Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 2
Að mínu mati er
súrdeig ákveðin
viðspyrna við hröðu sam-
félagi.
Ragnheiður Maísól Sturludóttir,
súrdeigsfrömuður
Því eru aðeins um
10 manns frá vinnu
á spítalanum sem er ótrú-
legur viðsnún-
ingur.
Páll Matthíasson,
forstjóri Land-
spítalans
Veður
Sunnan 5-13 m/s V-lands. Skýjað
og smáskúrir á SV- og V-landi.
Rigning eða skúrir S-til,en áfram
bjart fyrir norðan. Hiti yfirleitt 5
til 12 stig. SJÁ SÍÐU 16
Bíbí og blaka
Þó að veðrið á sumardaginn fyrsta hafi verið grátt og hryssingslegt á höfuðborgarsvæðinu nýttu margir daginn til þess að fá smá hreyfingu á kropp-
inn. Á Klambratúni kom fólk saman til að stunda strandblak. Strandblak hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og nokkrir vellir verið
settir upp. Þá hefur áhorf á íþróttina verið mjög mikið á Ólympíuleikum síðan fyrst var keppt í henni þar árið 1992 í Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DAG HVERN LESA
93.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI
HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
SAMFÉLAG „Heldur betur, það eru
um 2.300 manns búin að bætast
við hópinn síðan 15. mars. Það
má alveg taka undir það að það
sé súrdeigsæði á Íslandi,“ segir
Ragnheiður Maísól Sturludóttir,
forsprakki hópsins Súrdeigið á
Facebook, aðspurð út í aukningu á
áhuga Íslendinga á súrdeigsbrauði
undanfarnar vikur.
Sífellt f leiri Íslendingar eru farnir
að baka eigið súrdeigsbrauð sem
getur verið tímafrekt. Til þess að
baka súrdeigsbrauð þarf að búa til
súrdeigsmóður og gefa henni fæðu.
Í skiptum fæst deig til brauðgerðar.
„Þetta er hluti af því að fólk sé að
hverfa aftur til nærumhverfisins.
Fólk er sífellt færast aftur í átt að í
hægari eldun eins þegar sous vide
kom fyrst á markaðinn. Það hefur
sýnt sig að slík eldamennska fer
mun betur í okkur en hröð elda-
mennska,“ segir Ragnheiður og
heldur áfram:
„Að mínu mati er súrdeig ákveðin
viðspyrna við hröðu samfélagi. Þú
getur bakað gerbrauð á klukku-
tíma en að baka gott súrdeigsbrauð
tekur í raun 48 tíma. Það eru margir
að uppgötva súrdeigið, hvað hægt
er að gera við súrdeigið eins og að
baka sætabrauð, smákökur og jafn-
vel gera drykki.“
Ragnheiður tekur undir að það
sé gott að hafa slíkt verkefni til að
vinna í þegar samkomubann stend-
ur yfir á Íslandi og tuttugu þúsund
hafa þurft að sitja af sér sóttkví.
„Algjörlega. Ég hef lengi verið að
baka og þetta er hjá mér hluti af
andlegri vellíðan og hjálpar mér að
halda góðu jafnvægi. Jafnvel þó að
brauðið verði ekki fallegt þá er það
allavegana gott á bragðið.“
Það er augljóst af því að spjalla
við Ragnheiði að hún hefur brenn-
andi áhuga á súrdeigi og útilokar
þjóðfræðineminn ekki að mast-
ersverkefni hennar verði um súr-
deigsbrauð. Ragnheiður stofnaði
hópinn árið 2015 til að geta deilt
hugmyndum með þeim sem höfðu
áhuga á slíkum bakstri.
„Þegar maður uppgötvar nýja
hluti kemur oft æsingur í mann og
áhugi á að ræða þetta við heimilis-
fólkið sem var ekki jafn áhugasamt.
Þau einblína meira á að njóta þess
að borða brauðið,“ segir Ragnheiður
hlæjandi.
„Þá er fínt að fá útrás fyrir það
með því að ræða við fólk sem deilir
þessu áhugamáli. Það eru til fjöl-
margar aðferðir og það sem hentar
mér hentar kannski ekki einhverj-
um öðrum. Það er því margt til að
ræða.“
Hópurinn var fámennur fyrstu
mánuðina en í dag eru komnir hátt
í átta þúsund manns.
„Ég man þegar hópurinn komst
fyrst upp í 300 manns, mér fannst
það ótrúlegt. Stuttu seinna fóru
bakarí eins og Brauð & Co að
opna sem jók áhugann á súrdeigs-
brauðum. Eftir að Flatey pizza gaf
út bók um súrdeigspitsur fóru fleiri
að snúa sér að þessum möguleika.
Þetta hefur verið heillengi á Íslandi
en það varð skyndilega einhvern
vakning,“ segir Ragnheiður sem
reynir að hleypa sem flestum inn í
hópinn á degi hverjum.
„Ég hef varla undan að samþykkja
fólk í hópinn, stærsti dagurinn
var síðasta sunnudag þegar mörg
hundruð manns voru að sækja um.
Það hefur verið 300% aukning í
hópnum á stuttum tíma.“
kristinnpall@frettabladid.is
Súrdeigsæði á Íslandi
Áhugi landans á súrdeigsbrauði hefur rokið upp og er um 300 prósenta fjölg-
un í Facebook-hópi þess efnis. Hópstjórnandi íhugar MA-verkefni um súrdeig.
Að baka gott súrdeigsbrauð tekur um 48 klukkutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Guðmundur Franklín
Jónsson, hótelstjóri í Danmörku,
tilkynnti um framboð sitt til forseta
Íslands í gær. Hafa því tvö mótfram-
boð komið fram gegn Guðna Th.
Jóhannessyni, sitjandi forseta, en
þann 9. apríl tilkynnti Axel Pétur
Axelsson framboð.
Þetta eru ekki fyrstu afskipti
Guðmundar af stjórnmálum því
árið 2013 stofnaði hann f lokkinn
Hægri græna sem hlaut þó ekki
brautargengi í alþingiskosningum
það ár. Var flokkurinn sameinaður
Íslensku þjóðfylkingunni árið 2016.
Það sama ár boðaði Guðmundur
framboð til forseta Íslands en dró
það síðar til baka. – khg
Guðmundur í
forsetaframboð
Guðmundur
Franklín
Jónsson
COVID-19 Í gær greindust fjórir ein-
staklingar með COVID-19 sýkingu
en tekin voru 625 sýni. Er heildar-
fjöldi tilfella því orðinn 1.789 en virk
smit eru nú komin niður í 270. Alls
hafa 45 þúsund sýni verið tekin og
18 þúsund manns hafa lokið sóttkví.
Á Landspítala eru ellefu inni-
liggjandi vegna COVID-19 og tveir
á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjórir
eru á gjörgæsludeild Landspítalans
og einn á Akureyri. Alls hafa 112
manns þurft innlögn vegna farald-
ursins, 40 þurft á gjörgæslumeðferð
að halda og 18 verið settir í öndun-
arvél. Ekki var tilkynnt um andlát í
gær og er fjöldinn því enn tíu.
Páll Matthíasson, forstjór i
Landspítala, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að átta lægju enn inni
á spítalanum sem væri batnað af
sýkingunni sjálfri en glímdu enn
við afleiðingarnar. 279 manns væru
í eftirliti göngudeildarinnar, þar af
24 börn, og þrír metnir sem svo að
þeir gætu þurft á innlögn að halda.
Aðeins fimm starfsmenn spítal-
ans eru í sóttkví og sex í einangrun.
„Því eru aðeins um tíu manns frá
vinnu á spítalanum sem er ótrú-
legur viðsnúningur,“ segir Páll.
Jafn framt sagði hann á fundinum
frá vini sínum, lækni í nágranna-
landi, sem hefði smitast vegna
skorts á hlífðarbúnaði. Sagðist hann
þakklátur fyrir að búa í landi þar
sem staðan væri metin út frá stað-
reyndum, en ekki óskhyggju. – khg
Landspítali
endurheimtir
starfsfólkið
2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð