Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 22

Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 22
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Breska fjártækni fyrir­tækið Rapyd, sem hefur undirritað samning um kaup á Korta, áform­ar að fjárfesta veru­leg um f járhæðum í upp bygg ingu á starf semi íslenska fær slu hirðinga r f y r ir t æk isins . Fjár fest ingin miðar að því að tvö­ falda markaðshlutdeild Korta á næstu þremur árum og að byggja upp miðstöð vöruþróunar Rapyd í Evrópu. „Eitt af því fyrsta sem við hyggj­ umst gera er að ráðast í verulega fjárfestingu á íslenska markaðin­ um og við munum líklega tvöfalda starfsmannafjölda Korta,“ segir Arik Shtilman, forstjóri Rapyd, í samtali við Markaðinn, en í dag starfa um 40 manns hjá Korta. Tilkynnt var um undirritun kaup samningins, sem er háður samþykki fjármálaeftirlits Seðla­ banka Íslands, í lok síðustu viku. Kaupverðið greiðist með reiðufé og tekur hluti þess mið af rekstri Korta á þessu ári. Því liggur ekki fyrir hvert endanlegt kaupverð verður fyrr en í upphafi næsta árs. Samkvæmt heimildum Mark­ að ar ins var ráðgjafi Korta Aðal­ steinn Jóhannsson, hlut hafi í Korta og meðeigandi í f járfest ingar­ bankanum Bryan, Garnier & Co. Leituðu að kauptækifærum Rapyd kom inn á greiðslumiðlunar­ markaðinn árið 2016 með tækni­ lausn sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum upp á 900 ólíkar greiðsluleiðir. Breska félag­ ið er meðlimur að VISA Europe og MasterCard en er hins vegar ekki með starfsleyfi sem færsluhirðir. Með kaupunum á Korta fær félagið slíkt leyfi. „Framan af hefur fókusinn verið á að bjóða upp á lausnir sem krefjast ekki greiðslukorta eða posa. Við­ skipta vinir okkar hafa hins vegar óskað eftir því að boðið verði upp á lausnir fyrir greiðslukort og posa, og þess vegna byrjuðum við að leita að fyrirtækjum á því sviði,“ segir Arik. „Við vorum að skoða ýmis tæki­ færi í Evrópu og Asíu, og okkur datt ekki í hug að við gætum fundið það sem við erum að leita að á Íslandi. Síðan rákumst við á Korta og okkur þótti mikið til fyrirtækisins koma,“ bætir hann við. „Við vorum sérstaklega hrifin af stjórnenda­ teyminu sem er algjört lykilatriði í yfirtökum sem þessum. Auk þess er reksturinn stöðugur, vörufram­ boðið er ríkt og það er góð blanda milli netlausna og posalausna.“ Koma með nýjungar Rapyd gekk frá 100 milljóna króna hlutafjáraukningu í október 2019 þar sem fyrirtækið var verðmetið á meira en milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 146 milljarða króna. Á meðal hluthafa er fjártæknirisinn Stripe, sem er sjálfur metinn á 35 milljarða dali, Oak HC/FT, Tiger Global Management, General Cata­ lyst og Target Global. Rapyd rekur nú fjórar stórar skrifstofur. Vöruþróunin er í höfuð­ stöðvunum í Tel­Aviv en sölustarfið í Singapúr, San fransisco og London. „Hugmyndin er að ráða sérhæft starfsfólk þannig að Korta verði miðstöð vöruþróunar Rapyd í Evrópu. Við ætlum einnig að fjár­ festa í sölu­ og markaðssetningu á íslenska markaðinum vegna þess að markmiðið er að tvöfalda innlenda markaðshlutdeild á næstu þremur árum,“ segir Arik. Aðspurður segir hann að viðskiptavinir Korta muni Vilja tvöfalda umsvif Korta á Íslandi Rapyd, sem hefur undirritað samning um kaup á Korta, áformar að tvöfalda umsvif Korta á Íslandi. Vilja byggja Korta upp sem miðstöð vöruþróunar. Með kaupunum á Korta fær Rapyd starfsleyfi sem færsluhirðir. Metið á meira en 146 milljarða króna. Jakob Már Ásmundsson verður áfram forstjóri Korta. Hann hóf störf hjá félaginu í lok árs 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kaupverðið sagt hlaupa á tugum milljóna dala Tæknifréttavefurinn CTech fjallaði um kaup Rapyd á Korta en heimildarmenn fjölmiðilsins sögðu kaupverðið hlaupa á nokkrum tugum milljóna dala. Arik Shtilman sagði við CTech í kjölfar undirritunar kaup- samningsins að efnahagsleg áhrif kórónafaraldursins hefðu greitt götuna fyrir yfirtöku. „Við leituðum til fjárfest- ingabanka og spurðum hvaða fyrirtæki væru í lausafjárvand- ræðum,“ sagði Arik „Mörg fyrir- tæki sem áttu til dæmis mikið undir ferðaþjónustu fengu stórt högg.“ Arik sagði að þetta væri ekki eina yfirtakan sem Rapyd mun ganga frá á tímum kórónaveir- unnar. Þá væri vel í stakk búið fyrir niðursveiflu í heimshag- kerfinu eftir síðustu hlutafjár- aukningu. „Fyrirtæki sem eru með minna en 50 milljónir dala í hirslum sínum munu eiga erfitt uppdrátt, sérstaklega í fjár- tækni.“ njóta góðs af vöruframboði Rapyd. „Með okkar tækni geta posar til dæmis tekið við greiðslum frá reikningum á Alipay og WeChat sem eru helstu greiðslulausnir Kín­ verja. Það er mikil eftirspurn eftir því að posar geti unnið úr ólíkum tegundum af greiðslum. Auk þess munum við bjóða upp á nýjungar í fjármögnun í kortaviðskiptum (e. point­of­sale financing),“ segir Arik. Takmarkanir á ferðalögum vegna kórónafaraldursins knúðu forsvars­ menn fyrirtækjanna til að klára viðræðurnar með fjarfundabúnað­ inum Zoom. „Viðræðurnar hófust í janúar og þegar stjórnvöld um allan heim byrjuðu að takmarka ferðalög milli landa vöknuðu spurningar um hvort hægt væri að klára kaupin með fjarfundum. Traustvekjandi stjórnendateymi Korta og góð sam­ skipti okkar á milli sannfærði okkur um að þetta væri hægt,“ segir Arik. Fleiri sýndu áhuga Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta, segir að forsvarsmenn Rapyd hafi haft samband fljótlega eftir ára­ mót. „Við höfðum ekki verið í form­ legu söluferli en alls konar fyrirtæki hafa sýnt Korta áhuga á undan­ förnum misserum. Viðræðurnar tóku þannig ekki mjög langan tíma þótt þær hafi ekki verið auðveldar,“ segir Jakob. Spurður hvort að salan hafi verið í hættu vegna efnahagslegra áhrifa kórónafaraldursins segist Jakob ekki telja að svo hafi verið. „Við þurftum augljóslega að taka tillit til þess í viðskiptunum að það ríkir mikil óvissa í efnahagslífinu og það er tekið á því í samning­ unum,“ segir Jakob, en hluti kaup­ verðsins tekur mið af rekstri Korta á þessu ári. Aðspurður segir Jakob að afkoman í fyrra hafi verið í sam­ ræmi við áætlanir. „Árið gekk vel og grunnreksturinn skilaði hagnaði.“ Dýrmæt störf sköpuð Þá segir Jakob aðspurður að ekki verði breytingar á stjórnendateymi Korta við nýtt eignarhald og að hann verði áfram forstjóri félags­ ins. Hann segir fyrirhugaða fjár­ festingu Rapyd í starfsemi Korta afar jákvæða. „Þetta eru dýrmæt störf, sem hægt er að gera í reynd hvar sem er í heiminum, og því er afar jákvætt að við getum við með slíka starfsemi á Íslandi,“ segir Jakob. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkaf járfesta Korta á eina krónu í lok árs 2017 og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjöl­ far greiðslustöðvunar Monarch Airlines. Hlutafé Korta var aukið um 1.055 milljónir í lok árs 2018 en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum í hlutafé. Jakob Már kom þá inn í hluthafahópinn en hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna. Kvika var fyrir söluna stærsti einstaki hluthafi Korta með ríflega fjörutíu prósenta hlut. Í tilkynningu Kviku vegna sölunnar er tekið fram að núverandi mat bankans á kaup­ verði fyrir hlutnum í Korta sé að það verði í samræmi við bókfært virði hlutarins um síðastliðin áramót. Því hafi salan ekki áhrif á afkomu bankans á þessu rekstrarári. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhanns­ sonar, fjárfestingafélagið Óskabein, félög á vegum Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Sigurður Valtýsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Exista. Hugmyndin er að ráða sérhæft starfs- fólk þannig að Korta verði miðstöð vöruþróunar Rapyd í Evrópu. Arik Shtilman, forstjóri Rapyd 146 milljarðar dala er markaðs- virði Rapyd miðað við síðustu hlutafjáraukningu fjártæknifélagsins. 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.