Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.04.2020, Qupperneq 24
Huga þarf vel að reiðhjólum barnanna áður en þau halda út í sumarið og gæta þess að allt sé í góðu lagi. Það þarf að huga að öryggi þegar fyrsta hjólið er keypt handa börnum. Sumardagurinn fyrsti var í gær og það þýðir að nú fer börnum að fjölga úti við og þá ekki síst á reiðhjólum. Huga þarf vel að reiðhjólum barnanna áður en þau halda út í sumarið og gæta þess að allt sé í góðu lagi. Bremsur verða að vera í lagi og sömuleiðis réttur loftþrýstingur í dekkjum. Þá er gott ráð að fara með ungu börnunum út að hjóla fyrst og sýna þeim örugga staði til að vera á. Muna þarf að sýna alltaf gangandi vegfarendum tillitssemi. Mörg börn eru trúlega að fá hjól í fyrsta skipti þessa dagana og þá þarf að gæta þess að þau æfi sig þar sem engrar umferðar bifreiða er að vænta. Allir hjólreiðamenn eiga að bera hjálm á höfði og yngstu börnin ættu sömuleiðis að vera í fatnaði sem sést vel. Ef hjólað er á gangstétt eða hjóla- stíg skal hjólreiðamaður vera til hægri. Ef f leiri en einn hjóla saman þurfa þeir að mynda einfalda röð eftir stígnum. Þá skal ganga þannig frá hjóli þegar stöðvað er að ekki skapist hætta eða truflun fyrir aðra. Hjólreiðamaður skal alltaf víkja fyrir gangandi vegfarendum á gangstéttum, göngustígum og göngugötum. Gætið að öryggi á reiðhjólunum Hjónin og hjólreiðafólkið Hrönn Ólína Jörundsdóttir og Brynjar Guðmundsson eiga heildsöluna Dedicated og halda úti sölusíðu á active.is. Þau uppgötvuðu og féllu kylliflöt fyrir vörunum frá TORQ eftir umtals- verða rannsóknarvinnu en vör- urnar eru tilvaldar fyrir íþrótta- fólk og ekki síst hjólreiðafólk. Hreinar og vandaðar vörur Óhætt er að fullyrða að þau hjón séu margfróð um það sem þarf til að ná árangri í hjólreiðum. „Frúin er að kenna í Víkingi, hún er þjálfari í hjólreiðahópnum þar,“ segir Brynjar um Hrönn en hún hlaut titilinn Íslandsmeistari í maraþonhjólreiðum árið 2017 ásamt því að sigra í kvennaflokki brekkusprettskeppni Reykjavíkur- leikanna í upphafi árs. „Úrvalið hefur ekki verið neitt svakalega mikið hérna heima og við höfum gjarnan þurft að panta vörur að utan þannig að okkur hefur lengi langað að bjóða upp á breiðara úrval fyrir íþróttamark- aðinn hérna heima. Við fórum því að skoða þetta og rákumst á þessar vörur og líkaði svona svaka vel,“ skýrir Hrönn frá. Vörurnar frá TORQ henta breiðum hópi fólks. „Þróunin hefur verið þannig að þau reyna eftir fremsta megni að hafa sem flest vegan, umhverfisvænt og án tilbúinna litarefna. Þau eru því með voðalega góða vöru sem hentar hverjum sem er og eru að vinna út frá bæði heildstæðu og vandlega útfærðu kerfi.“ Heildstætt og einfalt kerfi Hjá TORQ er lögð mikil áhersla á að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilega og alhliða þjónustu. „Þau eru búin að byggja upp ein- falt kerfi sem aðrir geta fylgt. Það eru þarna heil prógrömm fyrir íþróttafólk þar sem er skipulagt hvernig taka eigi þetta og hvað þarf að taka mikið af hverju, eftir því hversu mikil áreynslan er,“ útskýrir Hrönn. Brynjar tekur undir. „Já, þau skipuleggja þetta eftir einingum og segja þér nákvæmlega hvað þú þarft að taka margar einingar á klukkutíma miðað við hvað þú ert að fara að gera.“ Þá eru gelin frá TORQ sérstak- lega virk og hafa notið mikilla vinsælda. „Allt hjólreiðafólk og hlauparar nota gel og gelin frá TORQ innihalda til dæmis meiri orku en er í öðrum gelum. Það er að segja að þú færð meiri orku úr minni skömmtum,“ segir Brynjar. Vinsælt og þekkt merki Það er fagfólk í hverju horni hjá TORQ. „Þau eru með aðstöðu þar sem þau ráðleggja fólki varðandi heildstæða næringu. Þau eru með nokkur pro-lið á sínum vegum, bæði úr hjólreiða- og hlaupaheim- inum,“ segir Hrönn. Hjónin bíða því spennt eftir að geta boðið landsfólki upp á meira úrval vara frá TORQ. „Þetta er merki sem hefur í raun aldrei komið hingað en hefur verið vin- sælt í Bretlandi og er vel þekkt. Það er því ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að kynna þessar vörur fyrir íslensku íþróttafólki,“ segir Hrönn full eftirvæntingar. „Við erum búin að vera að prófa þetta og annað hjólreiðafólk og það eru allir rosalega ánægðir með þetta.“ Vörurnar frá TORQ hafa þá margs konar sérstöðu. „Þau hafa líka verið að bjóða upp á, nokkuð sem ég held að hafi ekki verið í boði hérlendis, svona orkuein- ingar fyrir sykursjúka. Þau hafa líka verið að prófa sig áfram í að vera með morgunmat og pasta og alls konar.“ Brynjar segir að hægt sé að kynna sér eitthvað af vörunum nú þegar en að vænta megi aukins úrvals á næstunni. „Við erum með eitthvað af vörunum á active.is en eigum von á stórri sendingu núna í kringum mánaðamótin. Svo stefnum við á opna sölusíðu undir Torq.is þegar fram líða stundir.“ Hægt er að kynna sér nánar vörur, starfsemi og þjónustu TORQ á: torqfitness.co.uk Vandaðar vörur fyrir hjólreiðafólk Mikil eftirvænting ríkir eftir væntanlegri sendingu af fæðubótarvörunum frá TORQ en þær hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi. Vörurnar hafa verið og verða fáanlegar á active.is. Brynjar Guð- mundsson segir að þau hjónin hafi boðið öðru hjólreiðafólki að prófa vörurnar við frábærar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RALLIR ÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.