Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Karl Bergmann
bifvélavirki,
Kirkjusandi 5, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn
19. apríl. Útför verður auglýst síðar.
Jórunn Guðlaug Sigurðardóttir
Sigrún Eva Margrétardóttir
Haukur Logi Karlsson Áslaug Dögg Karlsdóttir
Sverrir Kári Karlsson Helena Kristinsdóttir
Snædís Karlsdóttir Úlfar Kári Jóhannsson
og barnabörn.
Talsverður fjöldi háskólastúdenta
settist að á göngunum í menntamála-
ráðuneytinu þennan dag árið 1970.
Það gerðu þeir til að lýsa stuðningi
sínum við námslaunakröfur íslenskra
námsmanna erlendis en ellefu þeirra
höfðu nokkrum dögum fyrr ráðist inn
í sendiráð Íslands í Stokkhólmi til að
mótmæla bágum kjörum.
Unga fólkið í menntamálaráðuneyt-
inu var úr nokkrum framhaldsskólum
og sat sem fastast á göngunum þannig
að starfsfólk komst ekki með nokkru
móti milli herbergja og þeir sem áttu
erindi í ráðuneytið komust ekki inn.
Ekkert var að gert fyrst í stað en þar
kom að lögreglan missti þolinmæðina
og bar unga fólkið út úr húsinu eftir að
hafa beðið það með góðu að hverfa
á brott. Urðu þá miklar stympingar
og voru sex piltar og ein stúlka flutt í
fangageymslu en var sleppt eftir stutta
viðdvöl. Þrír piltar og ein stúlka þurftu
á slysavarðstofuna eftir atganginn.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 24 . A P R Í L 1970
Umsátursástand varð í menntamálaráðuneytinu
Merkisatburðir
1610 Hollenska Austur-Indíafélagið fær verslunarleyfi í
Pulicat á Indlandi.
1704 Fyrsta fréttablaðið í Norður-Ameríku, The Boston
News-Letter, hefur útgáfu.
1840 Sveinn Pálsson læknir deyr þennan dag, hann var
ekki bara læknir heldur líka náttúrufræðingur mikill og
stundaði umfangsmiklar rannsóknir.
1862 Sigurður málari skrifar hugvekju í Þjóðólf þar sem
hann hvetur til stofnunar Forngripasafns á Íslandi.
1914 Síðasti líflátsdómur er kveðinn upp á Íslandi.
Dómnum var síðar breytt í ævilangt fangelsi.
1922 Hestamannafélagið Fákur er stofnað í Reykjavík.
1953 Elísabet 2. Bretadrottning slær Winston Churchill til
riddara.
1961 Danska útvarpið skýrir frá því að ríkisstjórn Dan-
merkur hafi borist samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar
við tilboði Dana um afhendingu á verulegum hluta
íslensku handritanna.
1967 Íþróttafélagið Grótta er stofnað á Seltjarnarnesi.
1967 SIF, flugvél Land-
helgisgæslunnar, stendur
breska togarann Brand
að meintum ólöglegum
veiðum suðvestur af
Eldey. Varðskip fylgir
togaranum til hafnar í
Reykjavík.
1977 Tékkneski stór-
meistarinn í skák Vlasti-
mil Hort setur heimsmet
í fjöltefli á Seltjarnarnesi
þegar hann teflir við 550
manns á rúmum sólar-
hring.
1978 Dr. Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri
skýrir frá athugun Seðla-
bankans á nýjum gjald-
miðli sem verði hundrað
sinnum verðmeiri en
núgildandi króna.
1982 Jón Páll Sigmars-
son setur tvö Evrópumet
í lyftingum. Hann lyftir
362,5 kg í réttstöðu og
940 kg samtals.
1990 Hubble-sjónaukinn
er sendur út í geim um
borð í geimskutlunni
Discovery.
1990 Austur- og Vestur-
Þýskaland samþykkja að
taka upp sameiginlega mynt 1. júlí 1990.
1994 Magnús Scheving nær öðru sæti á heimsmeistara-
móti í þolfimi sem haldið er í Japan.
2009 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við svína-
flensufaraldri eftir að svínaflensa tekur að breiðast út í
Mexíkó.
Af mælisha ld ið verðu r auðvitað allt öðru vísi en fyrirhugað var. Ég ætlaði að fá til mín saumaklúbb-inn, fjölskyldu og vini og síðan höfðum við hjónin
hugsað okkur að eiga rómantískt kvöld
og fara á einhvern huggulegan stað til
að borða og gista. Það verður ekkert af
því í þetta sinn og bíður bara betri tíma,“
segir Bára Grímsdóttir tónlistarkona
sem er sextug í dag. Hún útilokar ekki
að kjarnafjölskyldan geri sér dagamun.
„Það verður bara fámennt,“ segir hún.
Fullyrða má að lagið verði tekið við það
tækifæri því tónlistin á lögheimili hjá
henni.
„Ég er fædd á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi, eins og sjúkrahúsið þar var kallað,
og átti heima í Grímstungu í Vatnsdal
fyrstu fjögur ár ævi minnar. Þar byrj-
uðu foreldrar mínir, Grímur Lárusson
og Magnea Halldórsdóttir, búskap sinn
en fluttu svo til borgarinnar,“ lýsir Bára
þegar ég spyr hana út í upprunann. Hitt
veit ég að hún er tónskáld, hljóðfæra-
leikari og söngkona og ásamt manni
sínum, Chris Foster gítarleikara, er hún
í tvíeykinu Funa. Þegar allt er eðlilegt,
og engin kóróna á ferð, stjórnar hún
kór en segir engar alvöru æfingar vera á
þessum tíma.“
Ýmislegt kveðst Bára þó geta haft fyrir
stafni, þrátt fyrir að ekki sé um launa-
vinnu að ræða. Hún kveðst eiginlega
alin upp í Kvæðamannafélaginu Iðunni,
því hún hafi fylgt foreldrum sínum á
fundi félagsins og fagnaði, ef þeir voru
ekki beinlínis haldnir heima hjá þeim,
þar hafi hún lært að kveða stemmur og
líka æft sig í að yrkja. Nú sinnir hún for-
mennsku í Iðunni og meðal sjálf boða-
starfa hjá henni er að vinna í heimasíðu
félagsins.
Hún fæst einnig við að skrifa óperu.
„Ég hef verið að vinna að þessari óperu í
nokkur ár og hef þegið styrki til þess og
listamannalaun. Óperan fjallar um Jón
Arason og fólkið kring um hann, meðal
annars fylgikonu hans og dóttur, um
fátækrahjálpina sem kaþólska kirkjan
sinnti og um siðbreytinguna, efni sem
Vilborg Auður Ísleifsdóttir sagnfræðing-
ur hefur brugðið ljósi á. Óperan mín er
fyrir marga söngvara, kór og hljómsveit
með strengjum, tréblásturshljóðfærum,
sembal og slagverki,“ lýsir Bára og bætir
við: „Þetta eru ansi margar nótur að
skrifa og það geri ég í tölvunni.“
Í framhaldi af þessum upplýsingum er
vert að minnast á að á síðasta ári hlaut
Bára riddarakross hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir varðveislu og endurnýjun á
íslenskum tónlistararfi.
Bára kveðst hafa fengið hljómlistina
frá báðum foreldrum sínum og segir
hafa jaðrað við ríg milli þeirra þegar
tónlist í ættum beggja bar á góma.
„Cortes fjölskyldan var mömmu megin
en pabbi frá Grímstungu þar sem afi
Lárus kvað og mikið var sungið og spil-
að. Hörður Torfa var þar í sveit á sínum
tíma og segist hafa lært söng þar. Pabbi
og Ragnar bróðir kváðu mikið saman
og komu oft fram undir nafninu Gríms-
tungubræður.“
Bára leitar af og til í átthagana og
segist reyna að láta ekkert sumar líða
án heimsóknar í Vatnsdalinn.
gun@frettabladid.is
Skrifar óperu um Jón
Arason og fylgikonu hans
Meðal þess sem kórónaveiran hefur áhrif á eru veisluhöld vegna stórafmæla. Bára
Grímsdóttir, tónskáld og kvæðakona, varð að breyta plönum viðvíkjandi sextugsaf-
mælinu í dag en nær vonandi að bæta sér það upp síðar. Öllu skiptir að halda heilsu.
Bára útilokar ekki að kjarnafjölskyldan geri sér dagamun í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT