Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 1

Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 Njóttu hækkandi sólar á rúntinum. Uppáhaldsbíllinn þinn bíður! HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun MANNRÉTTINDI „Fram undan er afar erfitt tímabil fyrir mannrétt- indavernd í Evrópu,“ segir Róbert Spanó, nýkjörinn forseti Mann- réttindadómstóls Evrópu. Far- sóttin muni hafa mikil og langvar- andi áhrif og þar séu mannréttindi borgaranna ekki undanskilin. „Á svona tímum er hætta á að þeir sem fara með opinbert vald gangi of langt, einkum þegar lýðræðislegar undirstöður í samfélaginu eru ekki sterkar fyrir,“ segir Róbert og bendir á að hlutverk sjálfstæðra dómstóla, sem grunnstofnana réttarríkisins, verði enn mikilvægara við slíkar aðstæður og þær muni þar af leið- andi einnig hafa mikil áhrif á störf og hlutverk Mannréttindadóm- stólsins þann tíma sem Róbert situr í forsæti hans. Dómstóllinn þurfi að rækja hlutverk sitt af kostgæfni við að tryggja að fylgt verði áfram meginreglum Mannréttindasátt- mála Evrópu. Róbert lýsir áhyggjum af þróun mannréttinda í Evrópu á undan- förnum árum. „Almennt verður líka að segja að þróun mannrétt- inda í Evrópu undanfarin ár hafi verið með þeim hætti, einkum í þeim löndum þar sem lýðræðisleg grunngildi og kröfur réttarríkisins hafa látið undan, að áhrif hefur haft á störf innlendra dómstóla, á sjálfstæði þeirra og störf MDE. Það er einmitt við slíkar aðstæður sem sjálfstæðir dómarar þurfa að standa í lappirnar og halda sínu striki við að dæma í samræmi við lögin eins og þau eru og þá einkum að tryggja mannréttindi þau sem er að finna í stjórnarskrám viðkomandi ríkja og í MSE,“ segir Róbert í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag, um stöðu dómstólsins, dómstörfin og mannréttindavernd í Evrópu. Róbert tekur við embætti forseta um miðjan næsta mánuð. Mjög mörg erfið og þýðingarmikil mál bíða meðferðar dómsins. Forseti fer með yfirumsjón dómstólsins í heild en þar starfa tæplega 700 manns. Róbert segir að um helmingur tíma forseta fari í beina stjórnun og stjórnsýslu. Hann skipuleggur og stýrir dómarafundum allra dómaranna 47 og er málsvari dóm- stólsins gagnvart Evrópuráðinu og aðildarríkjunum. „Mikið er því um ferðalög og fundi, enda forsetinn nokkurs konar sendiherra dóm- stólsins út á við,“ segir hann. Róbert heldur einnig áfram að dæma mál en forseti MDE situr ávallt í dómsforsæti yfirdeildar 17 dómara, sem dæmir í allra stærstu málunum, nema að um sé að ræða mál frá hans heimaríki, þá stýrir fyrsti varaforseti þinghaldi. For- seti situr einnig áfram í sinni sjö manna deild og dæmir í málum frá sínu heimalandi. „Ég mun því halda áfram að dæma í íslenskum málum.“ – aá / sjá síðu 8 Erfitt tímabil fyrir vernd mannréttinda Hætta er á að mannréttindavernd mæti afgangi í baráttunni við heimsfaraldurinn, segir nýr forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Verulega muni reyna á sjálfstæði dómsvaldsins í ríkjum Evrópu. Á svona tímum er hætta á því að þeir sem fara með opinbert vald gangi of langt. Róbert Spanó, forseti MDE Þessi hjólreiðakappi lék listir sínar í miðborginni á sumardaginn fyrsta. Fjær má sjá félaga hans taka tilþrifin upp á síma og mun afraksturinn ef laust gleðja innilokaða Íslendinga á samfélagsmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Almenningur sækir mikið í að endurfjármagna hús- næðislán hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Dæmi er um að líf- eyrissjóður hafi þurft að loka fyrir umsóknir. „Þetta er mjög jákvætt fyrir heim- ilin, þetta minnkar greiðslubyrðina. Fólk er greinilega orðið meðvitaðra um fjármagnskostnaðinn og er að nýta sér stöðuna,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að margir séu að nýta sér lægri vexti eða bregðast við tekju- missi með því að breyta lánum. – ab, así / sjá síðu 4 Margir endurfjármagna lánin Kristrún Frostadóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.