komið. Sem
hluta af nýju lausninni erum við
búin að semja við stóra gagnabirgja
á okkar stærstu viðskiptamörk-
uðum sem þýðir að brátt verður
hægt að ganga mun lengra í að rekja
eignarhaldið. Hugmyndin með
lausninni er einnig að endurnýta
umsóknargögn þannig að ef aðili er
búinn að sækja um á einum stað er
hægt að sækja öll gögn í gagnabank-
ann og umsækjandinn þarf ekki að
skila öllu inn upp á nýtt. Eins er
hugmyndin að hægt verði að sjá ef
aðila hefur verið hafnað eða hann
staðinn að svikum.“
Má nýta eitthvað af þeirri vinnu á
Íslandi?
„Já, það stendur til að kynna þessa
lausn fyrir okkar viðskiptavinum í
skrefum á næstu mánuðum. Við
höfum tekið fyrstu skrefin með því
að gera upplýsingar um endanlega
eigendur enn aðgengilegri, og nú má
til dæmis sjá myndræna framsetn-
ingu á eignarhaldi eða svokallað
tengslanet. Við ætlum einnig að
bjóða upp á vöktun á endanlegum
eigendum á næstu mánuðum en
samkvæmt íslenskum lögum bera
fyrirtæki ábyrgð á því að þeir séu
skráðir. Það er ekkert endilega auð-
velt ef eignarhaldið er f lókið.“
Tölfræði um uppskeru
Creditinfo þarf stundum að fara
óhefðbundnar leiðir til að meta
lánshæfi því það starfar líka í lönd-
um þar sem fjármálamarkaðir eru
vanþróaðir. Geturðu nefnt áhuga-
verð dæmi um það?
„Já, við höfum til dæmis unnið
með gögn úr símum í Afríku þar
sem til dæmis notkun á farsíma-
forritum, hringimynstur og annað
er notað til að meta lánshæfi. Einn-
ig unnum við áhugavert verkefni
fyrir landbúnaðarbanka í Georgíu
þar sem horft var til tegundar land-
búnaðar og tölfræði um uppskeru
og fleira við lánshæfismat. Það varð
ansi gott.
Vandamálið við að meta lánshæfi
er að litlar fjárhagslegar upplýsingar
eru til um sumt fólk og fyrirtæki.
Hér á Íslandi erum við komin í við-
skipti við banka snemma svo okkar
fjármálasaga er mjög vel þekkt
miðað við mörg lönd. En við erum
að starfa á mörkuðum, sérstaklega í
Afríku, þar sem meira en helmingur
þjóðarinnar er ekki í bankakerfinu.
Algengasta ástæða þess að fjármála-
saga er ekki til hér er sú að um ungt
fólk er að ræða eða aðila sem eru
nýfluttir hingað, eða að fyrirtækið
er nýstofnað.“
Situr í fjórum stjórnum
Brynja situr í stjórnum þriggja
fyrirtækja og Viðskiptaráðs.
„Ég hef verið svo heppin að fá
að taka þátt í rekstri nokkurra
fyrirtækja gegnum stjórnar-
setu. Ég sit í stjórn Sensa, sem
er tæknifyrirtæki með áherslu
á grunnrekstur og innviði, er í
stjórn Fossa markaða sem er
ungt fyrirtæki á sviði verðbréfa-
miðlunar en byggir þó á traust-
um grunni og að lokum sit ég í
stjórn Véla og verkfæra, sem er
heildsala og fjölskyldufyrirtæki.
Það er gaman að segja frá því að
öll fyrirtækin sem ég sit í stjórn
hjá voru á lista Creditinfo yfir
Framúrskarandi fyrirtæki í fyrra.
Ég var alveg einstaklega stolt af
því og því flotta fólki sem starfar
hjá þeim,“ segir hún.
Hvers vegna sóttist þú eftir að
sitja í stjórn Viðskiptaráðs?
„Viðskiptaráð er sterkur sam-
ráðsvettvangur fyrir atvinnu-
lífið til að hafa áhrif á umhverfi
sitt. Samtök atvinnulífins eru
líka mjög mikilvæg, sérstaklega
þegar kemur að kjarasamn-
ingum, en hafa aðeins formlegra
hlutverk. Viðskiptaráð getur
tekið meira afgerandi afstöðu
og talað skýrar. Mér hefur alltaf
þótt skipta máli að leggja mitt
af mörkum til samfélagsins þó
að ég hafi tekið mér langar pásur
vegna anna á öðrum sviðum lífs-
ins. Ég er nú að hefja mitt annað
kjörtímabil hjá Viðskiptaráði
og hlakka til að taka enn virkari
þátt í því góða starfi sem fram
fer þar.“
„Með réttri notkun á þeim upplýsingum er hægt að leggja mjög áreiðanlegt, sjálfvirkt mat á stóran hluta fyrirtækjanna og afgreiða úrræði til þeirra. Þannig er hægt að flýta fyrir afgreiðslu til stórs hluta fyrirtækja,” segir Brynja Baldursdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Á næstu dögum og
vikum þarf að meta
nokkur þúsund fyrirtæki til
þess að ákvarða hvort og þá
hvaða úrræði eigi að standa
þeim til boða.
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0