Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 20

Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 20
Áhuginn á raf- hjólum og raf- hlaupahjólum hefur verið vonum framar, en hjólin henta fólki á öllum aldri. Pétur segir rafhjólin vera stór-sniðugan fararskjóta hvort sem er í vinnuna eða í ferðir út fyrir borgina, til dæmis í Heiðmörk eða í Bláfjöll. „Það er alls staðar hægt að finna flotta hjólastíga og fallegar leiðir og svo er þetta svo skemmtilegur ferðamáti. Rafhjólin eru alger bylting og ég get lofað því að þegar þú prófar svona hjól í fyrsta sinn, þá smellur eitthvað. Það er óviðjafnanleg tilfinning að geta farið út að hjóla og þurfa ekki að hugsa hvort það sé mótvindur eða vont veður. Veðrið skiptir ein- faldlega ekki máli lengur. Ég bý t.d. í miðbænum en vinn í Grafarholti og ég er eiginlega hættur að fara á bílnum í vinnuna. Enda er ég rétt um 20 mínútur á hjólinu. Ég hef líka margoft staðið sjálfan mig að því að fara lengri leiðina heim, einfaldlega af því ég get það. Þetta er að auki frábær líkamsrækt og hægt er að stilla rafhjólið eftir því hvernig maður vill nota það. Þá eru stillingarnar oftast þrjár; eco, trail og boost. Eco gefur smá auka kraft og boost gefur góða aukasprautu fyrir brekkur og slíkt. En þú þarft að sjálfsögðu alltaf að hjóla með til að komast áfram. Svo er líka hægt að slökkva á rafmagn- inu og þá ertu með venjulegt hjól.“ Rafhjólasetur Ellingsen opnaði nýverið glænýtt og stórglæsilegt rafhjólasetur og þjónustuverkstæði í verslun sinni að Fiskislóð á Granda en raf- hjólin eru að auki seld í Ellingsen á Akureyri. „Upp á síðkastið hefur verið gífurleg aukning í sölu á raf- hjólum, ekki síst eftir að virðis- aukaskatturinn var lagður niður af rafhjólum undir 400.000 krónum og rafhlaupahjólum undir 200.000 krónum. Við höfum vart undan að setja þetta allt saman. Áhuginn á rafhjólum og rafhlaupahjólum hefur verið vonum framar, en hjólin henta fólki á öllum aldri. Rafhlaupahjólin munu verða vinsælasta fermingargjöfin í haust, en þau komast á allt að 25 kíló- metra hraða á klukkustund.“ Rafhjólasetur Ellingsen með rafhjól fyrir þig Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, hefur að sögn varla hreyft bílinn eftir að hann fékk sér Mate X rafmagns- hjól. Hann er eingöngu 20 mínútur á leið í vinnuna og segir hjólið að mestu koma í stað bifreiðarinnar. Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, er að sögn hæstánægður með rafhjólið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rafhjólasetur Ellingsen er með frábært úr- val af rafhjólum fyrir alla. Fjölbreytni í fyrirrúmi Ellingsen flytur inn fjölbreytt úrval af rafhjólum og rafhlaupahjólum frá átta framleiðendum. „Við erum í grundvallaratriðum með allt sem færir þig frá A til B með rafmagni. Tern rafhjólin eru til dæmis kjörin fyrir fjölskyldufólkið, en hægt er að hafa einn eða tvo barnastóla aftan á þeim, eða góðan geymslukassa. Þá erum við að fá nýja sendingu af Zero rafhlaupahjólum til okkar í næstu viku, en þau seldust upp í mars. Skemmtilegustu hjólin eru síðan Mate X, eins og ég hjóla um á. Gríðarlega töff hjól sem fást í mörgum litum, eru samanbrjótan- leg og auðvelt að taka með sér hvert sem er. Þá erum við með alvöru Merida fjallahjól fyrir fjallageiturnar sem og borgarhjól sem henta öllum. Um mánaðamótin eigum við svo von á 45 Legend rafhjólum frá Barcelona, en þessi hjól seldust upp um leið og við fengum fyrstu sendinguna. Við erum því með eitthvað fyrir alla.“ Hentug netverslun S4S samstæðan telur þrjár net- verslanir: Ellingsen, AIR og Skór. is. „Það hefur verið gríðarleg upp- sveifla í netverslun hjá okkur, en í apríl fjórfölduðum við netsöluna. Þar á meðal seldum við mikið magn af rafhjólum. Aukningin er að stórum hluta komin til vegna Covid-faraldursins en einnig vegna þess að við erum að bjóða upp á fría heimsendingu hvert á land sem er. Fólk er enda duglegt að nýta sér það, en að auki er hægt að sækja til okkar netpantanir á fjóra staði. Þá er einnig auðvelt að skila og skipta vörum hjá okkur, en við endur- greiðum innan 14 daga. Þá er skemmtilegt að nefna að innpökkun hefur tekið kipp hjá okkur, en í kjölfar Covid er fólk frekar að kaupa gjafir á netinu, lætur pakka inn og sendir beint á viðtakanda. Það er stórsniðugt að gefa gjafir frá okkur, enda eigum við vörur sem henta öllum og bjóðum upp á gjafabréf sem gildir í öllum 14 verslunum okkar og þremur netverslunum,“ segir Pétur og brosir. Nýtt þjónustuverkstæði Ellingsen býr einnig að fyrsta flokks þjónustuverkstæði til að þjónusta viðskiptavini sína með rafhjólin, en í kjölfar opnunar raf- hjólasetursins hefur verkstæðið verið stækkað og starfsfólki bætt við. „Þá erum við einnig með glænýtt bókunarkerfi sem gerir viðskiptavinum okkar auðvelt að panta tíma. Það er gífurlega mikilvægt að bjóða upp á góða viðgerða- og við- haldsþjónustu með rafhjólunum, því þetta er í raun svolítið eins og bílaumboð. Við erum í góðu sam- bandi við birgja okkar úti í heimi sem ráðleggja okkur um ýmislegt. Með hverri sendingu pöntum við til dæmis ráðlagt magn af varahlut- um. Þannig getum við í mörgum tilfellum komið í veg fyrir margra vikna biðtíma viðskiptavina eftir aukahlutum.“ Verslanir Ellingsen eru staðsettar að Fiskislóð 1, 101 Rvk, og Tryggva- braut 1-3, 600 Ak. Sími: 580-8500 ellingsen@ellingsen.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RALLIR ÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.