Fréttablaðið - 24.04.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 24.04.2020, Síða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þannig hefur orðið algjör forsendu- brestur í rekstri nánast allra fyrirtækja landsins og búið er að skrúfa fyrir möguleika þeirra á að afla sér tekna. Reykjavíkur- borg vill vera leiðandi sem snjöll þjón- ustuborg. Til þess hafa ferlar verið einfaldaðir, gerðir raf- rænir. Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í Reykjavík Stærðargráðan var ekki í takt við tilefnið. Að því leytinu til var annar aðgerðapakki stjórn-valda vonbrigði. Látum liggja á milli hluta þá milljarða sem ráðstafa á til hinna ýmsu gælu-verkefna ráðherra, mörg hver eru örugglega ágæt, en hafa í reynd ekkert að gera sem við- bragð við efnahagslegu hamförunum sem við höfum kallað yfir okkur með þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til. Ómerkilegri verða vart stjórn- málin en þetta er fórnarkostnaður þess að vera með ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka þar sem allir þurfa að fá eitthvað fallegt. Sumt í pakkanum var gott, meðal ann- ars aðgerðir í þágu nýsköpunar og stuðningur við lítil fyrirtæki með lokunarstyrkjum, lán með ríkisábyrgð á lágum vöxtum og tekjuskattsjöfnun, og mun skipta þau máli til að komast í gegnum mestu hremmingarnar. Meira þarf að koma til, einkum gagnvart ferða- þjónustunni og meðalstórum fyrirtækjum, og þær aðgerðir geta ekki beðið í margar vikur. Öllum verður ekki bjargað en markmiðið hlýtur að vera almennar og skilvirkar aðgerðir sem hafa raunverulega þýðingu og ná til lífvænlegra fyrirtækja í helstu lykilatvinnugrein- um. Framlengja þarf og útvíkka hlutabótaleiðina og þá ætti ríkið að koma til móts við þau fyrirtæki sem ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest og þannig forða því að þau verði gefin upp til gjaldþrotaskipta í stórum stíl þar sem reikningurinn lendir engu að síður á ríkissjóði. Sú aðgerð gagnast mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og kæmi þeim í skjól meðan mesta fárviðrið gengur yfir. Ekkert kemur þó í veg fyrir að stór hluti þeirra fari í þrot og þúsundir missi vinnuna en við verðum að reyna að milda höggið þannig að þessi mikilvægasta atvinnu- grein okkar geti sótt fram að nýju og skapað þjóðar- búinu gjaldeyristekjur þegar landið opnast að nýju. Það er hagur okkar allra að koma í veg fyrir að hér myndist gríðarlegt langtímaatvinnuleysi. Verkefni stjórnvalda við þessar aðstæður snýst þess vegna ekki um hefðbundnar örvunaraðgerðir í niðursveiflu heldur að reyna einfaldlega eftir fremsta megni að halda atvinnulífinu á f loti með því að setja það í öndunarvél. Það mun kosta mikla fjármuni en þá ber að líta til þess að efnahagsvandinn er kominn til vegna ákvörð- unar ríkisins um að setja hömlur á allar ferðir fólks milli landa, koma á samkomubanni og gera mörgum þjónustufyrirtækjum það að loka starfsemi sinni tíma- bundið. Þannig hefur orðið algjör forsendubrestur í rekstri nánast allra fyrirtækja landsins og búið er að skrúfa fyrir möguleika þeirra á að afla sér tekna. Geta Íslands til að takast á við þetta stóra áfall hefur aldrei verið betri. Það þýðir hins vegar ekki að ríkissjóð- ur sé takmarkalaus. Fastlega má gera ráð fyrir því að fjárlagahallinn í ár verði að lágmarki um 300 milljarðar. Á sama tíma er enn verið að gera samninga um tals- verðar launahækkanir til handa opinberum stéttum. Það skýtur skökku við þegar öllum má vera ljóst að for- sendur gildandi kjarasamninga, á almennum og opin- berum vinnumarkaði, eru ekki lengur fyrir hendi. Í stað væntinga um hagvöxt og áframhaldandi sterka stöðu ríkissjóðs horfum við fram á dýpstu kreppu lýðveldis- sögunnar, fjöldaatvinnuleysi og gríðarlegan fjárlaga- halla. Jafnan gengur ekki lengur upp. Við skulum búa okkur undir það að aðlagast nýjum efnahagsveruleika. Nýr veruleiki  Misskilur embættið Skiptar skoðanir eru um fram- boð Guðmundar Franklíns Jónssonar til embættis forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson er afar vinsæll og nánast úti- lokað að ímynda sér að nokkur frambjóðandi finnist sem gæti velt honum úr sessi. Sá fram- bjóðandi er í öllu falli ekki Guð- mundur Franklín. Miðað við framboðsræðu hans virðist hann ekki heldur átta sig á hlutverki forsetans. Það er ekki í hans verkahring að setja saman efnahagslega aðgerðapakka eða berjast gegn verðtryggingunni. #Gúndi2024 Verðmiðinn á forsetakosning- um er 300-400 milljónir króna. Á þrengingartímum er ekki laust við að fólki sé misboðið að eyða verði þessum peningum í tilgangslausar kosningar. Reglulega blossar upp umræða um hvort fjöldi með- mælenda, 1.500 að lágmarki, sé of lágur þröskuldur til þess að framboð til forsetaembættisins teljist gilt. Sú umræða er fyrst og fremst Ástþóri Magnússyni að þakka. Ein betrumbót gæti falist í því að hækka þakið í þrepum. Við fyrsta framboð þarftu áður- nefndar 1.500 undirskriftir en eftir fjögur ár tvöfaldast sá fjöldi. Það myndi forða okkur frá #Gúnda2024. bjornth@frettabladid.is 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN Alls staðar í borgarkerfinu hefur starfsfólk þurft að bregðast hratt við að undanförnu, læra á nýja tækni og nýta hana í að veita mikilvæga þjónustu, með takmarkanir sóttvarna í huga. Þegar þessu ástandi lýkur verða eflaust margir því fegnir að hitta annað fólk í stað fjarfunda á skjá, fá að faðma aftur vini og ættingja og hittast á skemmtilegum mannamótum. Við munum líka taka með okkur lærdóma um hvað við getum rafvætt af þjónustu borgarinnar. Reykjavík er vel undirbúin fyrir aukna rafvæðingu. Því var hægt að bregðast hratt við með velferðartækni til að auka þjónustu. Veitt er félagsleg heimaþjónusta með skjáheimsóknum, á sama hátt eru samskipti félagsráðgjafa Barnaverndar og unglinga í fóstri efld og íbúum hjúkrunarheimila auðveldað að spjalla við aðstandendur. Félagsstarf var rafvætt, þegar loka þurfti félagsmið- stöðvunum. Nú er tæknin notuð til að syngja saman, kenna spænsku og keppa í skák. Félagsmiðstöðvar ungmenna eru þeim eldri ekki eftirbátar og halda uppi öflugu félagsstarfi á samfélagsmiðlum. Reykjavíkurborg vill vera leiðandi sem snjöll þjón- ustuborg. Til þess hafa ferlar verið einfaldaðir, gerðir rafrænir. Við settum á fót nýtt þjónustu- og nýsköp- unarsvið til að leiða rafrænar þjónustubreytingar, þvert á öll svið borgarinnar í anda nútímalegrar þjón- ustustefnu. Við höfum líka ákveðið að veita auknu fjármagni í snjallvæðinguna. Dæmi um frábæra rafræna lausn er umsókn um fjárhagsaðstoð, sem heppnaðist svo vel að vefkerfið var nú í mars valið af Samtökum vefiðnaðarins sem vefkerfi ársins 2019. Önnur lausn er í farvatninu eru snjallari umsóknir til að einfalda til muna öll sam- skipti vegna skipulags- og byggingamála. Starfsmenn borgarinnar hafa geta brugðist hratt við í að veita meiri rafræna þjónustu, því undir- búningurinn hefur verið fyrir hendi. Við munum halda áfram að þróa snjallborgina Reykjavík, læra af því sem vel hefur heppnast á undanförnum vikum og halda áfram að einfalda líf borgarbúa. Snjallborgin Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.