Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 4
Það hefur orðið
algjör sprenging í
skráningum á íbúðum hjá
okkur.
Vignir Már
Lýðsson, fram-
kvæmdastjóri
Leiguskjóls
Ríkið verður að
finna út úr því. Við
borgum okkar lögbundna
hluta, sem er 15 prósent af
byggingarkostnaði.
Ásthildur
Sturludóttir,
bæjarstjóri
Akureyrar
Fólk er greinilega
orðið meðvitaðra
um fjármagnskostnaðinn og
er að nýta sér stöðina.
Kristrún
Frostadóttir,
aðalhagfræðing-
ur Kviku banka
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
VIÐSKIPTI Mikil ásókn er í endur-
fjármögnun húsnæðislána hjá bæði
lífeyrissjóðum og bönkum. Dæmi
er um að lífeyrissjóður hafi þurft að
loka fyrir umsóknir.
„Eftirspurn eftir endurfjármögn-
un lána er heilmikil og hefur verið
meðan á núverandi vaxtalækkun-
arskeiði hefur staðið. Hvað varðar
húsnæðislán einstaklinga er rúm-
lega þriðjungur allra lánveitinga
vegna endurfjármögnunar,“ segir
Björn Berg Gunnarsson, deildar-
stjóri hjá Íslandsbanka. „Á undan-
förnum mánuðum hefur meðal
annars verið mikil ásókn í óverð-
tryggð lán á breytilegum vöxtum
þegar kemur að endurfjármögnun
lána. Nú er hægt að anna eftirspurn
talsvert betur þar sem ferlið við
endurfjármögnun og töku nýrra
lána er orðið rafrænt.“
Hjá Arion banka hefur eftirspurn
bæði aukist eftir verðtryggðum og
óverðtryggðum lánum, en heldur
meira eftir óverðtryggðum.
Rúnar Pálmason, upplýsingafull-
trúi Landsbankans, segir að margir
vilji nýta sér lægri vexti eða séu að
bregðast við tekjumissi með því að
breyta lánum þannig að greiðslu-
byrði lækki tímabundið.
Birta lífeyrissjóður hefur lokað
tímabundið fyrir umsóknir um
endurfjármögnun. „Við tókum þá
ákvörðun að loka fyrir umsóknir
um endurfjármögnun í nokkrar
vikur til að anna eftirspurninni
eftir greiðsluerfiðleikaúrræðum
sem ganga fyrir núna og þarf að
afgreiða hratt,“ segir Hanna Þórunn
Skúladóttir, skrifstofustjóri Birtu
lífeyrissjóðs. Umsóknir voru með
hátt í níu vikna bið í greiðslumat
þegar mest lét. „Við höfum mætt
miklum skilningi hjá sjóðfélög-
um. Fólk bíður rólegt og skilur að
umsóknir um frystingu lána þeirra
sem eru í greiðsluerfiðleikum ganga
fyrir. Það veit að um tímabundna
lokun er að ræða.“
Festi lífeyrissjóður er í samstarfi
við bankana um greiðslumat og er
biðin því lítil. „Það hafa komið inn
töluvert fleiri umsóknir, þá aðallega
fyrir úrræði vegna COVID-19. Það
hefur vaxið en við höfum ekki farið
þá leið að fresta afborgunum, frekar
lengjum við lánið svo af borganir
hækki ekki eftir nokkra mánuði,“
segir Gylfi Jónasson, framkvæmda-
stjóri Festu.
Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyris-
sjóðsins, segir allt ganga hægar nú
þegar hluti starfsmanna vinnur
heima. „Ég veit ekki hvort það sé
einhver löng bið, en það gengur allt
hægar,“ segir Gunnar.
Kristrún Frostadóttir, aðalhag-
fræðingur Kviku banka, segir ásókn
í endurfjármögnun húsnæðislána á
þessum tímapunkti jákvæða þróun
fyrir heimilin í landinu.
„Þetta er mjög jákvætt fyrir heim-
ilin, þetta minnkar greiðslubyrðina.
Fólk er greinilega orðið meðvitaðra
um fjármagnskostnaðinn og er að
nýta sér stöðina,“ segir Kristrún.
Það sé þó ekki sjálfgefið að lækk-
un vaxta skipti fyrirtækin miklu
máli. „Vaxtakostnaðurinn er ekki
vandamálið þeirra, það er tekju-
missirinn. Vaxtalækkun er bara
dropi í hafið fyrir mörg þeirra.“
arib@frettabladid.is
arnorsteinn@frettabladid.is
Margir að endurfjármagna
húsnæðislánin vegna vaxta
Almenningur sækist mikið eftir að endurfjármagna húsnæðislán hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum.
Dæmi er um að lífeyrissjóður hafi þurft að loka fyrir umsóknir. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir
þessa þróun afar jákvæða fyrir heimilin í landinu og fólk orðið meðvitaðra um fjármagnskostnaðinn.
Margir nýta sér nú lága vexti á húsnæðislánum og breyta lánum til að greiðslubyrði þeirra lækki. Fréttablaðið/GVA
REYK JAVÍK Innkaupaskrifstofa
Reykjavíkurborgar leggur til við
Innkauparáð að semja við átta fyrir-
tæki sem buðu í kaup borgarinnar
á raftækjum. „Allir bjóðendur upp-
fylltu kröfur útboðsgagna nema
Verslunartækni sem uppfyllti ekki
kröfur um hæfi vegna fjárhags-
stöðu varðandi skil á opinberum
gjöldum,“ segir í rammasamningi
um kaupin. Af þeim átta fyrirtækj-
um sem stóðust kröfur borgarinnar
býður Pfaff mesta afsláttinn eða 25
prósent af iðnaðarbúnaði fyrir veit-
ingaþjónustu fyrir stofnanir. Bæði
Origo og Heimilistæki buðu 12 pró-
sent afslátt í því útboði. Ramma-
samningsútboðið náði yfir fimm
hluta og var bjóðendum heimilt að
bjóða í einstaka hluta útboðs. – bb
Verslunartækni
uppfyllti ekki
skilyrði útboðs
Borgin er að endurnýja raftæki.
AKUREYRI Akureyrarbær hefur sam-
þykkt að byggja nýtt hjúkrunar-
heimili fyrir um 60 vistmenn. Mun
það rísa við hlið hjúkrunarheimilis-
ins Lögmannshlíðar í Glerárhverf-
inu, sem tekið var í notkun árið
2012. Ítrekað er að bærinn sjálfur
muni ekki koma að rekstri heim-
ilisins.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
segir að ávallt sé þörf fyrir ný hjúkr-
unarrými en staðan sé nokkurn
veginn í jafnvægi núna. „Við erum að
skipta út gömlum hjúkrunarheim-
ilum sem eru orðin úrelt,“ segir hún.
Einnig að Framkvæmdasýsla ríkisins
sjái um þessa framkvæmd sem muni
líklega hefjast á næstu dögum.
Rekstur hjúkrunarheimila leggst
mjög þungt á bæjarsjóð og skýrir
að stórum hluta hallarekstur á A-
hlutanum. Hefur hann verið um
400 milljónir króna í mínus árlega
undanfarin ár en um 360 milljónir
hafa farið í rekstur hjúkrunarheim-
ilanna. Akureyri er alls ekki eina
sveitarfélagið sem er að kljást við
þennan vanda og hefur Samband
íslenskra sveitarfélaga ályktað um
málið, það er að framlög ríkisins
séu of lág.
Rammasamningur um þjónustu
hjúkrunarheimila á milli Sjúkra-
trygginga Íslands annars vegar
og Sambandsins og STV, Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu, rann
út í lok árs 2018.
„Við höfum rætt við ráðherra og
látið hana vita að við höfum ekki
áhuga á að reka heimilin áfram
miðað við stöðuna,“ segir Ásthildur.
„Hún segist hafa skilning á málinu
en við höfum þó ekki fengið nein
svör enn.“
Aðspurð hver muni sjá um rekst-
ur nýja heimilisins segir Ásthildur
það eigi eftir að koma í ljós. „Ríkið
verður að finna út úr því. Við borg-
um okkar lögbundna hluta, sem er
15 prósent af byggingarkostnaði,“
segir hún. – khg
Akureyrarbær ætlar ekki að reka nýtt
hjúkrunarheimili í Glerárhverfinu
BJÖRGUN Allar björgunarsveitir á
Vesturlandi og höfuðborgarsvæð-
inu voru kallaðar út til að leita að tíu
ára gömlum dreng við Hreðavatn í
Borgarfirði í gær.
Drengurinn varð viðskila við for-
eldra sína eftir hádegið og hófst leit
á fjórða tímanum. Um 160 björg-
unarsveitarmenn komu að leitinni,
gangandi og á fjórhjólum. Þyrlur
Landhelgisgæslunnar yfir svæðið
og einnig voru notaðir drónar og
hundar við leitina.
Á sjöunda tímanum var greint
frá því að drengurinn hefði fund-
ist heill á húfi við gíginn Grábrók,
norðaustan við vatnið. – khg
Fannst eftir leit
við Grábrók
HÚSNÆÐISMÁL Ein afleiðinga hruns
í komu erlendra ferðamanna til
landsins er sú að gríðarlegur fjöldi
af íbúðum hrúgast nú inn á á leigu-
markaðinn. Verðið hefur hrapað en
þó er ólíklegt að langtímaleigjendur
muni njóta góðs af því.
„Það hefur orðið algjör sprenging
í skráningum á íbúðum hjá okkur
og það sama gildir um allar aðrar
leigusíður,“ segir Vignir Már Lýðs-
son, framkvæmdastjóri Leiguskjóls.
Þegar er ljóst að aprílmánuður er
orðinn stærsti mánuðurinn í sögu
fyrirtækisins.
Að hans mati er þó ólíklegt
að af leiðingin verði sú að húsa-
leiga til lengri tíma muni lækka.
„Þessar eignir sem eru að koma
inn eru leigðar út til skamms tíma.
Vandamálið er að það er ekki mikil
eftirspurn eftir slíkum eignum hjá
Íslendingum almennt ,“ segir Vignir
Már.
Ekki er mikið svigrúm til að
lækka húsaleigu hérlendis. „Út frá
kostnaðinum við að fjármagna og
reka íbúð þá er ekki sjálf bært að
verðið lækki mikið,“ segir hann. Ef
ekki rofi til f ljótlega muni þessar
eignir því líklega verða seldar.
Að sögn Vignis Más eru umsvifa-
miklir aðilar á þessum markaði að
reyna að passa að hafa ekki öll eggin
í sömu körfu.
„Það eru dæmi um að aðilar sem
eiga marga tugi íbúða séu að leigja
hluta íbúðanna í þrjá mánuði, aðrar
í sex mánuði og svo einhverjar í
tólf mánuði. Óvíst er hvenær þetta
ástand lagast og því vilja fæstir festa
allar íbúðirnar sínar og fórna sveigj-
anleikanum til þess að bregðast við
breytingum.“ – bþ
Ólíklegt að langtímaleiga lækki þrátt fyrir aukið framboð íbúða
2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð