Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 26

Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 26
Fjármálaeftirlitið hvetur lífeyrissjóði til að íhuga vandlega, seinka eða hætta við ákvarðanir eða viðskipti sem geta stefnt í tvísýnu langtímahags- munum sjóðfélaga og lífeyrisþega. Úr dreifibréfi fjármálaeftirlits Seðlabankans til lífeyrissjóðanna. Það breytir því ekki að Harpa er ekkert að fara og mikilvægi starf- seminnar sjaldan verið meira. Húsið okkar verður hér um ókomin ár og mun halda áfram að glæða Ísland lífi. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Langf lestar alþjóðlegar ráðstefnur sem hætt hefur verið við að halda í Hörpu vegna kóróna­veirunnar og áttu að fara fram í apríl, maí og júní hafa verið færðar yfir á næsta ár. Þetta segir Svanhildur Konráðs­ dóttir, forstjóri hússins. „Við vonumst auðvitað til þess að þær ráðstefnur og viðburðir sem halda á í haust verði að veru­ leika. Myndin skýrist smám saman þrátt fyrir óhjákvæmilega óvissu en núna erum við til að mynda farin að vinna með viðburði sem stefnt er að í ágúst,“ segir hún. Að sögn Svanhildar var Hörpu lokað þegar samkomubannið var hert 25. mars. Horft er til þess að hægt verði að opna húsið að ein­ hverju leyti 4. maí þegar 50 megi vera í sama rými í stað 20 eins og nú sé. „Við leggjum mjög ríka áherslu á að koma viðburðahaldinu af stað sem allra fyrst.“ Aðspurð hve lengi Harpa geti verið án tekna án þess að óska eftir aðstoð frá eigendum sínum, sem er ríkið og Reykjavíkurborg, segir Svanhildur það vera fáeina mánuði í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hafi verið til. Brugðið hafi verið á það ráð að nýta hlutabótaleiðina og allir starfsmenn Hörpu því miður orðið að taka á sig skerðingar í starfshlut­ falli og launum. „Við erum að stíga á bremsuna með allan kostnað sem hægt er að fresta og nýtum þau úrræði sem í boði eru fyrir fyrir­ tækin í landinu,“ segir Svanhildur. Hún segir að Harpa hafi ekki formlega óskað efir aðstoð frá eig­ endum sínum en þeir hafi verið upplýstir um stöðu mála. „Það mun ráðast af því hve lengi ástand­ ið varir. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til komast í gegnum þrengingarnar án þess. Mögulega mun koma upp sú staða að þegar hlutirnir fara aftur af stað verðum við einungis með brot af þeim tekjum sem við þurfum næstu misserin. Það breytir stöðunni aug­ ljóslega að minnsta kosti þar til við­ burðahald og ferðaþjónusta komast aftur í eðlilegt ástand.“ Svanhildur nefnir að rekstrarað­ ilar í húsinu finni líka fyrir því að ferðamenn komi ekki til landsins. Í húsinu er til dæmis bóka­ og blóma­ búðin Upplifun, hönnunarversl­ unin Epal, ferðamannaþjónustan Sterna Travel, ferðamannaþjónust­ an Geysirland, veitingaþjónusta KH tengd viðburðahaldinu og veitinga­ staðirnir Bergmál og Kolabrautin. Þurfið þið að gefa þeim afslátt á leigugreiðslum? „Við erum að reyna að koma til móts við fyrirtækin eins og við mögulega getum. Við leggjum áherslu á að finna flöt þar sem hægt er að sameinast um að allir taki á sig einhverja skerðingu. Næstu skref verða metin eftir því sem myndin skýrist betur.“ Aðspurð segir Svanhildur að fast­ eignagjöld Hörpu séu um 320 millj­ ónir króna. Þeim verði að líkindum ekki hnikað nema með almennum aðgerðum á vegum borgarinnar. „Fasteignagjöldin taka töluvert í það blasir alveg við. Harpa hefur verið rekin með tapi frá upphafi og hefur verið að slást við ýmiss konar forsendubrest frá upphaf­ legum hugmyndum um sjálf bærni. Við höfum á umliðnum mánuðum verið að endurskoða rekstrarmódel hússins í góðri samvinnu við eig­ endur í því skyni að skapa húsinu heilbrigðan rekstrargrundvöll til framtíðar.“ Það verkefni verður væntanlega erfiðara í ljósi frosts í heimshag­ kerfinu? „Já, það má gera ráð fyrir því. Það breytir því ekki að Harpa er ekkert að fara og mikilvægi starfseminnar sjaldan verið meira. Húsið okkar verður hér um ókomin ár og mun halda áfram að glæða Ísland lífi.“ Svanhildur segir að fjöldi ráð­ stefna og hvataferða hefði ekki komið til Íslands ef ekki væri fyrir Hörpu. „Ráðstefnur og hvataferðir skipta samfélagið og efnahagslífið miklu máli. Það er feikilega mikil­ vægt að setja þessa markhópa mjög ofarlega á blað í því markaðsátaki opinberra aðila sem fram undan er. Þúsund manna alþjóðlegur við­ burður í húsinu sem stendur yfir í þrjá til fjóra daga skapar samfélag­ inu 300­400 milljónir króna í gjald­ eyristekjur. Ekki nema brot af því verður eftir í húsinu. Fólk kaupir f lugmiða, hótelgistingu, ferðir um landið og mat á veitingastöðum. Í Hörpu á sér stað mikil verðmæta­ sköpun í víðum skilningi, hvort sem litið er til menningar, efnahagslífs­ ins eða samfélagslegra verðmæta og við verðum að tryggja með öllum ráðum að svo verði áfram,“ segir hún. Flestar ráðstefnur í Hörpu færðar fram á næsta haust Harpa getur verið án tekna í nokkra mánuði án þess að óska eftir aðstoð frá eigendunum. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri hússins, segir að ráðstefnur og hvataferðir skipti samfélagið og efnahagslífið miklu máli. Einungis brot af tekjunum verði eftir í Hörpu. Fasteignagjöld Hörpu eru um 320 milljónir króna. „Við vonumst til þess að þær ráðstefnur og viðburðir sem halda á í haust verði að veruleika,“ segir Svanhildur. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hvetur lífeyrissjóði til þess að „íhuga vandlega, seinka eða hætta við ákvarðanir eða viðskipti sem geta stefnt í tví­ sýnu langtímahagsmunum sjóð­ félaga og lífeyrisþega“, eins og það er orðað í dreifibréfi sem eftirlitið sendi lífeyrissjóðum landsins síð­ degis í gær. Ábendingar fjármálaeftirlitsins, sem varða starfsemi og fjárfestingar lífeyrissjóðanna og vörsluaðila séreignarsparnaðar vegna heims­ faraldurs kórónaveirunnar, eru samdar með hliðsjón af nýlegum yfirlýsingum Evrópsku vátrygg­ inga­ og lífeyrissjóðaeftirlits­ stofnunarinnar og fjármálaeftir­ litsnefndar Seðlabankans. Þó er enga sambærilega ábend­ ingu að finna í umræddum yfir­ lýsingum um að lífeyrissjóðir skoði sérstaklega, seinki eða hætti við til­ teknar ákvarðanir eða viðskipti. Þeir forsvarsmenn innan lífeyris­ sjóðakerfisins sem Markaðurinn ræddi við í gærkvöldi höfðu ýmist ekki kynnt sér áðurnefnda ábend­ ingu eftirlitsins eða kusu að tjá sig ekki um hana að svo stöddu. Í dreifibréfi fjármálaeftirlitsins segist eftirlitið fylgjast náið með og meta áhrif breytinga á fjármála­ mörkuðum á tryggingafræðilega stöðu samtryggingaradeilda líf­ eyrissjóða til skamms tíma og við­ námsþrótt þeirra til lengri tíma. „Fjármálaeftirlitið mun beita sér fyrir því að gætt sé jafnvægis milli langtímahagsmuna sjóðfélaga og skammtímaaðgerða við hinar núverandi ótryggu markaðsað­ stæður sem leitt geta til sveifluauk­ andi áhrifa á hagkerfið og fjár­ málamarkaðinn,“ segir jafnframt í dreifibréfinu. Auk þess hyggst fjármálaeftir­ litið fylgjast sérstaklega með lausa­ fjárstöðu samtryggingar­ og sér­ eignardeilda sjóðanna vegna meðal annars samdráttar í arðgreiðslum, seinkunar iðgjaldagreiðslna, sam­ komulags um greiðslufresti á lánum og aukinna úttektarheimilda sér­ eignarsparnaðar. Eftirlitið leggur til viðbótar áherslu á að samfella verði tryggð í lykilstarfsemi í daglegum rekstri sjóðanna. Það taki meðal annars til innheimtu iðgjalda, fjárfestinga og öruggrar vörslu eigna. Til upprifjunar tók fjármála­ eftirlitsnefnd Seðlabankans fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrr í mánuðinum að helsta óviss­ an í starfsemi sjóðanna um þessar mundir tengdist stöðu og horfum á fjármálamörkuðum og áhrifum þess á eignasafn sjóðanna til lengri tíma. Varanleg verðlækkun á eigna­ mörkuðum gæti haft áhrif á trygg­ ingafræðilega stöðu lífeyrissjóða og sagðist fjármálaeftirlitið fylgjast náið með framþróuninni. – kij Hætti við viðskipti sem stefni í tvísýnu hagsmunum sjóðfélaga  Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Greinendur bandaríska stór­bankans JP Morgan segja að auknar pantanir og sterkt sjóðsstreymi hafi staðið upp úr í uppgjöri Marels fyrir fyrsta fjórð­ ung ársins. Rekstrarniðurstaða félagsins hafi þó litast af endur­ skipulagningu og kostnaði vegna áhrifa kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í viðbrögðum greinenda JP Morgan við uppgjör­ inu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Sérfræðingar bankans höfðu spáð því að rekstrarhagnaður Mar­ els á fjórðungnum – aðlagaður fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum – yrði um 10,6 prósent af tekjum félagsins en EBIT­ hlutfallið var þess í stað 8,4 prósent. Virði móttekinna pantana Marels á tímabilinu, sem nam alls 352 millj­ ónum evra, var hins vegar tveimur prósentum hærra en greinendur JP Morgan höfðu gert ráð fyrir. Grein­ endurnir taka fram að þeir hafi búist við háum pöntunum vegna stórra uppbyggingarverkefna sem Marel hafi tryggt sér en heildar­ pantanastaðan gefi til kynna að góður gangur sé einnig í öðrum verkefnum. Haft var eftir Árna Oddi Þórðar­ syni, forstjóra Marels, í afkomutil­ kynningu félagsins að mótteknar pantanir hefðu aldrei verið f leiri. Þær hefðu dreifst vel á milli stærri verkefna, staðlaðra lausna og vara­ hluta. Í viðbrögðum hagfræðideildar Landsbankans við uppgjörinu er bent á að bæði tekjur og rekstrar­ hagnaður Marels hafi verið undir væntingum á fjórðungnum, þótt gera verði fyrirvara við afkomuspár um þessar mundir. Greinendur bankans nefna að nýjar pantanir á tímabilinu muni skila sér í tekjum á síðari hluta ársins og væntingar um afkomu á yfirstandandi ársfjórðungi eigi því að vera í lágmarki vegna aðstæðna. Ekki sé vitað með vissu hver verði efnahagsleg áhrif kórónaveirunnar á félagið. – kij Fleiri pantanir en verri afkoma en spáð var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.