Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 11

Fréttablaðið - 24.04.2020, Side 11
Með kreditkorti er hægt að kaupa allt og maður þarf ekki einu sinni að eyða peningum. ÓBREYTT VERÐ Á 100% RAFBÍL! Opel Ampera-e – til afgreiðslu strax! Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. OPEL GOES ELECTRIC Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 12–17 *Samkvæmt wltp staðli. Kynntu þér þína drægni á opel.is Allt að 423 km. drægni* 60 kWh batterý | 360 Nm | 200 hestöfl | 423 km. drægni samkv. WLTP • Kemst lengra en þú heldur • Rúmar meira en þú heldur • Er sneggri en þú heldur OPEL AMPERA-E ER 100% RAFMAGN GENGIÐ FRYSTUM Ampera-e Innovation Verð 4.790.000 Í DAG Þórlindur Kjartansson Litlum börnum finnst oft eins og það hljóti að vera miklu betra að eiga marga peninga heldur en mikið af peningum. Þeim finnst þau vera forrík þegar þau höndla heilu undirskálarnar af klinki en finnst að sama skapi frekar lítið til pen- ingaseðils koma, jafnvel þótt reynt sé að útskýra að hægt sé að skipta honum í marga litla peninga. Því er jafnvel haldið að þeim að það sé sniðugt að skipta öllu klinkinu í seðla. Skynsöm börn sjá auðvitað í gegnum gylliboð og myndu ekki láta sér detta í hug að skipta glás af peningum fyrir einn skitinn seðil. Ennþá galnari hugmynd finnst börnum að fara með peningana sína og láta eitthvert grunsamlegt og ókunnugt fullorðið fólk niðri í bæ hafa og lofa að geyma þá fyrir sig. Hvernig á maður að geta treyst því að maður fái sína peninga aftur úr allir hítinni í bankanum? Þeir líta allir nákvæmlega eins út. Peningatöfrar Sá sem á marga peninga er ríkur. Sá sem á fáa peninga er fátækur. Þetta er ekki f lókin stærðfræði. Þess vegna getur það líka verið ævintýri líkast að fylgjast með því þegar farið er í búð, vörur keyptar og borgað með einum seðli, en fá svo til baka miklu fleiri peninga, bæði seðla og alvöru peninga. Fattar búðarfólkið ekki að það er verið að plata það? Svo fylgir það aukinni getu til óhlutbundinnar hugsunar að börn fara smám saman að átta sig á því að fjöldi peninga og verðmæti þeirra eru algjörlega ólíkir hlutir. En þá bætist sífellt ofan á f lækjuna. Eins og það sé ekki nógu f lókið að læra að mis- munandi íslenskir peningar eru mismunandi verðmætir, þá bætist í ofanálag við sú staðreynd að til eru alls konar ólíkir peningar, íslenskir og útlenskir, sem virðast geta keypt mismunandi hluti, og jafnvel er hægt að kaupa eina tegund af peningum fyrir aðra tegund. Því hefur meira að segja verið f leygt að til sé fólk sem vinni beinlínis við að kaupa peninga með peningum, og er sú vinna álitin svo verðmætaskapandi að þeir sem ná hvað mestri leikni í þeirri iðju eru verðlaunaðir með nánast ótakmörkuðum verald- legum lífsgæðum. Ég er ekki með pening Það er semsagt gott að eiga pen- inga og ef maður er ekki með pen- inga á sér þá er ekki heldur hægt að kaupa neitt. Þetta skilja börnin vel. „Ég er ekki með pening,“ var setning sem oft markaði enda- punktinn á umræðum um hvort eitthvað nýtt ætti að kaupa eða leyfa sér. Ef foreldrarnir voru ekki með seðla eða klink við höndina, þá var tómt mál að tala um hvort þetta eða hitt yrði keypt. Það var einfaldlega ómögulegt að kaupa ef enginn var með pening, útrætt og endanlegt. Þetta var í öllu falli hið fjár- málalega uppeldi sem börn fengu meira og minna alla 20. öldina. En svo ruddi kreditkortabyltingin sér smám saman til rúms. Þá varð ekki lengur endanlegt svar við pexi um hin eða þessi kaupin að segjast ekki vera með pening. Því veraldarvön börn gátu umsvifa- laust bent á lausnina við því og spurt: „Ertu ekki með kortið?“ Ótakmarkaður kaupmáttur Kreditkort eru nefnilega að mörgu leyti miklu máttugri en peningar í augum barns. Eins konar ofur- kraftur. Eins og teiknimyndahetj- an He-man gat dregið sverðið upp úr slíðrinu á bakinu og hrópað: „Í nafni Gráskallakastala: Ég hef máttinn“ – gátu foreldrar dregið kortið upp úr veskinu og sagt: „Í nafni Landsbanka Íslands: Ég hef kaupmáttinn.“ Með kreditkorti er hægt að kaupa allt og maður þarf ekki einu sinni að eyða peningum. Það hefur líka verið sýnt fram á það í alls kyns rannsóknum að fólk sem byrjar að nota kort eyðir umtals- vert meiru heldur en það gerði með seðlum, og í raun er það þann- ig að eftir því sem greiðsluathöfnin sjálf er einfaldari, þeim mun meiri verður eyðslan. Ég kannast til dæmis við nýjungagjarnan mann á virðulegum aldri sem var einn sá fyrsti á landinu til að fá sér Apple Pay. Eftir það var slegist um að fara með honum út að borða því hann var óður og uppvægur að borga matinn. Honum fannst svo óskaplega gaman að borga með símanum og sýna öllum hvað þessi tækninýjung sparaði honum mikla fyrirhöfn. Það var ekki fyrr en um næstu mánaðamót sem hann komst að því hvað hann hafði sparað öllum öðrum mikil útgjöld með því að bjóðast alltaf til að splæsa með símanum. Eilífðarvél eða gálgafrestur? Þegar reynt er að útskýra fyrir börnum að töframáttur kredit- kortsins sé nú kannski ekki eins mikill og virðist við fyrstu sýn finnst þeim oft eins og verið sé að reyna að plata þau. Þau sjá að kortið er ólíkt peningum að því leyti að það klárast aldrei. Allar ákvarðanir foreldra um að vilja ekki kaupa ís, sjónvarp eða Teslu virka miklu meira eins og þvermóðska en skynsemi. „Það þarf nú samt að borga þótt maður noti kortið,“ virka einhvern veginn ekki mjög sannfærandi rök. Sér- staklega verða þau hjákátleg þegar börnin fatta að til eru margar tegundir af kreditkortum. Af hverju í ósköpunum notar maður ekki bara eitt kort til þess að borga hitt kortið, og svo enn eitt til að borga það næsta… og svo koll af kolli? Börn, og sumir fullorðnir líka, uppgötva þannig augljósa leið til þess að búa til fjárhags- lega eilífðarvél þannig að enginn þarf nokkurn tímann að neita sér um neitt og það besta af öllu er: Maður þarf aldrei að eyða alvöru peningum. Maður setur bara allt á kortið. Alltaf. En það kemur víst alltaf að skuldadögum. Þegar ég var rúmlega tvítugur hafði ég leikið þennan leik með mörgu kredit- kortin í nokkra mánuði. Útibús- stjórinn minn horfði íbygginn á mig þegar spilið var á enda og spurði: „Heldurðu að það geti verið að þú sért ekki sú manngerð sem ræður við að ganga með kredit- kort?“ Þessi orð hennar voru býsna þungbær og virkuðu eiginlega fáránleg á þeim tíma. En á end- anum þurfti ég auðvitað að horfast í augu við þann raunveruleika að til þess að ég gæti haldið áfram að njóta þess að kaupa vörur og þjónustu með kortinu mínu, þá var óhjákvæmilegt að ég fyndi einhverja leið til þess að framleiða sjálfur verðmæti sem aðrir voru tilbúnir að borga fyrir. Það er víst, þegar öllu er á botn- inn hvolft, eina leiðin til raunveru- legrar efnahagslegrar velsældar. Ertu ekki með kortið? S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.