Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 10

Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Komið hefur á daginn að veiran er verst þar sem lygin er mest. Dýravelferð er nátengd velferð mannsins og það er mjög ljóst í nú- verandi ástandi. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Það er nokkuð víst að COVID-19 sjúkdómurinn er ekki síðasti heims-faraldurinn sem mannkynið þarf að kljást við. En hvernig tengist sú staðreynd dýravelferð? Nú búa um 8 milljarðar manna á jörðinni en þeir voru um helmingi færri þegar ég fæddist fyrir rúmum 40 árum. Jarðarbúar stefna í að verða um 10 milljarðar eftir um 30 ár. Samhliða þessari miklu fjölgun jarðarbúa hefur kjötframleiðsla aukist mjög mikið með tilheyrandi samneyti við dýr. Nú er talið að það megi rekja kóróna-veiruna frá leðurblökum til hreisturdýra og þaðan til manna. SARS-faraldurinn, svínaflensuna, fuglaflensurnar og fleiri faraldra má einnig rekja til náins samneytis manns og dýra. Vegna hrikalegra aðstæðna á matarmörkuðum úti í hinum stóra heimi geta þeir virkað sem gróðrarstía fyrir stökkbreyttar veirur og sem stökkpallur veiru á milli tegunda. Dýravelferð er velferð mannsins Í því ljósi má velta fyrir sér hvernig við komum í veg fyrir eða að minnsta kosti lágmörkum hættuna á fleiri hættulegum sjúkdómum í framtíðinni. Það þarf að huga miklu betur að þeim aðstæðum sem dýrin búa við ásamt hinni gegndarlausu kjötframleiðslu. Einungis þrjár húsdýrategundir, það er kjúklingar, svín og naut- gripir, vega meira en öll önnur dýr, þar með talið mannfólkið, samanlagt á jörðinni. Það er bæði upplýsandi og hrollvekjandi staðreynd. Við munum ráða niðurlögum kórónaveirunnar með vísindin að vopni. En við munum hins vegar þurfa aftur að kljást við ættingja veirunnar áður en langt um líður, ef við breytum ekki um stefnu í samneyti okkar við dýr, aðbúnað þeirra og framleiðslu. Dýravelferð er nátengd velferð mannsins og það er mjög ljóst í núverandi ástandi. Hugsum vel um dýr. Þá farnast okkur mönnunum vel. Næsta veira bíður okkar Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Sam- fylkingarinnar Borga fyrir að fylla Í dag hefst at kvæðagreiðsla um verkfall fé lags manna Efl ing­ ar í nokkrum sveitarfélögum. Bendir allt til þess að það verði samþykkt. Verður það að teljast aðdáunarvert af hálfu Eflingar að fara ekki í verkföll á meðan það versta gekk yfir og að halda kröfum sínum til streitu. Verður það ærið verkefni að kreista út krónur þegar meira að segja æðstu embættismenn ríkisins eru mögulega kannski hugsan­ lega tilbúnir að frysta laun sín tímabundið. Mun það jafnvel ná til hinna ýmsu forstöðumanna bingóvöðva báknsins. Verða verkfallsaðgerðir á þessum tímapunkti jafn erfiðar og að reyna að fá bensínstöðina til að borga sér fyrir að fylla á bílinn vegna stöðunnar á hráolíumark­ aði. Það má þó alltaf reyna. Hrossalækningar Oft hefur verið talað um hrossalækningar þegar kemur að efnahagsmálum. Hefur nú verið gengið skrefinu lengra þegar Framsóknarf lokkurinn tef lir fram dýralækni í stórar efnahagsaðgerðir í stað þess ráð­ herra sem mögulega hefur mesta þekkingu á efnahagsmálum. Ástæðan er auðvitað einföld, það mega ekki f leiri en tuttugu vera samankomnir á einum stað og bæði f lokksformenn og ofurbloggarar þurfa að komast fyrir. Mun ráðherrann þó líklega komast inn fyrr en síðar. arib@frettabladid.is Sannleikurinn á undir högg að sækja. Réttar upp-lýsingar eru æ oftar dregnar í efa og rangar upp-lýsingar flæða um allt. Á sama tíma og gegnsæið sannar gildi sitt hefur heimsfaraldurinn með átakanlegum hætti varpað ljósi á skaðsemi jafnt þöggunar sem árása á frjálsa og óháða fjölmiðla. Komið hefur á daginn að veiran er verst þar sem lygin er mest. Mikilvægi vandaðra frétta er engu minna en hinna pólitísku stjórnmála sem kippt hefur verið úr sam- bandi. Valdhafar hafa nú aukið svigrúm til að taka fordæmalausar ákvarðanir og borgararnir sitja heima, kvíðnir fyrir framtíðinni, óttaslegnir vegna farald- ursins og þyrstir í upplýsingar. Það gefur auga leið að fjölmiðlar sem átt hafa í alvar- legum rekstrarerfiðleikum um árabil eru illa í stakk búnir til að takast á við það mikilvæga hlutverk að veita áreiðanlegar og vandaðar upplýsingar á þessum örlagatímum. Því síður þegar keppt er við villt vestur samfélagsmiðlanna þar sem innan um frjálsa umræðu borgaranna leynast duldar auglýsingar, pólitískur undirróður, sögusagnir og samsæriskenningar af óljósum uppruna, oft í virðulegum fréttabúningi. Þessi upplýsingaóreiða veldur tvenns konar hættu. Rangar upplýsingar eru skaðlegar í sjálfu sér en þær geta líka skapað vítahring falsfrétta og þöggunar. Í nýrri skýrslu samtakanna Blaðamenn án landamæra er varað við þeim hvata sem upplýsingaóreiðan skapar fyrir stjórnvöld til að bregðast við. Bent er á að við- leitni til að koma böndum á hana með reglusetningu geri sjaldan annað en bregða fæti fyrir gagnrýninn og óháðan fréttaflutning. Íslensk stjórnvöld eru nýfallin í þessa gryfju en þjóðaröryggisráð ákvað á dögunum að skipa vinnu- hóp til að kortleggja umfang upplýsingaóreiðu á tímum COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir gegn henni. Lög gegn upplýsingum eru ekki fýsileg leið til að auka veg upplýsingar. Vaxandi tekjusamdráttur fjölmiðla á undanförnum árum hefur grafið undan gæðum frétta- flutnings og bolmagni fjölmiðla til að veita stjórnvöld- um gagnrýnið aðhald. Vegna viðvarandi manneklu og lágra launa er reynsluleysi íslenskra blaðamanna orðið nánast sjálfbært, því þeir brenna út af álagi áður en þeir ná að öðlast víðtæka reynslu í starfi og ávinna sér traust lesenda, viðmælenda og heimildarmanna. Það tekur tíma og lærdóm að mynda slíkt traust. Í því fjandsam- lega rekstrarumhverfi sem íslenskir fjölmiðlar búa við eru reyndir blaðamenn sjaldséðir. Það viðbótaráfall sem faraldurinn hefur valdið íslensk- um fjölmiðlum undanfarnar vikur skapaði ekki þennan vanda, heldur hafa íslenskir fjölmiðlar holast að innan á mörgum árum án þess að nokkuð hafi verið að gert. Til að sporna gegn upplýsingaóreiðunni þarf að skapa rekstrargrundvöll fyrir frjálsa og óháða fjölmiðla til fram- tíðar. Það þolir ekki lengri bið því í kjölfarið þarf að byggja upp öfluga stétt blaðamanna. Það er langtímaverkefni. Í fyrrnefndri skýrslu spyr Christophe Deloire, fram- kvæmdastjóri Blaðamanna án landamæra, hvernig umhverfi frjálsra fjölmiðla og upplýsingafrelsis muni líta út árið 2030. „Það eru aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag sem móta svarið við þeirri spurningu.“ Óreiðunefndin 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.